Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 30

Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 30
marína tsvetaevo TIL ÖNNU AKHMATOVU Ég heföi viljaö dvelja meö þér í litlu þorpi, í eilífu rökkri viö eilífan bjölluhljóm. Og á litlu sveitahóteli heyrist fínlegt tifiö í gamalli klukku — eins og dropar tímans. Og stundum á kvöldin berast flaututónar úr kvistherbergi, flautuleikarinn sjálfur viö gluggann á bakviö stóra túlípana. En kannski heföir þú alls ekki elskað mig... í miöju herbergi stæröar flísaofn, og á hverri flís er mynd: rós — hjarta — skip en fyrir utan gluggann fellur snjór, snjór, snjór.

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.