Ský - 01.07.1990, Page 24
julio cortózar
ÖRLÖG DROPA
Æ, ég veit þaö ekki. Sjáöu til, þaö er afleitt hvaö rignir mikiö. Þaö er
ekkert lát á þessari úrkomu, álengdar mött og grá, hér í stórum dropum
sem falla á svalirnar þéttir í sér og haröir, þaö heyrist plaff þegar þeir
skella hver á eftir öömm einsog löömngar, þvílíkt og annaö eins. Nú
myndast lítill dropi sem hangir neöan úr gluggakarminum, hann
titrar þarna ennþá og ber viö himininn sem splundrar honum í
þúsund kæfö ljósbrot, hann stækkar, riöar til falls, nú er hann alveg aö
detta en hann dettur samt ekki, ekki ennþá. Hann læsir klónum í
karminn, hann vill ekki detta og þaö sést greinilega hvernig hann
bítur sig fastan meö tönnunum meöan kviöurinn belgist út, hann er
strax oröinn stóreflis dropi sem hangir tignarlega neöan úr karminum.
Þangaö til allt í einu þúbb, þarna fer hann, plaff, búinn aö vera, oröinn
aö engu, bleytuklessa á marmaranum.
En svo em aörir sem stytta sér aldur og em fljótir aö láta sig húrra
niöur, þeir kvikna á karminum og láta sig umsvifalaust detta, mér
finnst ég finna titringinn þegar litlu lappirnar spyrna sér af staö, ópiö
sem ofurselur þá vímu fallsins og eyöingarinnar. Döpru dropar,
hnöttóttu, saklausu dropar. Bless, dropar. Bless.