Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Síða 23

Skólavarðan - 01.09.2001, Síða 23
Haustþing og trúnaðarmannanám- skeið Haustþing svæðafélaga Félags grunn- skólakennara eru merki þess að nýtt skólaár er að hefjast og tekur starfsáætlun félagsins mið af þeim. Þau haustþing sem haldin eru að þessu sinni eru á tímabilinu 22. ágúst - 29. september. Formaður og varaformaður FG sækja haustþingin heim og í haust var víða boðið upp á það nýmæli að vera með sérstakan viðtalstíma vegna nýja kjarasamn- ingsins. Önnur hefðbundin haustverk eru námskeið með trúnaðarmönnum en Hann- es Þorsteinsson launafulltrúi FG hefur veg og vanda af þeim eins og undanfarin ár. Óbreytt svæðaskipting? Aðalfundur Félags grunnskólakennara verður haldinn 6. og 7. mars 2002 í tengsl- um við þing Kennarasambands Íslands. Undirbúningur er þegar kominn í gang og hófst með skipan sérstakrar laganefndar en á stofnfundi félagsins var samþykkt að fela slíkri nefnd að endurskoða lögin og þá sér- staklega 4. grein sem fjallar um skiptingu félagsins í svæðafélög. Nefndin hefur þegar skilað stjórn FG tillögum sínum. Hún leit- aði eftir áliti stjórna svæðafélaga og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að breyta svæðaskiptingunni. Í tillögum henn- ar er hins vegar lagt til að fyrirkomulagi við kjör fulltrúa á þing KÍ verði breytt og vara- fulltrúum í stjórnum, nefndum og ráðum fjölgað. Nefndina skipa þau Ásthildur I. Hermannsdóttir, Grunnskóla Ísafjarðar, Guðlaug Guðsteinsdóttir, Varmárskóla og Guðni S. Óskarsson, Grunnskólanum í Hveragerði. Leitað eftir tilnefningum til trúnaðar- starfa Á stofnfundi félagsins voru þau Linda Rós Mikaelsdóttir, Álftamýrarskóla, Rögn- valdur Einarsson, Brekkubæjarskóla og Valborg E. Baldvinsdóttir, Snælandsskóla, kosin í uppstillingarnefnd. Samkvæmt lög- um félagsins á stjórnin að setja henni regl- ur en hún fól nefndinni að koma með til- lögur að þeim. Nefndin mun fljótlega leita eftir tilnefningum fulltrúa í trúnaðarstöður á vegum félagsins. Ný skólastefna Ný skólastefna fyrir grunnskóla verður lögð fyrir aðalfund félagsins. Skólamála- nefnd félagsins annast gerð hennar í sam- vinnu við sambærilega nefnd Skóla- stjórafélags Íslands. Á stofnþingi KÍ var samþykktur inngangskafli í skóla- stefnu sambandsins og aðildarfélög- um falið að vinna kafla fyrir sitt starfssvið. Þegar drög að skólastefnu fyrir grunnskóla liggja fyrir verða þau kynnt í félaginu. Samráðsfundur og ársfundur 5. samráðsfundur Félags grunn- skólakennara verður haldinn 6. októ- ber en samkvæmt lögum félagsins á stjórnin að boða formenn svæðafé- laga til slíkra funda a.m.k. tvisvar á ári. Á fundinum í október verður m.a. tekin ákvörðun um fyrirkomulag á kosningu fulltrúa til aðalfundar FG og á þing KÍ. Þau ár sem ekki er haldinn aðalfundur skal stjórn félags- ins boða til ársfundar þar sem fjalla á m.a. um starfsemi félagsins og starfsáætlun auk þess sem reikningar eru lagðir fram. Rétt til setu á ársfundi hafa stjórn og varastjórn, formenn svæðafélaga, skólamálanefnd, samninganefnd og formenn annarra fasta- nefnda. Stjórn félagsins hefur umboð til að kalla til fleiri fulltrúa. Ársfundur FG árið 2001 verður haldinn 2. og 3. nóvember en þar er fjallað um starfsemi félagsins og starfsáætlun auk þess sem reikningar þess eru lagðir fram. Skólaheimsóknir Meðal þess sem stjórn FG ákvað í upp- haf kjörtímabils var að formaður og vara- formaður færu um landið og heimsæktu félagsmenn í skólunum. Þessar skólaheim- sóknir eru vel á veg komnar og stefnt er að því að ljúka þeim á haustmánuðum. Kjarasamningurinn með skýringar- textum og handbók Ný prentun af kjarasamningnum er nú tilbúin. Settir hafa verið inn skýringartext- ar í ramma með nokkrum greinum og launatöflur til og með 1. janúar 2004. Aft- ast í heftinu er að finna handbók verkefnis- stjórnar en samstarfsnefnd KÍ og LN hefur staðfest að í henni birtist rétt túlkun á kjarasamningnum. Ætlunin er að dreifa kjarasamningnum til félagsmanna. Framkvæmd kjarasamningsins Skrifstofu FG berast sem betur fer sífellt fleiri ánægjulegar fréttir úr skólum þar sem vel hefur tekist til með úthlutun úr potti og vilja trúnaðarmenn og kennarar í þessum skólum þakka það góðri undirbúningsvinnu skólastjórnenda. Þeir segja að reglurnar séu skýrar og byggi á þeim atriðum sem talin eru upp í gr. 1.3.3 en séu ekki tilviljana- kenndar eða óljósar. Einnig berast mörg dæmi um sanngjarna og faglega skiptingu verkstjórnarþáttarins en því miður virðist sums staðar ríkja sá misskilningur að enda- laust sé hægt að koma fyrir verkefnum í 9,14 klst. verkstjórnarþætti skólastjóra. Auk þess er verið að festa skiptinguna eins fyrir nán- ast alla kennara skólans og til langs tíma í senn, jafnvel alls skólaársins, þrátt fyrir að í handbók með kjarasamningi segi að nýting tímanna geti verið breytileg frá viku til viku eða mánuði til mánaðar. Rétt er að ítreka að launaflokkar úr pottinum eru hluti af grunn- launum kennara en lengja ekki vinnutím- ann. Að gefnu tilefni er bent á að allir eiga rétt á að vita launaflokkaröðun kennara því að almenn upplýsingaskylda gildir um launaflokkaröðun opinberra starfsmanna. Haustið verður því annasamt enda nýr samningur að komast til framkvæmda og annar aðalfundur Félags grunnskólakennara eftir fáeina mánuði. Þar verður litið um öxl og lagt mat á hvernig til hefur tekist þetta fyrsta kjörtímabil félagsins. Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður Félags grunnskólakennara Kjaramál 26 eru efst á starfsáætlun Félags grunnskólakennara þetta haustið Grunnskóli Framkvæmd kjarasamnings og undirbúningur fyrir aðalfund FG Félag grunnskólakennara hóf skólaárið með því að bjóða grunnskólanemendur velkomna í skóla. Þetta er liður í kynningu á félaginu og nýju merki þess.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.