Skólavarðan - 01.04.2003, Síða 15

Skólavarðan - 01.04.2003, Síða 15
inu skápur. Segðu mér hljóðin í orðinu hús. b) Hljóðgreining sem byggist á því að þekkja fyrsta og síðasta hljóð í orðum. Dæmi: Á hvaða hljóði byrjar orðið súpa, hvað er síðasta hljóðið í orðinu gras? c) Hljóðtenging er að læra að hlusta á einstök hljóð og tengja þau saman í orð. Dæmi: Segðu mér hvaða orð þetta er /f-a-t/. d) Hljóðflokkun er hæfileikinn til að geta flokkað saman orð með sama upphafs- hljóði. Dæmi: Nefndu orð sem byrja á /s/. e) Orðhlutaeyðing er hæfileikinn til að geta endurtekið einstaka orðhluta af samsettum orðum. Dæmi: Segðu „skólataska“ án þess að segja ,,skóla“. f) Rím, hæfileikinn til að geta rímað byggist á því að þekkja úr orð sem ekki ríma og að geta búið til rím. Dæmi: Hvaða orð passar ekki, hús - höll - lús? Hvaða orð rímar við orðið bíll? Við völdum einnig að hafa með í bókinni kynningu á bókstöfunum og hvernig þeir eru myndaðir til þess að hjálpa barn- inu enn frekar að skilja tengsl bókstafanna við hljóðin og búa það betur undir að læra að lesa. Málhömlun og vandamál tengd hljóð- kerfisvitund endurspeglast oft í lestrarörð- ugleikum. Því er mikilvægt að til séu að- gengileg verkefni til þess að þjálfa hljóð- kerfisvitund og stuðla þannig að aukinni lestrarfærni hjá þessum börnum. Það hefur einnig sýnt sig að öll börn hafa gaman af að leika sér með málið með því að fást við skemmtileg verkefni. Bókin nýtist best ef byrjað er á að greina vanda barnsins. Vandamálið þarf að vera skilgreint og verkefnin notuð á markvissan hátt til þess að þjálfa börnin þar sem þau eru veik fyrir í lestrarferlinu. Mikilvægt er að málörvun sé skilgreind út frá þörfum barnsins til þess að ná árangri. Allt málkerfið er virkt þegar börn fást við prentletur. Rannsóknir hafa sýnt að hljóð- kerfisvitund er tengd úrvinnslu á prentletri. Góð lestrargeta byggist meðal annars á umskráningu á hljóðum í tákn, málskiln- ingi og hljóðkerfisvitund. Börn þurfa að geta skipt frá málskilningi yfir í umskrán- ingu á hjóðum í tákn. Þetta þýðir til dæmis að skilja að sólin er ekki bara gul heldur er hægt að skrifa orðið s-ó-l. Allir þessir þætt- ir eru mikilvægir fyrir góða lestrargetu. Samband lestrar og máls er augljóst og mikilvægt að talmeinafræðingar noti sér- fræðiþekkingu sína til þess að taka þátt í teymisvinnu kennara og annarra sérfræð- inga sem hjálpa börnum með lestrarörðug- leika. Þetta er mikilvægt vegna skýrra tengsla máls og lestrar. Bókin Ljáðu mér eyra, undirbúningur fyrir lestur er fyrir börn sem eru að byrja að undirbúa sig fyrir lestrarnámið. Hún er til- valin fyrir skólahópa í leikskólanum og sem undirbúningur fyrir lestrarnám í fyrstu bekkjum grunnskólans. Hún hentar mjög vel fyrir börn sem ekki hafa náð tökum á lestrarferlinu og þurfa frekari æfingu í hljóðkerfisvitund. Bókin er þannig gerð að leiðbeiningar eru auðskiljanlegar og ættu kennarar og aðrir uppalendur að geta unn- ið markvisst með undirstöðuþætti fyrir lestur og þannig auðveldað barninu að ná tökum á listinni að læra að lesa. Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur Valdís B. Guðjónsdóttir talmeinafræðingur Sleppum ekki af þeim hendinni - fyrr en þau uppfylla þær námskröfur sem með þarf til að útskrifast Rósa Maggý Grétarsdóttir hefur kennt íslensku í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá árinu 1991 og jafnframt borið hitann og þung- ann af því starfi sem þar hefur ver- ið mótað til að þjónusta nemend- ur með dyslexíu. Rósa Maggý er í fæðingarorlofi um þess- ar mundir en Skólavarðan fékk hana til að segja frá þessu starfi og mótun þess. „Þegar ég byrjaði var ekkert farið að tala um dyslexíu í framhaldsskólum,“ segir Rósa Maggý, „og ég hafði einungis heyrt lítillega minnst á hana í námi mínu í upp- eldis- og kennslufræði. Þjónusta við nem- endur sem áttu við þennan vanda að stríða hófst í MH árið 1993 og þá í því formi að ég bauð nemendum upp á einstaklingssér- kennslu eftir skólatíma. Nokkru síðar hóf Anna Sigurðardóttir námsráðgjafi störf við skólann og tók þá að sér alla umsýslu og skipulagningu með þessu og í janúar árið 1996 hófum við Halldóra Sigurðardóttir samkennari minn að prufukeyra námsefni sem Baldur Sigurðsson hafði hannað um orðhlutaleið í stafsetningu. Þannig var að Lestrarmiðstöð hafði fengið Baldur til að halda námskeið fyrir framhaldsskólanem- endur og upp úr því þróaði hann þetta námsefni, sem er mjög gott og það besta sem við Halldóra höfum prófað enn þann dag í dag. Við fengum svo styrk til að þróa þetta áfram og sömdum viðbótarnámsefni í samráði við Baldur og settum upp sérstak- an áfanga fyrir fyrsta árs nemendur á vor- önn, eftir að hafa fundið þá sem við töldum vera í áhættuhópi á haustönn. Hvernig farið þið að því að finna þessa nemendur? „Við leitum markvisst að þeim á tvo vegu. Annars vegar bjóðum við nýnemum að tiltaka að þau hafi dyslexíugreiningu á innritunarplagginu þegar þau hefja nám við Dyslex ía 17 Samband lestrar og máls er augljóst og mikilvægt að tal- meinafræðingar noti sérfræði- þekkingu sína til þess að taka þátt í teymisvinnu kennara og annarra sérfræðinga sem hjálpa börnum með lestrar- örðugleika. „Mikilvægt er að málörvun sé skilgreind út frá þörfum barnsins til þess að ná árangri,“ segja þær Ásthildur og Valdís meðal annars í grein sinni.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.