Ský - 01.07.1990, Síða 38

Ský - 01.07.1990, Síða 38
Óskar Árni Óskarsson gaf út í fyrra abra ljóbabók sína, Einnar stjörnu nótt, og von er á nýrri bók frá honum meö haustinu. Bandaríkjamanninn Richard Brautigan (d. 1984) þekkja margir sem sagnaskáld en hann var ekki síöur athyglisvert ljóöskáld, ljóöiö sem hér er birt er úr safninu Loading mercury with a pitchfork. Sigfús Bjartmarsson sendi frá sér þriöju ljóöabók sína, Án fjaöra, á seinasta ári. Julio Cortázar (d. 1984) var Argentínumaöur en bjó lengst af í París, framúrskarandi smásagnahöfundur og lét einnig eftir sig nokkrar mjög afgerandi skáldsögur. Þeir skringilegu prósar sem hér birtast eru úr bókinni Historias de cronopios y famas (Sögur af tímagopum og orösporum), sem ef til vill má kalla smásagnasafn. Gunnar Harbarson hefur gefiö út tvær ljóöabækur, sú seinni heitir Smárar og götusöngvar, og kom út í hittifyrra. Báröur R. Jónsson hefur veriö aö birta ljóö í tímaritum undanfarin misseri. Berglind Gunnarsdóttir er í þann veginn aö gefa út þriöju ljóöabók sína, Ljósbrot í skuggann. Marína Tsvetaeva (d. 1941) var önnur af fremstu skáldkonum Rússa á þessari öld, hin var Anna Akhmatova. Jón Stefánsson hefur sent frá sér tvær bækur, sú seinni kom út í vetur og heitir Úr þotuhreyflum guöa. Ljóö hans hér er ort viö ljósmynd sem Einar Falur Ingólfsson tók.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.