Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 25

Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 25
ský julio cortózar HEGÐUN SPEGLA Á PÁSKAEYJU Þegar spegli er komið fyrir á vestanveröri Páskaeyju seinkar hann sér. Þegar spegli er komiö íyrir á austanveröri Páskaeyju flýtir hann sér. Meö hárnákvæmum mælingum er hægt aö finna út á hvaöa punkti þessi ákveöni spegill sýnir réttan tíma en þaö þarf ekki endilega aö merkja aö þessi staðsetning sé sú sama fyrir einhvern annan spegil því gallinn við spegla er aö þeir em búnir til úr ýmsum efnum og haga sér nákvæmlega einsog þeim sýnist. Því var þaö að þegar Salomon Lemos, mannfræöingur og styrkþegi Guggenheimstofnunarinnar, leit í rakspegilinn sinn, staddur á austurhluta Páskaeyju, sá hann sjálfan sig dáinn úr taugaveiki. Á sama andartaki lá lítill spegill milli steina vestantil á Páskaeyju þar sem mannfræðingurinn haföi gleymt honum og sýndi mynd (sem enginn sá) af Salomon Lemos í stuttbuxum á leiö í skólann, því næst birtist Salomon Lemos nakinn í bala, sápaöur af pabba sínum og mömmu, síðan Salomon Lemos að segja aho viö mikinn fögnuö Remediosar frænku sinnar í sumarhúsi f jölskyldunnar í héraðinu Trenque Lauquen.

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.