Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 2
Veður Í dag viðrar ágætlega fyrir skrúð­ göngur eða útiveru almennt á þjóð­ hátíðarfagnaði landans þar sem stefnir í hægan vind og úrkomulítið veður sunnan­ og vestanlands, en norðan og austan til eru líkur á einhverjum síð­ degisskúrum. Sjá Síðu 26 Það vakti kátínu þegar landsliðamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson (til vinstri) stóð á gati á blaðamannafundi í Frakklandi í gær þegar erlendur blaðamaður spurði hvort hann ætlaði ekki að fagna á morgun. „Við erum með hugann við leikinn á laugardag,“ sagði Jóhann eftir að hafa verið bent á að verið væri að vísa til þjóðhátíðardagsins í dag. Kári Árnason (í miðið) og Heimir Hallgrímsson þjálfari höfðu gaman af. Fréttablaðið/Vilhelm Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 50 áraAFMÆLISTILBOÐ gasgrill 4ra brennara grillbudin.is AFMÆLISTILBOÐ 139.900 VERÐ ÁÐUR 159.900 Nr. 12792 GrillbúðinÁ R A 18,7 KW Með hugann við annað íþróttir Slóvenskur knattspyrnu- maður sem leikið hefur með þremur íslenskum liðum á síðustu níu árum hefur verið til rannsóknar slóvensku lögreglunnar vegna gruns um veð- málasvindl og að hagræða úrslitum leikja. Leikmaðurinn er nú farinn af landi brott og síðast er vitað af honum í Kanada. KSÍ vissi ekkert um rannsókn málsins ytra þrátt fyrir að net heilindafulltrúa knatt- spyrnusambanda eigi að miðla upp- lýsingum sín á milli. Janes Vrenko, slóvenskur ríkis- borgari, kom hingað til lands fyrst árið 2007 og lék með KA á Akureyri. á ferli sínum hér á landi lék hann lengst af með Þór á Akureyri en einn- ig lék hann undir hið síðasta með Dalvík/Reyni. Vrenko flutti af landi brott í vetur en síðast er vitað um ferðir hans í Kanada. Vrenko hefur ekki enn gefið skýrslu fyrir lögreglu í Slóveníu samkvæmt heimildum frá lögreglunni þar í landi. Þorvaldur Ingimundarson er heil- indafulltrúi KSÍ og sér um samskipti við Evrópska knattspyrnusam- bandið og FIFA varðandi þessi mál. Hann hafði ekki heyrt af þessu máli þegar fréttamaður náði tali af honum. „Þetta mál hefur ekki komið til okkar og við höfum engar ábendingar feng- ið um þetta. Heilindafulltrúar halda ákveðið net til að auðvelda samskipti sín á milli en þetta mál hefur ekki komið á mitt borð,“ segir Þorvaldur. „Það hafa komið upp nokkur tilvik á síðustu árum þar sem við höfum verið upplýst um mögulega rannsókn en enn sem komið er hefur ekkert alvar- legt komið upp á hér á landi.“ Veðjað er á leiki íslenskra liða úti um allan heim í dag og er á mörgum stöðum einnig hægt að veðja á úrslit knattspyrnuleikja í öðrum flokki. Veðjað er um milljarða króna á hvern leik í Pepsi-deild karla og því er um miklar upphæðir að ræða og freistnivandi knattspyrnumanna því umtalsverður. sveinn@frettabladid.is Til rannsóknar sakaður um veðmálasvindl Fyrrverandi leikmaður Þórs Akureyri í knattspyrnu hefur verið til rannsóknar slóvensku lögreglunnar vegna gruns um veðmálasvindl. Flutti úr landi í vetur. NeyteNdur Matarkarfan er ódýrust í Bónus en dýrust í Hagkaupum. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunar verð- lagseftirlits Alþýðusambands Íslands kostar matarkarfan í Bónus 19.747 krónur en 22.642 í Hagkaupum. Verðmunurinn á milli verslananna nemur því 2.895 krónum eða fimm- tán prósentum. Matarkarfan í Krónunni var næst- ódýrust en verðmunurinn á milli Krónunnar og Bónus var 437 krónur. Hvað varðar verðmun á einstaka vörum var hann minnstur á mjólkur- vörum, eða um 20 prósent. Í flestum tilfellum var 25 til 50 prósenta munur á hæsta og lægsta verði. Mesti verð- munur sem mældist í könnuninni var 112 prósent. Matarkarfan samanstendur af 48 almennum neysluvörum til heimilis- ins og er um beinan verðsamanburð að ræða. – þv Matarkarfan ódýrust í Bónus Vrenko lék lengstan hluta ferils síns á Íslandi hjá Þór á akureyri. hann lék einnig fyrir Ka og Dalvík/reyni. Fréttablaðið/arnÞór Þetta mál hefur ekki komið til okkar og við höfum engar ábendingar fengið um þetta. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ málafjöldi á borði Útlendingastofnunar slær öll fyrri met. Fréttablaðið/SteFán SamfélagSmál Alls hafa 235 umsóknir borist Útlendingastofnun á þessu ári um vernd hér á landi. Á sama tímabili í fyrra sóttu aðeins 64 einstaklingar um vernd og er því um mikla fjölgun að ræða. Maímánuður í ár er einnig stærsti mánuður ársins en 56 umsóknir bárust í þeim mán- uði einum. Þetta kemur fram í tilkynningu Útlendingastofnunar sem birtist á heimasíðu hennar. Flestar umsókn- ir í maímánuði komu frá Albaníu, eða 24 talsins. Níu komu frá Make- dóníu. Sex af hverjum tíu umsækjendum um vernd á Íslandi koma frá lönd- um Balkanskaga en einstaklingar frá þeim löndum fá sjaldan umsókn um vernd samþykkta hér á landi. Niðurstaða fékkst í 75 mál í maí- mánuði. Níu einstaklingar fengu vernd hér á landi en hinum var hafnað eða umsóknir þeirra ekki teknar til efnislegrar meðferðar af Útlendingastofnun af ýmsum ástæðum. Þegar maí var liðinn voru enn 153 mál til meðferðar hjá stofnuninni. – sa Metfjöldi umsókna um hæli hér á landi 1 7 . j ú N í 2 0 1 6 f Ö S t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 4 -0 2 1 8 1 9 C 4 -0 0 D C 1 9 C 3 -F F A 0 1 9 C 3 -F E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.