Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1891, Qupperneq 81
79
Gæfci maður nú að hlutfallinu milli látinna karla eptir hjúskaparstjett þeirra, þá
voru af hverjum 100 körlum, sem dóu árið 1889, 57,3 ókvæntir, 28,9 kvæntir og 13,8
ekkjumenn, en árið 1890 65,2 ókvæntir, 23,6 kvæntir og 11,2 ekkjumenn.
Hlutfallið milli látinna kvenna eptir hjúskaparstjett verður þar á móti þannig að
af hverjum 100 konum sem dóu árið 1889 voru 52,2 ógiptar, 22,4 giptar og 25,4 ekkjur,
en árið 1890 61,9 ógiptar, 17,2 giptar og 20,9 ekkjur.
Við þetta yfirlit er það að athuga, að í flokki ógiptra karla og kvenna er eigi að
eins talið fólk á giptingaraldri heldur einnig allt ungviði, þar á meðal andvanafædd börn
og er því að eigi að furða, þó að fleBtir hinna dáuu verði úr þessum flokki. Maundauð-
inn í þessum flokki er þó langtum meiri síðara árið en hið fyrra (1889: 54,8 af hundraði
en 1890 63,5 af hundraði) og mun það stafa af því að inflúenza-veikin var börnum svo
skæð árið 1890.
Af fólki tvítugu og eldra hefur dáið 1889: 771, en 1890: 1098 karla og kvenna
samtals. Af þessum flokki (o: fólki yfir tvítugt) hafa árið 1889 39,1 af hundraði verið í
hjónabandi, 29,8 ekkjur og ekkjumenn og 31,1 ógipfc fólk, en árið 1890 hafa 38,0 af
hundraði verið í hjónabandi, 29,8 ekkjumenn og ekkjur og 32,2 ógiptar persónur.
4. Dauðdaga manna sýnir taflan hjer á eptir.
1889 1890
Dánir á sóttarsæng:
a. karlmenn 516 956
b. kvennménn 586 997
1102 1953
Sjálfsmorðingjar:
a. karlmenn............................................... 4 3
b. kvennmenn.............................................. 2 4
6 7
Drukknaðir:
a. karlmenn 50 67
b. kvennmenn D
51 67
Urðu úti:
a. karlmenn 11 3
b. kvennmenn 3
11 6
Dánir af öðrum slysförum:
a. karlmenn 5 2
b. kvennmenn >
6 ~ 2
1176 2035
Af hverjum 1000 manns, sem dáið hafa árið 1889, hafa þannig 438,7 karlar og
^98,4 konur dáið á sóttarsæng, fyrirfarið sjer 3,4 karlar og 1,7 konur; drukknað 42,3
karlar og 0,9 konur; orðið úti 9,4 karlar og engin kona, og dáið af öðrum slysförum 4,3
karlar og 0,9 konur. Árið 1890 hafa af hverjum 1000 manns, sem dáið hafa, 469,7