Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 18
að hjálpa og styðja barnið svo að það geti tekið þátt í leiknum á sínum forsendum. Uppeldis- og kennslufræðileg íhlutun Í þriðja erindi sínu fjallaði Ulf um upp- eldis- og kennslufræðilega íhlutun í leik og leikaðstæðum. Þegar fyrirstöður fatlaðra hafa verið skil- greindar er fyrsta skrefið að finna heppi- lega íhlutun sem styrkir samstöðu hópsins þrátt fyrir að sumir séu fatlaðir en aðrir ekki. Hinn fullorðni getur ekki fyrirskipað börnunum að koma fram hvert við annað eins og jafningjar, þannig væri jafningjamenningunni ógnað og börnin myndu bregðast við á annan hátt en ætlast væri til af þeim. Inngrip fullorðinna verða að hafa í heiðri gildi og venjur og reynslu jafningjahópa um leið og hagsmunum hinna fötluðu er hald- ið við. Hugmynd Ulfs er því að best sé fyrir hinn fullorðna að fylgjast með því sem er að gerast í leiknum frá hliðarlínunni til að geta styrkt leik- inn með því að veita barninu upp- lýsingar og hjálpa því þannig að komast inn í leikinn á sínum for- sendum. Hann segir að best sé að kennarinn sé hvorki handritshöf- undur, leikstjóri né leikari heldur sögumaður sem metur verkið á þann hátt að allir leikendur fái að láta ljós sitt skína. Þannig er nær- vera kennarans eins og lampi sem lýsir og allir laðast að. Í stýrandi íhlutun gerist það að kennarinn kemur með uppástungu um leikþema og hefur þannig áhrif á handritið, hvað á að nota og hverjir eru leikendur, hann stýrir leik barnanna og hlutast til um ágreiningsmál þeirra. Ef um styðjandi leikíhlutun er að ræða þá upplýsir kennarinn hvað er að gerast í leikherberginu og leikhandritinu. Hann kemur með tillögur að leikpersónum og leiktáknum til að barnið geti komist inn í leikinn. Sömuleiðis dregur hann saman hvað er að gerast og hvað sagt er, en hann kemur ekki með uppskrift af því hvað á að gera til að vera hluti af leikdramanu. Ulf gaf dæmi um hvernig hægt er að komast inn í leik án þess að hafa áhrif á leikhand- ritið. Niðurstaða Ulfs er því að viðhorf kenn- ara þarf að vera fjarrænt en athugult. Þegar kennari lætur mikið á sjálfum sér bera með því að vilja breyta leikþemanu og skipta sér af og taka völdin, kemur það niður á börn- unum og hópvirkni þeirra, sem leiðir til þess að fatlaða barnið nær ekki raunveru- legri athygli í hópnum og snýr leik sínum meira að hinum fullorðna en börnunum sem það vill leika við. Hann bað því við- stadda um að hafa eftirfarandi í huga þegar þeir væru að veita leikíhlutun. „Gleymið að Anna er fötluð. En gleymið samt ekki að Anna er fötluð.“ Þetta mætti skiljast á þann hátt að kennarinn verður alltaf að vera minnugur þess að fötluð börn eru fyrst og fremst börn með langanir, vilja og þarfir eins og önnur börn en þurfa sökum fötlunar sinnar stuðning til þess að vera virkir þátttakendur í leik barna út frá sínum forsendum. Leikþátttaka fatlaðra barna Auk Ulfs flutti Hrönn Pálmadóttir lektor við KHÍ erindi þar sem hún fjallaði um leik og þátttöku fatlaðra barna í leikskólastarfi á Íslandi. Að auki fjallaði hún um opinbera stefnu í rekstri leikskóla og áherslur stjórn- valda á innra starf hans. Hún gerði m.a. grein fyrir íslenskum rannsóknum sem gerðar hafa verið á leik barna í leikskólum og þátttöku starfsfólks í leik barna. Þar kom m.a. í ljós að starfsfólk leikskóla tekur lítinn þátt í leik barnanna. Þegar samskipti barna í leik og hópastarfi voru athuguð kom einnig í ljós að börn sem eiga í sam- skiptaerfiðleikum fá litla aðstoð starfsfólks við að þróa samskipti við önnur börn gegn- um leik. Jafnframt kom fram þegar þátttaka fatlaðra barna í leik og starfi leikskóla var skoðuð að starfsfólk hefur óljósar hug- myndir um hlutverk sérkennslu. Þetta er athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að fötl- uð börn þurfa fleiri tækifæri til að leika sér en ófötluð börn. Mjög fróðlegt var að hlýða á erindi nám- stefnunnar. Í þeim var lögð rík áhersla á að leikskólakennarar hefðu áhrif á þátttöku fatlaðra barna í leik með öðrum börnum. Bent var á að fullorðnir hefðu oft tilhneig- ingu til að ofvernda börnin og þess vegna fengju þau ekki nægileg tækifæri til að reyna sig og leysa sjálf þau vandamál sem upp kæmu og upplifðu því vonleysi og uppgjöf. Fatlaða barnið verður því viðtak- andi en ekki frumkvöðull sem orsakar að það fær minni reynslu af félagslegum sam- skiptum en ófötluð börn. Undirstrikað var mikilvægi þess að hinn fullorðni bæri fulla virðingu fyrir leikþemanu sem í gangi er í barnahópnum. Sú íhlutun fullorðinna sem þarf að eiga sér stað í leiknum á ekki að hafa áhrif á þemað eða breyta handritinu heldur stuðla að því að gera fötluðum börnum kleift að vera virkir þátttakendur á sínum forsendum. Óhætt er að segja að koma Ulfs hafi ver- ið mikill fengur fyrir leikskólafagfólk hér á landi. Auk þess að taka þátt í námstefnunni gaf hann sér tíma til að halda erindi á val- námskeiði um leikinn í Kennaraháskóla Ís- lands og heimsótti Sjónstöð Ísland þar sem hann fjallaði um íhlutun í leik blindra og sjáandi barna. Einnig gaf hann sér tíma til að ferðast um landið og fór meðal annars til Vestmannaeyja í fylgd Rannveigar Traustadóttur, en hún bar einmitt hitann og þungann af velheppnaðri heimsókn þeirra hjóna hingað til lands. Samantekt: Konný Rannveig Hjaltadóttir leikskólasérkennari Leikskólabörn með fat lan ir 21 Barnahópurinn er að leika með dúkku sem er veik. Kennarinn og Lárus sem er hreyfihamlaður sitja og horfa á. A: Lísu blæðir. Kennarinn: Æ, hefur hún meitt sig? A: Já, við getum lagt hana hér. B: Hér er plástur. Kennarinn (hvíslar að Lárusi): Hefur þú séð, hefur þú séð að Lísa sefur? (Lárus tekur eftir og fer til barnanna). A: Þú verður að vera hljóður (býður Lárusi að vera með). Komdu! B: Það má ekki taka hana. Lárus: Látum hana liggja. Ulf í Vestmannaeyjum með Sigmundi fararstjóra.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.