Skólavarðan - 01.04.2003, Qupperneq 13

Skólavarðan - 01.04.2003, Qupperneq 13
til að spila fallega. Að slaka á krefst mikillar einbeitingar sem verður þá á kostnað ein- hvers annars. Sjónskynjunarvandi nemand- ans getur birst í því að hann á erfitt með að festa sjónir á tónmálinu eða nótnaskrift- inni. Hann getur átt erfitt með að skynja lögun og staðsetja nótur á nótnastreng. Þær virðast á ferð og flugi um nótnastreng- ina, falla jafnvel af strengjunum eða þá að strengurinn sjálfur - línurnar og bilin - ganga í bylgjum. Nemandinn getur átt erfitt með að fylgja stefnu og lesa frá vinstri til hægri. Hann missir úr takt eða bætir við takti, týnir því hvar hann er staddur og get- ur þurft að byrja aftur á byrjuninni. Hann hoppar jafnvel á milli lína upp eða niður og tapar öllu samhengi.“ Því fjölþættari kennsla, því betra Að sögn Valgerðar getur verið nóg að skilja megininnihald texta til að hann komi manni að gagni en í tónlist verður maður hins vegar að leika hverja nótu til að koma lagrænni hendingu til skila. „Nemandinn getur átt erfitt með að greina í sundur tóna nema langt bil sé á milli þeirra og að nema tóna í tiltekinni tónhæð,“ segir Valgerður. „Lögun laglínu getur týnst vegna þess að nemandinn man ekki það sem hann er bú- inn að leika og getur því ekki borið saman við framhaldið. Og hann getur átt erfitt með að einbeita sér að hljóðum eða tónum þegar bakgrunnshljóð eru mikil. Veruleik- inn er gjarnan hlutbundinn og því geta nemendur með vanda af þessum toga átt erfitt með að skilja „abstrakt“ hugtök og hugmyndir sem gjarnan eru notuð í tón- listarkennslu. Minni þeirra getur einnig verið ábótavant og það sem eðlilegt barn man með því að endurtaka þrisvar til fimm sinnum í sömu kennslustund getur tekið nemanda með sérþarfir tíu til fimmtán endurtekningar í nokkrum tímum. Þar sem sjón-, heyrnar og hreyfiminni nemandans getur verið skert þarf kennarinn að komast að því hvernig nemandinn lærir best og hvað af þessu þrennu hann treystir á til að læra utan að og festa í langtímaminni. Því fjölþættari sem kennslan er, því betra. Það má til dæmis kenna hrynjandi heyrnrænt, sjónrænt, í hreyfingu, með snertingu og svo framvegis.“ Nemandinn veit oft best Valgerður leggur áherslu á að tónlist sé þeirri náttúru gædd að hafa fjölþættan áhrifamátt og að þátttöku í henni megi að- laga ólíkum þörfum og getu. Því geti ein- staklingar með sérþarfir eða námsvanda af einhverju tagi notið sín í tónlist og upplifað gleði og árangur sé rétt að kennslunni stað- ið. „Tónlistina og tónlistarnámið má einnig nýta til að takast beint á við náms- vandann og afleidd vandamál hans,“ segir Valgerður, „svo sem skerta einbeitingu, kvíða og lágt sjálfsmat. Engir tveir nem- endur eru eins, jafnvel þótt báðir séu með dyslexíu. Það er bara ekki hægt að gefa ein- faldar lausnir á vandamálunum og segja „þetta virkar vel fyrir alla lesblinda“, við þurfum alltaf að hafa í huga kennslu sem tekur mið af styrk og veikleika nemandans. Ef hann á erfitt með sjónræna úrvinnslu getum við lagt áherslu á heyrnina og öfugt. Við getum líka byggt tónlistarnámið á öfl- ugu hreyfiminni. Staðreyndin er sú að stundum birtast námserfiðleikar einungis ef við ríghöldum í hefðbundnar kennsluaðferðir og kennum eins og okkur var kennt en ekki eins og nemandanum hentar best! Oft veit hann sjálfur best og ef við byggjum á styrk hans til þess að lagfæra gallana kynnumst við oftar en ekki hugmyndaríkum, skapandi einstaklingi með einstakan baráttuvilja og þolgæði. Einstaklingi sem auðgar og gleð- ur,“ segir Valgerður að lokum og gæti, að mati blaðamanns, sem best verið að lýsa sjálfri sér með þessum orðum. keg HLJÓM-2, skimunar- próf fyrir elstu nem- endur leikskóla „Við Ingibjörg Símonardóttir vild- um athuga hvaða þættir á leik- skólaaldri geta sagt fyrir um lestr- arerfiðleika síðar meir,“ segir Jó- hanna Einarsdóttir talmeinafræð- ingur um tildrög þess að rann- sóknin Hljóm-1 var unnin og skimunarprófið HLJÓM-2 búið til í framhaldi af því, en meðhöfundur Jóhönnu og Ingibjargar er Amalía Björnsdóttir. „Ég hafði lengi velt þessu fyrir mér,“ segir Jóhanna, „en Ingibjörg dreif starfið í gang, þá, árið 1996, nýkomin af ráðstefnu í Stavangri þar sem kynntar voru norrænar rannsóknir á þessu sviði. Þessar rannsóknir Dyslex ía 15 „Mjög mikilvægt er að nemandinn „eigi“ kennarann, að trúnaðarsamband myndist á milli þessara tveggja einstaklinga og að nemandinn finni fyrir væntumþykju kennarans í sinn garð og geti þar af leiðandi borið traust til hans,“ segir Valgerður Jónsdóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.