Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 21
Í stuttu máli felst könnunarleikur í að bjóða hópi barna aðgang að miklum fjölda ólíkra hluta sem þau leika sér með án af- skipta fullorðinna í stuttan tíma (15 - 60 mínútur) á skipulögðu afmörkuðu svæði. Eins og nafnið bendir til kanna börnin möguleika hlutanna og þau gera það upp á eigin spýtur, enda vísar orðið heuristic til leitar og leiðarvísa, einhvers sem getur leitt þig áfram til aukinnar þekkingar. Auðvelt að innleiða könnunarleik Hildur starfar sem leikskólaráðgjafi hjá Leikskólum Reykjavíkur og hún kynntist könnunarleiknum þegar hún var í meist- aranámi í Skotlandi á árunum 1998 til 2002. Hún hefur nú ásamt fleirum hrint af stað námskeiðum og kynningum á könnun- arleik fyrir starfsmenn í reykvískum leik- skólum. „Ég hélt námskeið fyrir leikskólastarfs- menn árið 2001 um starfið með yngstu börnunum,“ segir Hildur, „þar sem ég var aðallega að kynna bók og myndband um könnunarleik. Síðan fékk ég Sigrúnu Ein- arsdóttur til að koma inn í þetta með mér og fjalla um þroskaþætti yngstu barnanna. Í framhaldi af þessu fengum við sjö leikskóla til þess að vinna sérstaklega með könnun- arleikinn. Við völdum leikskóla vítt og breitt um borgina og það er gaman að sjá hvernig þeir nálgast verkefnið, kynningu til foreldra og fleira á margvíslegan hátt, þótt grundvallaratriðin séu þau sömu. Einn af kostunum við að innleiða könnunarleik er að aðferðin er einföld og ódýr í fram- kvæmd,“ segir Hildur, „en þess ber að geta að notast er við svokallaða verðlausa hluti og efnivið og mismunandi leikumhverfi skapast eftir því hver aðföngin eru.“ Hildur átti frumkvæðið að því að fá leik- skólana til samstarfs, eru þetta algeng vinnu- brögð hjá Leikskólum Reykjavíkur? „Nei, og þetta er ekki skilgreint þróun- arstarf enn sem komið er vegna þess að ekki hefur verið sótt um styrki, en reyndar er ekki ólíklegt að svo verði. Þetta er hins vegar góð aðferð við að koma hugmyndum og aðferðum á framfæri vegna þess að þótt fólk sitji námskeið er það ekki endilega alltaf nóg, oft þarf að ýta svolítið meira við fólki,“ segir Hildur. Þroskar einbeitingu pg athyglisgáfu Í bókinni People under three eftir Elinor Goldschmied og meðhöfund hennar, Sonia Jackson, segir Goldschmied meðal annars: „Börn á öðru ári hafa mikla þörf fyrir að rannsaka og uppgötva á eigin spýtur hvern- ig hlutir haga sér í rými þegar þau stjórna þeim. Þau þarfnast mikillar fjölbreytni í hlutum til að geta stundað þessar rann- sóknir sínar, hluti sem eru sífellt nýir og *hugaverðir og það eru hlutir sem er ekki hægt að kaupa úr leikfangavörulistum... Gríska orðið eurisko, sem heuristic er dregið af, merkir „til að uppgötva eða ná skilningi“. Það er einmitt þetta sem ung börn gera af sjálfu sér, án nokkurrar stýr- ingar frá fullorðnum, ef þau hafa efnivið í könnunarleiðangra sína. Þetta dregur ekki úr hæfni þeirra til að einbeita sér, þvert á móti, það er ljóst að við réttar aðstæður og með réttum efnivið getur barnið á öðru ári þroskað athyglisgáfu sína á nýjan hátt.“ Goldschmied leggur áherslu á að könn- unarleikur er nálgun en ekki niðurnjörvuð starfsaðferð. Hún gefur þó góðar ábend- ingar um ýmsa þætti í skipulagningu sem æskilegt er að séu til staðar til þess að leik- urinn verði jafnánægjulegur fyrir börnin og Könnunar le ikur 24 Elinor Goldschmied er leikskólaráð- gjafi sem starfar í þremur löndum, Bretlandi, Spáni og Ítalíu. Hún hefur útfært áhugaverða aðferð til kennslu yngstu barna í leikskólum, heuristic play with objects, sem starfsfélagi hennar á Íslandi, Hildur Skarphéðins- dóttir, hefur þýtt með hugtakinu könnunarleikur. Könnunarleikur Aðferð sem er að ryðja sér til rúms hjá yngstu börnunum í leikskólanum Lykilhugmyndir Á námskeiðunum sem Hildur stendur fyrir er ekki eingöngu fjallað um könnun- arleikinn, þótt hann hafi mikið vægi. Tveimur öðrum lykilhugmyndum Elinor Goldschmied og Sonia Jackson eru einnig gerð góð skil, annars vegar hug- myndinni um lykilpersónuna og hins veg- ar um fjársjóðskörfuna. Lykilpersónan: Náin persónuleg sam- skipti eru lykilatriði fyrir þroska barnsins og hamingju. Goldschmied og Jackson leggja gífurlega áherslu á að hvert barn hafi sína lykilpersónu í leikskólanum og að vel sé hugað að undirbúningi ef til þess kemur að lykilpersóna barnsins hætti störfum og önnur taki við. Þær halda því einnig fram að þrátt fyrir að lyk- ilpersónukerfið krefjist góðrar skipulagn- ingar sé það jafnframt gefandi fyrir starfs- menn. Fjársjóðskarfan: Sérstaklega þrosk- andi leikumhverfi fyrir börn sem geta auðveldlega setið upprétt en eru ekki enn orðin örugg í að ganga og hlaupa. Hlutum er safnað í stöðugar körfur (án handfangs, sem þvælist fyrir), frekar lágar og gjarnan úr basti. Hlutirnir eiga að vera fjölbreyttir og úr náttúrlegum efnum, ekki aðkeypt leikföng. Fjársjóðskarfan er eins og smækkuð mynd af könnunarleiknum, að- löguð yngri börnum. „Einn af kostunum við að innleiða könnunarleik er að aðferðin er einföld og ódýr í framkvæmd,“ segir Hildur Skarphéðinsdóttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.