Skólavarðan - 01.10.2014, Page 51

Skólavarðan - 01.10.2014, Page 51
FÉLAGINN ELFA LILJA GÍSLADÓTTIR (50) TÓNLISTARKENNARAR ÞURFA AÐ SPÝTA Í LÓFANA FÉLAGINN OKTÓBER 2014 Elfa Lilja Gísladóttir er tónlistarskóla- kennari og starfar í Tónskóla Sigur- sveins. Hún hefur undanfarin ár unnið að Upptaktinum, tónsköpunarverðlaun- um barna og ungmenna, og á því verður engin breyting í vetur. Hún segir tónlist- arskólakennara þurfa að spýta í lófana í baráttunni fyrir betri kjörum. Elfa Lilja Gísladóttir 50 ára, fædd 28. apríl 1964 HVER: Tónlistarkennari í Tónskóla Sigursveins. Hvernig leggst komandi vetur í þig? Veturinn leggst vel í mig. Ég var að fá 25 nýja efnilega 7 ára nemendur hjá Tónskóla Sigursveins sem ég hlakka til að vinna með. Eins hlakka ég til annarra verkefna svo sem Upptaktsins, sem er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, og samstarfsverkefnis Tónskóla Sigursveins og um 20 leikskóla í höfuðborginni. Báðum þessum frá- bæru verkefnum lýkur með uppskeru á opnunarhátíð Barnamenningar í Hörpu í apríl. Félag tónlistarskólakennara á, eitt aðildarfélaga KÍ, eftir að semja um kaup og kjör. Hvað finnst þér um það? Mér skilst á samninganefndinni okkar að það ìXU¿JDOGUDìXOXUWLODèHLWWKYDèìRNLVW í rétta átt. Ég segi bara eins og Ragnar Reykás... mamamama bara áttar sig ekki á þessu. En í alvöru, þetta er til hábor- innar skammar og okkar samninganefnd ekki öfundsverð. Tónlistarkennarar þurfa vissulega að fara að spýta í lófana. Hvaða þekktu persónu hefðirðu viljað hafa sem kennara? Vigdísi Finnboga- dóttur, ekki spurning. Einnig væri frábært að læra af Daniel Barenboim, og MYND: ANNA FJÓLA GÍSLADÓTTIR

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.