Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 5
Ges task r i f6 með ummælum um óviðeigandi notkun textaskeyta. Í þessum efn- um eins og mörgum öðrum sjá sumir ógn en aðrir tækifæri. Þannig hefur Sverrir Páll Erlendsson, kennari við Menntaskólann á Akur- eyri, unnið að þróunarverkefni þar sem farsímar eru notaðir við kennslu. Sverrir Páll sagði nýlega í Morgunblaðsviðtali að töluverð til- hneiging hefði verið í upphafi að banna farsíma. Hann hefði hins vegar ekki getað sætt sig við það og verið sannfærður um að það hlyti að vera hægt að „nota þessi tæki til annars en að rabba þarf- leysu og sóa tíma sínum, eins og sagt var að GSM-krakkarnir gerðu.“ Sverrir Páll bendir á að farsími sé ekkert annað en tölva - reyndar mjög öflug lófatölva og segir niðurstöðu af tilraunum sín- um í MA að farsímar geti komið að gagni við kennslu og nám. „Þeir eru hentugir til samskipta nemenda sem eru að vinna saman, þeir eru hentugir fyrir kennara í samskiptum þeirra við nemendur, meðal annars þegar senda þarf skilaboð eða fyrirmæli sem eiga að berast strax, svo og milli nemenda eða milli kennara innbyrðis. Þeir eru hentugir til dæmis fyrir skólayfirvöld og skrifstofur skólanna til að koma fyrirvaralaust tilkynningum til nemenda. Þeir henta til alls kyns hópvinnu sem jaðartæki með tölvupósti og til þess gerðum spjall- og ráðstefnuforritum.“ „Hnignun“ málsins - hvort heldur það er enska, íslenska eða eitt- hvert annað tungumál - er stöðugt áhyggjuefni margra skólamanna og annarra sem telja að hófleg íhaldssemi sé af hinu góða í þessum efnum. Margir kenna hins vegar SMS og tölvupósti um lakari ár- angur nemenda í stafsetningu og málfræði og telja sig sjá þess dæmi að málfari hnigni jafnvel meðal þeirra sem eru í háskólanámi. Hingað til virðast flestir hafa horft á SMS sem skemmtilega lausn ungs fólks sem aðlagar mál sitt að helsta samskiptatæki nútímans, farsímanum. Þessi ágæti gripur býður aðeins upp á 160 stafi eða tákn og því þróaði unga fólkið hægt og bítandi SMS styttingarmál- ið. Gamanið fer hins vegar að kárna þegar móðurmálskennarar reka upp ramakvein og sjá þess merki að ef til vill er auðveldara í augum notendanna að nota þetta rúnaletur nútímans en hefðbund- ið ritmál - styttra, þjálla, fljótlegra. Er það ef til vill málið? Gunnar Salvarsson Dagana 3. - 6. september verður haldin ráðstefna í Glasgow á veg- um alþjóðlegu samtakanna E- uropean Early Childhood Ed- ucation Research Association (EECERA). Samtökin halda ráð- stefnur sínar ár hvert, víða um heim, og er þessi sú þrettánda í röðinni. Hún ber yfirskriftina Possible Childhoods: relationships and choices, en þetta er jafnframt meginviðfangsefni ráðstefnunnar. Meðal annars verða eftirfarandi spurn- ingar til umræðu: Hvernig er að vera barn í samtímanum? Eru börn sýnileg í samfélögum samtímans? Hver eru rétt- indi og skyldur hlutaðeigandi í umönnun og menntun ungra barna, þ.e. barnanna sjálfra, foreldra, kennara og annarra upp- eldisaðila og stefnumótenda? Hvernig er hægt að styðja við námshvöt nemenda þannig að þeir vaxi og dafni, njóti vel- gengni og verði skapandi einstaklingar í heimamenningu sinni? Hver eru mikil- vægustu samböndin (tengslin) í mennt- un og þroska ungra barna? Fyrirlestra halda sex prófessorar frá Svíþjóð, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Ráðstefnugjald er 465 evrur sem þarf að greiða að hluta í síðasta lagi 15. júní. Athugið að eftir þann tíma hækkar gjald- ið í 492 evrur. Hægt er að sækja um styrki til fararinnar, aðildarfélög KÍ eru með mismunandi styrkreglur sem hægt er að kynna sér á heimasíðu KÍ, www.ki.is Allar nánari upplýsingar um ráðstefn- una, dagsetningar, hótelbókanir og skipulag er að finna á vef ráðstefnunnar: http://www.strath.ac.uk/Departments/ PrimaryEd/eecera/#top Samtökin EECERA halda einnig úti vef, slóðin er: www.worc.ac.uk/eecera Ráðstefna í Skotlandi Hvernig bernska er möguleg á okkar tímum?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.