Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Síða 49

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Síða 49
Stjómartíðindi 1887. C. 12. 45 skýrsla hafa gefin verið fram að þeim tíma, heldur eingöngu um hin eiginlegu glæpamál. þetta mun komið hafa til af því, að minnsta kosti með fram.að kgsbr. 11. apríl 1781 gaf sýslumönnum í vald, að skera úr ýmsum lögreglumálum, svo og nokkrum öðrum málum, þannig, að úrskurðum sj’slumanna varð eigi skotið til æðra dóms1. En yfirdómstilsk. 11. júlí 1800, 10. gr., gjörði mikla breyting á kgsbrjefinu 11. apríl 1781. Fyrir því að flestir sýslumenn sunnan og vestan og sumir þeirra norðan og austan greina enn þá skýrslur sínar um einmenu (privat) lögreglumál í þrennt, eptirýmsum lagaboðum, hlýt jeg að geta hinna helztu þeirra að nokkru. Tilsk. 20. okt. 1819 um lögreglumeðferð á meiðyrða- og meingjörðamálum var send hingað til amtmannanna með ksbr. 30. okt. s. á. þess verður að geta, að það er eigi með öllu rjett hermt, er segir í athugasemdinni framan við tilskip- un þessa í »Lovs. f. Isl.«, að lögstjórnarráðið í brjefi 28. ágúst 1830 til fjárstjórnarráðsins sagt hafi, að löggilding tilskipunar þessarar væri hvorki hentug hjer nje nauðsynleg. Lög- stjórnarráðið kveðst ætla, að sleppa skuli 3., 5. og 6. grein, en að 1., 2. og 4. grein hennar eigi hjer við, með þeim viðauka, að manni sje frjálst, ef hann svo vill, að leggja mál sitt fyrst til sáttanefndarinnar, eða leggja það þegar í sætt og dóm lögreglustjórans (sjá og tilsk. 15. ágúst 1832, 3. gr.). Enginn efi getur því á leikið, að tjeðar greinar í tilsk. 20. okt. 1819 eru hjer gildandi og hafa verið það2; en ákvæðin um móðganir þær í orði og verki, er hinir móðguðu eiga sök á, eru nú að finna í hegningarlögunum 25. júní 1869, einkum í 21. kap. Opið brjef 12. janúar 18213 hljóðar um almenn lögreglumál, og vitna sýslumenn í skýrslum sínum til 3. gr. þess, ef amtmaður úrskurðar fjesektina. En nær liggur þó að vitna til 10. gr. í tilsk. 24. janúar 1838, með því að efni 3. gr. opna brjefsins 12. janúar 1821, er tekið upp í 10. gr. tilsk. 24. jan. 1838 miklu greinilegar og enda aukið. Með ksbr. 29. marz 1828 gjörðist hin mesta breyting á löggæzluskýrslum voruin. I brjefi þessu kveðst lögstjórnarráðið vilja fá svo fullkomið yfirlit sem auðið sje yfir öll afbrot í landinu, stærri sem smærri, tölu þeirra og tegundir, fyrir því að slíkar skýrslur gefi mönnum næsta mikilvægar leiðbeiningar til að meta siðsemishagi þjúðarinnar og starf- semi hcgningarlaganna. Brjéfi þessu fylgja þrjú skýrslusnið: eitt í 10 dálkum handa glæpamálum, annað í 6 dálkum handa almennum lögreglumáluin, og hið þriðja í 5 dálk- um handa einmennum lögreglumálum. 1 brjefi þessu var og amtmönnum jafnframt boðið, að skýra frá þeim almennu lögreglumálum, er þeir hefðu úrskurðað fjesektirnar dómlaust samkvæmt opnu brjefi -\2- 1821, svo og hórsökum þeim, er þeir lagt hefðu úrskurð á eptir tilsk. 24. sept. 1824, 4. gr. 1 brjefi 6. desbr. 1831 til amtmanna, beiðist lögstjórnarráðið, aö skýrslurnar um glæpamálin sjeu auknar svo, að dómendurnir skýri frá hvern dag frumpróf var byrjað, hvern dag stefut málinu og hvern dag hjeraðsdómur uppkveðinn, svo og hvenær fullnægt væri hjeraðsdóminum, eða æðra dómi eða konunglegum úrskurði, ef hann væri lagður á málið. 1 ksbr. 4. júní 1831 til yfirdómsins biður lögstjórnarráðið yfirdóminn að gefa skýrslu eigi síðar en í lok júnímánaðar ár hvert um glæpamál þau, er uæsta ár fyrir dæmd voru í hjeraði, og þaðan stefnt til yfirdómsins, með því að amtmennirnir gætu stundum eigi greint frá úrslitum slíkra mála í ársskýrslum sínum. 1 brjefinu 6. desbr. 1) Um gildi kgsbr. 11. apríl 1781 og um lögregluboð vor má lesa í Nefndarfundatíð. 1839, bls. 23—24 og 34—38, sbr. 16. og 18. bls. og ksbr. 24. marz 1840. 2) Sem vott |>ess að útgefendur Lagasafnsins hafi og álitið greinar þessar lög lijer má það og telja, að þeir hafa tekið i safnið tilsk. 8. marz 1799 um skyldur hjeraðsdóraara í lögreglu- og rannsóknarmálum, sem 4. gr. tilsk. 20. okt. 1819 vitnar til. 3) það hlýtur að vera prentvilla eða ritvilla, er stendur i athugagreininni framan við þetta opna brjef, að það sje öliafandi (,,uanvendelig“) hjer á landi, með því að ksbr. 24. marz 1840 segir hið gagnstæða, sjá og ksbr. 29. marz 1828 og 29. sept. 1842.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild
https://timarit.is/publication/1202

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.