Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík / Gutenberg ehf. Forsíðumynd: Jón Svavarsson Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Þorpsbúarnir í skólanum Mikill fjöldi barna á tvö heimili og tengist fleiri fullorðnum náið en áður var. Þetta er að mörgu leyti gott og minnir um sumt á hin fleygu orð að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. En samskipti hinna fullorðnu sem ala upp nútímabarnið eru ekki alltaf til fyrirmyndar, enda gjarnan til þeirra stofnað á álagstímum og í skugga uppbrots á fjölskyldum. Fyrir vikið verður heimilið, eða heimilin, ekki ævinlega barninu sá griðastaður sem skyldi. Kennarar eru í lykilaðstöðu til að sjá þegar nemanda líður illa og oftar en ekki eru það einmitt þeir sem koma fyrst auga á vandann og hrinda af stað hjálparstarfi fyrir barn eða ungling í tilfinningalegri neyð. Undanfarna mánuði hafa kennarar tekið sig saman um að vekja athygli á sér- stökum erfiðleikum barna sem eiga við hegðunartruflanir og geðrænan vanda að stríða, með þeim árangri að umræða um þau mál hefur stóraukist í samfélaginu. Vandinn er að sjálfsögðu ekki bundinn við nemendur í erfiðum heimilisaðstæðum heldur koma þar einnig til sjúkdómar sem lítt eða ekki eru tengdir umhverfisþáttum. En hver sem orsökin er láta úrræðin á sér standa. Ef eitthvað er förum við aftur á bak í stað þess að sækja fram á veginn. Börnum í vanda fjölgar en úrræðum ekki, það er afturför. Og bakslagsins gætir á fleiri sviðum. Með lokun Lestrarmiðstöðvar í fyrrasumar lagðist af mikilvæg starfsemi. Þar fengu lesblindir nemend- ur greiningu sem er víða forsenda þess að hægt sé að fjármagna þá aukaaðstoð í náminu sem þeir þurfa með. Eins og staðan er nú þurfa margir þeirra, sérstaklega nemendur á framhaldsskólastigi, að kosta lesblindugreiningu hjá einkaaðilum og ekki hafa allar fjölskyldur efni á því. Í Skólavörðunni að þessu sinni ræðum við meðal annars við Rann- veigu G. Lund, lestrarfræðing og fyrrum forstöðumann Lestrarmið- stöðvar, um tildrög og eftirmála lokunar Lestrarmiðstöðvarinnar. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Skólinn verður í síauknum mæli miðpunktur í menningar- og félagslífi í byggðum landsins og því kjörinn vettvangur fyrir „þorpssamstarf“ af þessu tagi. En þá þurfa for- eldrar og kennarar líka að taka höndum saman í öflugu samstarfi og knýja á um úrbætur í brýnum málum. Báðir vita hvar skórinn kreppir og hagsmunir beggja eru þeir sömu, að tryggja börnum og unglingum bestu aðstæður sem völ er á til að dafna og þroskast. Ólík nálgun þessara tveggja hópa, kennara sem fagaðila og foreldra sem uppalenda, er enn sem komið er ekki fullnýtt í þágu nemenda þótt samvinna fari vaxandi. Eitt sinn hafði ég spurnir af leikskóla þar sem starfsmönnum var bannað að tala illa um foreldra á kaffistofunni og hef síðar fregnað að svona sé þessu víðar farið í leikskólum. Líklega yrði erfitt að banna for- eldrum að tala illa um kennara á heimilinu og í áheyrn barna, en aukin og skipulögð samskipti munu án efa leiða til þess að mjög dregur úr slíku umtali. Skólinn sem menntastofnun á allt sitt undir því að foreldr- ar styðji við starfið sem þar fer fram og þá fyrst getur hann líka beitt sér af fullum krafti í þágu nemenda og fjölskyldna þeirra í víðara sam- hengi. Án samvinnu - lítill árangur. Svoleiðis er það bara. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Meginviðfangsefni þessa tölublaðs: DYSLEXÍA 12 - 18 Aftur til fortíðar í þjónustu við nemendur með dyslexíu? 12 Nemendur blómstra í góðu sambandi við kennara 14 HLJÓM-2, skimunarpróf fyrir elstu nemendur leikskóla 15 Ljáðu mér eyra, undirbúningur fyrir lestur 16 Sleppum ekki af þeim hendinni 17 Aðrar greinar Mat á skólastarfi og raunveruleikinn 7 Mat á skólastarfi hefur verið slagorð stjórnvalda um nokkurt skeið en hver er tilgangur þess og hvernig á að vinna það svo það skili árangri? Fjórir skólar á grunn- og framhaldsskólastigi hafa undanfarin tvö ár unnið að matsverkefni undir leiðsögn Penelope Lisi og héldu nýverið ráðstefnu um málefnið. Starfsmannasamtöl 8 - tæki til starfsþróunar eða launahækkunar? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson skrifar. Leikur - samskipti - nám 20 Dr. Ulf Janson var aðalfyrirlesari á námstefnu Félags leik- skólakennara og Faghóps leikskólasérkennara í marslok sl. Námstefnuna sóttu 160 manns en markmið hennar var að vekja athygli á þýðingu leiks fyrir nám og þroska allra barna og beina sjónum að íhlutunaraðferðum í leik sem hafa gefist vel. Sjálfstæð og skapandi vinna 23 Öðruvísi skólalok hjá 10. bekk í Grundaskóla á Akranesi. Könnunarleikur 24 Einföld og skemmtileg aðferð sem Hildur Skarphéðinsdóttir hefur verið að kynna fyrir reykvískum leikskólum. Fastir liðir Formannspistill 3 Elna Katrín Jónsdóttir skrifar. Gestaskrif 5 Eru SMS skeytin ógn við ritmálið? spyr Gunnar Salvarsson Skólavörðuna yfir brúnina á kaffibollanum. Skóladagar 6 Myndasaga Skólavörðunnar. Bókaáskorun 22 Nýjung í Skólavörðunni. Magnús Þorkelsson segir frá góðum bókum og skorar á Ragnar Gíslason að skrifa næst. Smiðshöggið 30 Douce France ....... eða hvað? Jórunn Tómasdóttir er í námsorlofi í París og þótt þessi háborg evrópskrar menningar sé alltaf jafnheillandi er ekki allt sem sýnist... Að auki Ráðstefna í Skotlandi um hvernig er að vera barn í samtím- anum, uppeldisnámskeið Jean Illsey Clarke, hugleiðing móður um sorgarhugtakið, niðurstöður úr hópastarfi á árs- fundi FG, rannsóknasjóður leikskóla o.fl.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.