Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 19
Þannig var með tvær sem mér bárust ný- lega. Önnur heitir What Works in Schools, Translating Research into Action. Bókin er eftir Robert Marzano en hann hefur átt að- ild að útgáfu fjölda bóka sem eru allar frek- ar handhægar og fjalla um yfirfærslu rann- sókna á skólastarf. Það sem gerir bókina spennandi er að höfundur fer yfir rannsóknir sem snúa að skólum, kennurum og nemendum, aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir og hvernig má yfirfæra þær á daglegt starf. Í lokakafl- anum er unnið vel úr þessari yfirfærslu og útskýrt hvernig kennarinn á að vinna sem leiðtogi en ekki einungis mata nemendur á þekkingu. Meðal athyglisverðra kafla eru greining- ar á þáttum sem hafa áhrif á nemandann. Þótt bókin sé bandarísk eru ótrúlega margir þættir í textanum sem tala beint til lesandans hér á landi. Einnig má segja um margt af því sem ekki er hægt að yfirfæra beint að þar fari atriði sem íslenskir skóla- menn ættu að taka sér til fyrirmyndar. Önnur bók sem fann sér beina leið inn á áhugasvið mitt var bókin Teaching Information Literacy Skills eftir P. Iannuzzi, C. T. Mangrum II og S.S. Strichart. Þó að hún sé tæplega fjögurra ára gömul fjallar hún á mjög handhægan hátt um upplýs- ingalæsi. Það er mikilvægt að leggja áherslu á slíkt í tæknisamfélaginu, kenna fólki að afla gagna, meta gögn, túlka þau og nota og gera sér grein fyrir því að það að klippa og líma er ekki ritgerðasmíði heldur þjófn- aður. Í bókinni er mjög mikið af afar læsileg- um texta, verkefnum og hugmyndum sem auðveldlega má yfirfæra í fjölda námsgreina og fyrir marga aldurshópa. Farið er í gagnaleit, gagna- og myndatúlkun, netnotkun, mat á heimildum og skipulagningu á skriflegu verkefni. Upplýsingalæsi og vinnubrögð tengd verkefnum fá síaukna umfjöll- un víða erlendis. Þar er gagnrýnt að námstækni byggi á gömlum hug- myndaheimi sem ekki fellur að veru- leika nemenda samtímans. Bókin er verulega spennandi kostur fyrir þá sem eru að velta fyrir sér námstækni í nútímanum. 1. Robert J. Marzano, What Works in Schools, Translating Research into Action. (ASCD, 2003) ISBN 0-87120-717-6. Brot bókarinnar er liðlega A5 og er hún um 200 blaðsíður. 2. P. Iannuzzi, C. T. Mangrum II og S.S. Strichart, Teaching Information Literacy Skills. Allyn and Bacon, 1999, ISBN 0-205-28007-2. Bókin er í u.þ.b. A4 broti og er tæplega 200 bls. en að auki fylgir gagnadiskur. Bókaáskorun, hugle ið ing 22 Það er alltaf vænn stafli af bókum á borðum hjá mér en verr gengur oft að komast í að lesa þær. Þó berast mér í hendur bækur sem ég bókstaflega sekk ofan í. Hvað virkar í skólum og nútímaleg námstækni Ég er að renna yfir heimasíðu Kennara- sambandsins þegar ég rek augun í stutta fréttatilkynningu um fyrirlestur. Þarna er verið að segja frá fyrirlestri Mariu Riis um sorg og sorgarvinnu með börnum og unglingum. Þar er sagt að hún hafi verið að þróa meðferðarlíkan sitt síðastliðin átta ár, eða frá því að hún vann með aðstand- endum fólks sem fórst með ferjunni Eston- iu. Gott og vel, þetta er þarft efni að ræða hugsa ég. Að taka á sorg og sorgarvið- brögðum var eitt það erfiðasta sem ég gerði í starfi sem leikskólakennari en ekki síður sem leikskólastjóri. Hræðslan við eig- in tilfinningar og annarra er sterk. Þetta er hræðsla sem við þurfum að takast á við og ræða, meðal annars hvað það er sem hræðir okkur svo. Fátt er erfiðara en að tala um dauðann og sorgina við börn þegar maður getur ekki einu sinni viðurkennt og fengist við eigin tilfinningar. Ef ég sný mér aftur að fyrirlestri Maríu Riis. Ég get ekki fellt mig við hugtakið með- ferð, ég get ekki fellt mig við að það að syrgja sé sjúkdómsgert á þennan hátt. Meðferð er hugtak sem ég set í samband við sjúkdóma eða áráttur. Takmark með- ferðar er bati. Sorg er ekki sjúklegt ástand, hún batnar ekki en það er hægt að lifa með henni. Hvernig við notum hugtök mótar hvernig við hugsum um atburði og líðan. Orð eru öflug tæki sem okkur ber að fara varlega með. Að starfa með börnum og fullorðum í sorg er hluti af okkar daglega lífi. Dauðinn er um margt nær okkur en nokkru sinni fyrr, hann er viðstöðulaust á skjánum, en samtímis er hann fjær en hann hefur nokkurn tíma verið. Kannski er það merki um firringu samfélagsins að þurfa að pakka eðlilegum tilfinningum inn, að meðferðarlíkan sé nauðsynlegt til að ræða og hugsa um þær. Ég er nú þeirrar skoðunar að frekar þurfi að svipta hulunni af, ræða sorgina eins og hún er, sem eðli- legan hluta af lífi okkar allra, fyrr eða seinna. Það gerum við ekki með því að pakka henni inn í líkön og fræðiorð. Það gerum við með því að viðurkenna hana sem hluta af lífinu. Að lokum, ég veit ekkert um hvernig þetta líkan Mariu Riis er. Vel má vera að það sé hið besta mál og leitist einmitt við að afsjúkdómsvæða sorgina. Orsök þessa litla pistils er hugtakið sem notað er í kynn- ingunni. Kristín Dýrfjörð, móðir og lektor í leikskólafræðum við HA Hugleiðing móður um sorg og meðferðarhugtakið Bókaáskorun Hér með er tekin upp sú ný- breytni í Skólavörðunni að hafa bókaáskorun, þar sem skólamenn segja frá bók eða bókum sem þeir mæla með og skora á þann næsta til þátttöku. Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari Flensborgar- skóla, ríður á vaðið og skorar á Ragnar Gíslason, skólastjóra Garða- skóla, að skrifa í næsta blað.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.