Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 15
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009 SKÓLI Á KREPPUTíMUM 15 „Á sameiginlegum ársfundi KÍ og aðalfundi skólamálaráðs í mars ræddum við hvernig við stillum okkur upp til varnar skólastarfi og menntun,“ segir Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og formaður skólamálaráðs en drjúgum hluta fundarins var varið í erindi og umræður um menntun á krepputímum. „Menn eru slegnir yfir þeim ósköpum sem yfir okkur hafa dunið og við lendum í nokkurs konar meðvirkri umræðu um að auðvitað þurfi að skera niður alls staðar. Þessi hugsun er hættuleg. Það er skylda Kennarasambandsins að benda á að það skiptir öllu máli fyrir þessa þjóð að halda áfram að efla sig í skóla- og menntamálum, bæði út frá sjónarhorni menntunar og velferðar. Það þarf að hækka menntunarstig þjóðarinnar og við berum líka ábyrgð á skól- anum sem félagslegri lykilstofnun. Það er okkar hlutverk í Kennarasambandinu að vera á vaktinni fyrir skóla og nemendur.“ Kennarar standa ekki hjá og horfa á skólastarf skorið niður við trog Skólastjórnendur og kennarar eru að sögn Elnu vel til þess að fallnir að ráða ráðamönnum heilt um hvernig því fé sem úr er að spila verði best varið. „En að sama skapi mun þessi fagstétt ekki standa hjá og horfa á skólastarf og menntun skorin niður við trog,“ segir hún. „Það er áhyggjuefni að þó að umræða um menntamál og skólamál hafi glæðst á undanförnum árum og enginn sé maður með mönnum í pólitík nema vera sæmilega viðræðuhæfur um skólamál þá erum við merkilega lítið uppnæm fyrir niðurskurði og samdrætti í skólastarfi og þjónustu við skólabörn. Orðið forgangsröðun er orðið óskaplega slitið og næstum því klisja. En ég er þeirrar skoðunar að við höfum ekki ennþá náð að sameinast um að forgangsraða í þágu skólastarfs í landinu. Í sveitarfélögum hingað og þangað um landið er skorin niður marg- vísleg þjónusta í leik- og grunnskólum. Þrátt fyrir þetta sjást engin merki þess að ríki og sveitarfélög hafi búið sameiginlega til áætlun um hvernig eigi að halda skólastarfi og menntun í ásættanlegu horfi í kreppunni. Þegar grunnskólinn var fluttur til sveitar- félaganna fyrir rúmum áratug þá fylgdi honum ekki nægilegt fé. Síðan höfum við upplifað bullandi góðæri en það var lítið nýtt til að bæta þannig í að sveitarfélögin gætu rekið grunnskóla með þeim myndarbrag sem þau örugglega vilja og sækjast eftir að gera. Það má vafalítið benda á svipað um leikskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla en um síðasttalda skólastigið höfum við mjög gott yfirlit um hvernig fjárveitingum hefur verið háttað. Aukin velmegun og góðæri hefur semsagt ekki verið nýtt til að færa skólastarf og menntun til þess vegar sem við viljum sem samfélag og lög gera ráð fyrir. Nú þurfa nemendur enn meira á skólanum sínum að halda Ég held að fólk á Íslandi hafi mjög sterkar taugar til skóla og vilji að öll börn og ung- menni njóti eins góðra skilyrða í námi og nokkur kostur er. Það er nýlega búið að endurnýja lög um öll skólastigin og um kennaramenntun og í þeim er sterkur og frekar metnaðarfullur samhljómur um að setja nemandann í forgrunn. Þó að við í Kennarasambandinu hefðum gjarnan viljað að fleiri mál yrðu leidd til lykta í þessum lögum, til hagsbóta fyrir nemendur, og að tekin yrðu lokaskref til jafnréttis til náms þá verður ekki annað sagt en að menn ætluðu sér áfram. En við söfnuðum ekki til mögru áranna og rýmkuðum því ekki skilyrði skóla til að halda uppi öflugu starfi. Þegar kreppan skall á var af litlu að taka. Því miður bitnar sam- dráttur alltaf þyngst á þeim sem síst mega við því, börnum með ýmislegar sérþarfir og nemendum almennt sem þurfa verulega á stoðþjónustu skóla að halda. Það bitnar líka á öllum nemendum þegar dregið er úr vali í námi, námshópar stækka og starfsskilyrði nemenda og kennara verða almennt lakari. Þetta kemur langsamlega verst niður á börnum sem síst mega við því og það er ástæða til að vekja sérstaklega máls á því að börn foreldra sem standa höllum fæti félagslega eða eru atvinnulausir þurfa enn meira á skólanum sínum að halda. Hann er haldreipi fjölskyldunnar. Verðum að vita hvar vandinn er mestur Kennarasambandið starfar á landsvísu og reynir að hafa yfirlit málefni. Hingað til hefur þó ekki fengist yfirsýn yfir þær aðgerðir sem sveitarfélögin grípa til. Um þau efni er vísað Heildstæða, sameiginlega áætlun ríkis og sveitarfélaga um skólamál vantar Okkar hlutverk að vera á vaktinni Menn eru slegnir yfir þeim ósköpum sem yfir okkur hafa dunið og við lendum í nokkurs konar meðvirkri umræðu um að auðvitað þurfi að skera niður alls staðar. Þessi hugsun er hættuleg. Í sveitarfélögum er skorin niður þjónusta í leik- og grunnskólum. Þrátt fyrir þetta sjást engin merki þess að ríki og sveitarfélög hafi búið sameiginlega til áætlun um hvernig eigi að halda skólastarfi og menntun í ásættanlegu horfi í kreppunni. Elna Katrín Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.