Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 9

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 9
KAUPHÖLLIN 9 arjöfnuðurinn var á árunum (1927— 1932) í milj. kr.: 1927 +. 9,9 1930 12 1928 + 15,6 1931 + 3,5 1929 ~ 2,7 1932 jan.-okt. + 7,2 Við þessar tölur ber sérstaklega að athuga, að hinn mjög óhagstæði verzl- unarjöfnuður 1930 stendur að nokkru íeyti í sambandi við Alþingishátíðina, við hina óvenjulegu miklu gestakomu til landsins á því ári. Greiðslujöfnuður- inn lítur því allt öðru vísi út. Verzlun- arjöfnuðurinn á yfirstandandi ári er aftur á móti ekki eins hagstæður, borið saman við síðastl. ár, eins og tölumar virðast benda á. Fyrst og fremst eru birgðir ísl. afurða, sem voru mjög miklar á síðasta ári, nú töluvert minni en þá. Hinsvegar hafa birgðir af erl. vör- um í landinu jafnframt sennilega minnkað til nokkurra muna. Innflutningshöftin og verzlunin. Því miður höfum vér engar tölur yfir það, hvað verzlunarhöftin kunna að hafa dregið mikið úr innflutningnum, en oss virðist, eftir þeim athugunum er fyrir liggja, óhæítt að fullyrða, að þau hafi naumast getað haft verulega þýð- ingu í þá átt. í þeim flokki, sem inn- flutningsleyfi er veitt eftir sérstakri beiðni — og sennilega í flestum til- fellum fæst — hefir ekkert borið á vöru- skorti. Innflutningurinn hefði því, að öllum líkindum, ekki verið að neinum mun meiri hér, þó verzlunin hefði ver- ið frjáls, nema að kaupmenn hafi, vegna haftanna, látið ganga meira á birgð- irnar en ella. í verzluninni við Ehgland sýndum vér, að bannflokkurinh hefir tiltölulega litla þýðingu fyrir heildar-viðskfitin og annars staðar eru hlutföllin naum- ast óhagstæðari. Auk þess má gera ráð fyrir, að innflutningurinn á vörum þeim, sem falla undir þenna flokk, hefði, af sjálfsdáðum, minnkað einna mest og sums staðar ef til vill nánlgast 0. Einn- ig var auðvelt með gjaldeyrishömlun- um að hafa áhrif á innflutning í þessa átt. Gjaldeyrísjiömlurnar og skuklasöfn- un. Vér ætlum, meðal annars vegna rúmleysis, ekki að ræða hér til hlýtar gjaldeyrishöftin, hvort þau hafi verið óhjákvæmileg og hvort þau séu nauð- synleg eða ekki. En fljótt á litið virðist ýmislégt benda til þess, að bankamir séu ekki færir um að gefa alveg lausan tauminn í því efni. Þótt að verzlunar- jöfnuðurinn hafi heldur rétt við, eru á hinn bóginn litlar líkur til, að efna- hagsjöfnuður vor hafi batnað til veru- legra muna, skuldirnar við útlönd minnkað. Það eru ekki enn fyrir hendi tölur yf- ir skuldimar á þessu ári. Skuldir ríkis og bæjarfélaga munu ekki hafa minnk- að svo teljandi sé, eða ekki meir en til stendur, eftir afborgunarskilmálum. Einnig er varla hægt að gera ráð fyrir, að til muna hafi dregið úr verzlunar- skuldunum, en skuldir bankanna eru nú 1,2 milj. lægri en í fyrra. Þær voru 10,4 milj. í sept. 1931 og 9,2 milj. kr. í sept. í ár. Vei*zlunarskuldimar, eða skuldir inn- flytjenda við útlönd námu ca. 13. milj. kr. árið 1930. Þetta er mjög há upp- hæð, 'borin saman við heildarviðskift- in, en þó eru skuldirnar innanlands, skuldir neytendanna við verzlunina sennileg'a mun hærri.- Inú miður eru engar tölur fyrir hendi um það, hvemig skuldahreyfingin hefir verið á síðast- liðnum árum, en þó er litlum vafa und- irorpið að skuldaviðskiftin, skuldasöfn- unin hefir farið og fer í vöxt. Sýnir það Framh. á. bls. 13. JÓLASAGA. Framh. frá bls. 6. ur drambsemi mína“, sagði Kostlín, og fór aftur ofan í vasa sinn. „Fyrir lít- inn greiða, sem eg gerði ókunnum manni, fékk eg þennan dollar. — Guð hefir vissulega sent mann þennan til mín“. Hann sagði nú konu sinni frá viður- eign sinni við ókunna manninn og bankastjórann. Hún hlustaði á hann með mikilli eftirtekt; hin kvenlega forvitni var vöknuð hjá henni; það þótti henni leiðinlegast, að maðurinn hennar skyldi enga hugmynd hafa um hvað orðið var af ókunnuga mannin- um. Hún vóg böggulinn í hendi sér, athugaði hann nákvæmlega og var að hugsa um, hvað í honum gæti verið. „Hvað ætlarðu að gera við böggul- inn?“ spurði hún loksins. „Eg hefi verið að hugsa um að af- henda hann lögreglunni". „Ætli það væri ekki einfaldast að opna böggulinn“, sagði María; „vera má, að hann hafi eitthvað það inni áð halda, er gefur vísbendingu um mann- inn, sem fékk þér hann, og geturðu þá sjálfur skilað honum“. „Aldrei verður þér ráðafátt," sagði Kostlín, „ríddu þá á.vaðið og brjóttu hann upp“. María reif blaðið utan af bögglinum. Naumast hafði hún opn- að umbúðir þær, er næstar voru, er hún rak upp undrunaróp. Kostlín skalf jafnvel sjálfur við sjón þá, er hann sá. Það var bankaseðlaböggull — þunnur að vísu — en tómir þúsund- dollara-seðlar. Steinþegjandi störðu hjónin á þennan litla pappírsböggul. Loks áræddi María að breiða seðlana út á borðið. Hún taldi 30 þúsund doll- ara í peningum. Þessi mikla peninga- upphæð var nú lent hjá þessu bláfá- tæka fólki, í híbýlum, þar sem dagleg barátta fyrir lífinu og endalausar á- hyggjur skipuðu öndvegið. Fyrir mann í kringumstæðum Gerhards mundi-slík upphæð vera stórkostlegur auður. —- Ókunni maðurinn hugsaði, að böggull- inn væri í höndum bankastjóra; en bankastjórinn hafði neitað að veita honum viðtöku. Þannig voru þá pen- ingamir niður komnir á þeim stað, þar sem þeir gátu horfið, án þess að sá, er sendi þá, eða sá, er átti að veita þeim móttöku, þyrfti nokkru sinni að verða vísari um hvarf þeirra. Hugsanir þess- ar flugu báðum hjónunum í hug í einu. Kostlín var orðinn fölur sem nár, en María var kafrjóð. Það var hún, sem rauf þögnina. „Þú sagðir áðan“, byrj- aði hún og leit niður fyrir sig, „að guð hefði sent ókunnuga manninn til þín“. Hann skildi hana mjög vel. Hún heimfærði orð hans eigi lengur til doll- arsins, er hann hafði fengið, heldur til hinna 30 þúsund dollara. „Já, guð hefir sent hann til mín“, svaraði hann, og var eigi laust við kveinstaf í röddinni, „um það er eg sannfærðari nú en nokkru sinni áður. Guð hefir sent hann til mín, til að reyna mig, og koma okkur fullkom- lega í skilning um bænina: „Eigi leið þú oss í freistni“, sem við oft endur- tökum í bænum okkar, og líklega hugsunarlaust“. „Ó, það er hart að senda okkur að- eins freistingu, þegar við daglega er- um að biðja um hjálp“, sagði María og stundi þungan. „Freistingin kann að geta styrkt þig, Gerhard, sem ert sterkbyggður karlmaður, en í mínu hjarta getur hún ekki vakið annað en gremju. Aðrar eins freistingar eins og okkur hafa verið sendar, slík óhöpp í smáu sem stóru; allar þessar þungu á- ÞAÐ ER EKKI TALAÐ UM ANNAÐ í BÆNUM JÓLASALA EDINBORGAR D AGLEGA eykst aðsóknin að jólasölu Edinborgar. Það er ekki að furða, því úr mestu er þar að velja, bestar og ódýrastar vörur. KOMIÐ ÞVÍ TÍMANLEGA meðan úrvalið er mest, og lítið á Kristalinn, matar- og kaffistellin, ótal nýjar gerðir. GLEYMIÐ EKKI BÖRNUNUN Kærkomnasta jólagjöfin, hvort heldur er fyrir pilt eða stúlku. verður leikfang úr Edinborg. í VEFNAÐARVÖRUDEILDINNI gerið þér best innkaup á kaffí- og matardúk- um, servíettum,1 silki og ullarsokkum, slifsum og silkisvuntuefnum, samkvæmiskjólaefnum, samkvæmissjölum o. m. fl.

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.