Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 26
26
ENdURMENNTUN
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009
Textílsetur Íslands var sett á laggirnar árið 2005 og
er í gamla Kvennaskólahúsinu á Blönduósi. Megin-
hlutverk þess er að efla rannsóknir og menntun
í íslenskum textíliðnaði og handverki. Einnig er
fyrirhugað að skapa háskólanemum, fræðimönnum
og listafólki starfsaðstöðu fyrir vettvangsnám og
rannsóknir á sviði textílfræða og jafnframt því að vera
alþjóðlegt fræðasetur sem heldur ráðstefnur, málþing
og námskeið um textíl. Í haust var skrifað undir
samstarfssamning við Hólaskóla um stofnun deildar í
textílfræðum á Blönduósi, í Kvennaskólanum.
Ásdís Birgisdóttir sem var framkvæmdastjóri og skóla-
stjóri hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands í fjórtán ár
tók við stjórn Textílsetursins í haust sem leið og hún
hefur mikinn áhuga á virku samstarfi við kennara
um námskeiðahald. „Ég hvet kennara til að skoða vel
þennan nýja möguleika í sambandi við endurmenntun,“
segir Ásdís. „Kvennaskólinn er frábært húsnæði sem
bíður eftir kennurum, gott rými, vinnustofur og mat-
salur. Gistimöguleikar á Blönduósi eru mjög góðir og
við munum einnig bjóða gistingu í Kvennaskólanum
sjálfum í framtíðinni.
Við ætlum að bjóða upp á fjölbreytt námskeið í hand-
verki, heimilisiðnaði og handavinnu. Þar er um að
ræða annars vegar námskeið sem við skipuleggjum og
kynnum fyrir kennurum og hins vegar námskeið sem
við sérsníðum að óskum hvers og eins. Ég sé þá um að
hanna námskeiðið í samræmi við óskir kennara og fæ
fagaðila, kennara, hönnuði eða handverksfólk, til starfa
eftir því sem við á. Markmiðið er að bjóða aðstöðu og
umhverfi þar sem hópar geta komið saman við handverk
og handíðir án amsturs hversdagsins. Umhverfið er
þægilegt og hvetjandi og góður vettvangur fyrir hópa
til að fræðast og vinna saman. Í Kvennaskólanum fór
fram kennsla í áratugi í ýmsum kvenlegum listum
og ber byggingin með sér andblæ liðinna tíma sem
skapar einstaka stemningu. Nálægðin við Heimilis-
iðnaðarsafnið gefur einnig möguleika á heimsóknum og
samstarfi.
Ýmis starfsemi er þegar hafin, svo sem prjónakaffi,
handverksnámskeið og samstarf við ýmsa aðila, fag-
félög og stofnanir, sem stuðlar að því að hefja upp
textílfræðslu og textílþekkingu. Nýjasta framtakið er
handverkshús Textílsetursins, Búsílag, sem opnaði
þann 1. júní á Glaðheimasvæðinu, en þar er íslenskt
gæða handverk, hönnun og handavinna sem vert er að
skoða. Sjón er sögu ríkari!
Í sumar, frá 27. júní til 1. júlí, verðum við með nám-
skeið í prjónahönnun, tálgun, knipli, útsaumi og þrykki,
og baldýringu í samstarfi við Heimilisiðnaðarskólann,
Ístex, Skógrækt ríkisins og Nálina.
Hafið endilega samband ef þetta vekur áhuga,“segir
Ásdís í lokin og brosir, „og kíkið á vefinn okkar
www.textilsetur.is“
keg
Textílsetur Íslands býður spennandi
námskeið í þægilegu og hvetjandi umhverfi
Nýtt tækifæri í eNdurmeNNtuN
Ásdís Birgisdóttir