Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1891, Qupperneq 39
Stjórnartíöindi 1891 C. 10. 37
Skýrslurnar hafa því sleppt 11°/» af brennivíninu, 6°/» af rauðvíni og messuvíni og
29»/ af öli. Hvað þessar vörutegundir snertir hafa skýrslurnar verið í heldur meira sam-
rœmi við tollreikningana, en um limm ára tímabilið næst á undan.
I skýrslunum er nii að mestu leyti farið að tilgreina það í króuum, sem flutt er
til landsins af öðrum vínföngum, tóbaki og vindlum, en tollreiE'niugarnir telja það í pott-
um, pundum og stykkjatölu, og því hefur eigi verið hægt að bera saman það sem
skýrslurnar telja flutt af þessum vörutegundum við tollreikniugana.
Aptur á móti hafa nú tvær nýjar vörutegundir bætzt við á tollreikningunum, kaffi
og sykur, og hefur það reynst um þær eins og aðrar tollskyldar vörur að skýrslurnar
telja minna flutt af þeim en tollreikningarnir, af kaffinu hafa þær sleppt 12°/» og af
sykrinum 17°/», og það má óhætt ganga að því vísu að þetta ár, sem skýrslur þær, sem
að framan eru prentaðar, ná yfir, er engin undantekning í því efni, að það sem skýrsl-
urnar telja að flutzt hafi til landsins af kaffi og sykri er minna en það hefur verið í
raun og veru. þetta er líka eðlilegt því það eru ýmsir, sem panta bæði þessar vörur og
aðrar beina leið, án milligöngu kaupmauna eða kaupfjelaga, og borga áskilinn toll, en gefa
enga skýrslu um þá vöruflutninga.
Eptirfarandi skýrsla sýnir, hve mikið hefur verið flutt úr úr landinu árið 1890 af
fiskiföngum eptir tollreikningunum og hvað mikið eptir skýrslunum.