Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 22
hægt er, og nefnir meðal annars eftirfar- andi atriði: • Leikefni af a.m.k. fimmtán tegundum, hver tegund fyrir sig með meðfylgjandi taupoka sem hægt er að loka með snæri og 50-60 hlutir í hverjum poka. • Afmarkað rými til leiksins sem er nógu stórt til að börnin geti hreyft sig töluvert um. Gott er að hafa teppi til að draga úr hávaða því þögn er mikilvægur þáttur í könnunarleik. • Á meðan á leikstundinni stendur eru ekki önnur leikföng eða annað leikefni í boði. • Velja skal tiltekinn tíma dags fyrir könnunarleik, til dæmis 60 mínútur, en þá er nægur tími til að sækja leikefnið og ganga frá því aftur. Hámark átta börn í hóp og einn starfsmaður. • Nýta allt leikrýmið og í þessu skyni getur hinn fullorðni undirbúið stundina með því að setja pokana á nokkra staði í herberginu. Tillögur að hlutum í leikinn Mismunandi tegundir af ílátum: Stórar dósir með ávölum börmum, notaðar niður- suðudósir, kökubox, öskjur utan af viskíflöskum, öskjur úr pappa eða tré, öskj- ur með loki, eggjabakkar, plastflöskur. Hlutir sem rúlla: Ullardúskar, borð- tenniskúlur, rör (plast, pappi, málmur), tvinnakefli, pappahólkar af ýmsum stærð- um, hárrúllur. Aðrir hlutir: Þvottaklemmur úr tré, keðjur af ýmsum stærð- um og gerðum, hurðarhúnar úr tré, hurðastopp úr gúmmíi, stórir hnappar, krukkulok (málmur og plast), plastarm- bönd, gardínuhringir, alls konar borðar, könglar, stórar kastaníuhnetur, skeljar, tungu- spaðar úr tré, gamlir lyklar. Frágangur er mikilvægur Mikil áhersla er lögð á að starfsmaðurinn eða kennarinn skipti sér ekki af leik barnanna nema nauðsyn beri til, þ.e. ef barn fer til dæmis að henda hlutum og trufla hin börnin. Hinn fullorðni situr afsíðis og fylgist með, skráir ef til vill leik eins tiltekins barns. Þar fyrir utan er hann tímavörður og sér til þess að stundinni ljúki ekki í óðagoti af því að það gleymdist að hugsa fyrir tíma til frágangs, en börnin eiga að safna hlutunum saman og færa kennaranum sem rétt- ir fram poka svo að þau geti sett þá ofan í. Með þolinmæði og rólegu andrúmslofti skilja jafnvel yngstu börnin hvað þarf að gera. Það getur verið mjög gaman að taka saman og markar viss verk- lok bæði hjá fullorðnum og börnum. Þegar byrjað er að taka til má safna dósunum saman fyrst. Það er skynsamlegra að sýna það með fordæmi en að spyrja án árangurs: „Hver ætlar að hjálpa mér að taka saman?“ Á meðan á leiknum stendur talar hinn fullorðni ekkert en í tiltektinni nefnir hann hlutina sem hann vill að barnið setji í hvern poka. Þegar hluturinn er kominn á sinn stað segir hann „þakka þér fyrir“, en ekki „góð stelpa“ eða „góður strákur“. Með því að nefna hlutinn tengir barnir saman orð og hlut. Í leiknum hafa börnin kynnst eðli hvers hlutar í gegnum skilningarvitin þannig að nafn hlutarins fær raunverulega merkingu. Hinn fullorðni bætir við stutt- um, skýrum athugasemdum þegar hlutun- um er safnað saman, eins og „þarna er einn við fótinn á þér“, „réttu mér annan“, „líttu fyrir aftan þig“ o.s.frv. Miklu máli skiptir að nota marga ólíka hluti þegar málþroski er örvaður. keg Bókin sem kennd er á námskeiðunum (einnig er stuðst við myndband): People under three - young children in day care. Goldschmied, Elinor og Jackson, Sonia. Routledge, London 1994. ISBN 0-415-05976-3 Könnunar le ikur 25 Myndir segja meira en mörg orð, á þessum myndum má sjá margvíslegt leikefni sem leikskólar hafa viðað að sér til nota í könnunarleik og áhugasöm börn að starfi. Myndirnar eru teknar í leik- skólunum Blásölum, Fífuborg og Jöklaborg.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.