Ljóðormur - 01.05.1986, Side 49

Ljóðormur - 01.05.1986, Side 49
UMSAGNIR Myndin af ávöxtunum lætur ekki mikið yfir sér en við nánari athugun kemur í Ijós að hún lýsir upp stærra svið; eplin og sítrónan standa sem tákn allra þeirra sem veröldin hefur dæmt úr leik, þeirra sem eru útlag- ar í veröld sem þeir skilja ekki og geta ekki öðlast hlutdeild í, og raula þvi gömul stef úr heimahögunumm. Heiti Ijóðsins er ekki út í hött; heimur ávaxtanna er einnig heimur ömmunnar og allra þeirra sem búa fjarri sinni veröld. Endurminningin er sá neisti sem kveikir líf að nýju á sama hátt og sólargeislinn vekur gamlar minningar um forna sólartil- veru epla og sítónu. Eitt merkasta einkenni þessara Ijóða er hversu höfundi tekst að sýna svo ekki verður um villst hvers virði hljómfallið, tónlistin í málinu getur reynst. Sum Ijóðanna eru sannkallaðra hljómkviður, eða hljóð- kviður. Minnir þetta einkenni oft á Snorra Hjartarson sem gerði þetta af slíkri list að galdri líktist. í Ijóöum Stefáns má finna fyrir miklum geig. Heimur Ijóðanna er haust í margræðum skilningi. Vagga barnsins er ekki undanþegin þessari tilfinningu hverfleikans (Kvæði) og glaðværir stúdentar ekki heldur (Á bak við fjöllin). Haustheimar hefjast á morgunmynd, sann- kallaðri friðarmynd. En friðurinn er loginn, ýmis ógn steðjar að; „og yfir allt leggst dauðans / morgunmara". í Haust við ána kveður höfundur sig í sátt við dauðann. í Ijóðinu dregur hann upp skuggalegar myndir af umhverfi okkar, leikvangi blóðs og dauða, hins Ijóða gráts og óhugnanlegra hlátra. Vaðið við ána er friðarhöfn okkar: - Ó, höldum þangað öll sem eitt og eigum fund við straumsins nið. Frágangur bókarinnar er Hörpuútgáfunni til mikils sóma. Þ.H. 47

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.