Fréttablaðið - 17.06.2016, Page 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Margir kannast við hvernig hvers-dagsleg hugðarefni heimafyrir virðast einhvern veginn léttvægari þegar komið er út fyrir land-steinana. Á þriðja tug þúsunda Íslendinga sem um þessar mundir
fylgja íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu upplifa
þetta núna.
Kannski er það af því að hér búa svo fáir að hlutirnir
virðast skipta minna máli þegar út í fjölmennið er
komið, hvort sem það er þras stjórnmálanna, dýrtíðin
sem Hagstofan upplýsti einn ganginn enn að viðgengist
hér í samanburði við nágrannalöndin, asnaleg fram-
sögn í lesnum auglýsingum Bylgjunnar, forsetakosning-
arnar, eða sjálfur þjóðhátíðardagurinn sem haldinn er
hátíðlegur í dag.
Líklegra er þó að sama eigi við hverrar þjóðar sem
fólk er. Það er nærumhverfið sem skiptir máli, sama
hvar fólk er statt. Einstaklingurinn hefur jú tilhneigingu
til að setja sjálfan sig í miðju heimsins. Stundum koma
þó upp hlutir sem setja hlutina í annað samhengi.
CNN birti í fyrradag myndband þar sem varað var
við myndefninu. Lítill drengur, á að giska fimm ára, í
stuttbuxum, íþróttaskóm og röndóttum bol, er lífvana
í höndum manns sem kemur með fleirum hlaupandi
inn á sjúkrahús. Á meðan barnið er sett á sjúkraborð
og hugað að því má sjá hvernig eldri drengur sem kom
með hópnum, kannski níu eða tíu ára, rykugur og með
blóðbletti á sér, fylgist með, kvíðinn og með tárin í
augunum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að geta
sér til um að þetta sé eldri bróðir hins.
Áhorfendur fá að sjá hvernig óttinn og kvíðinn
breytast í nístandi sorg þegar í ljós kemur að þeim
yngri verður ekki bjargað. Fullorðinn maður reynir án
árangurs að hugga eldri drenginn sem hleypur burt.
Lík litla stráksins er vafið í blátt klæði. Svo má sjá þegar
móðir piltsins sækir líkið og gengur með það á braut.
Myndskeið sem ekki verður horft á án þess að komast
við.
Í ljós kemur að upptakan er frá Sýrlandi þar sem
stjórnarherinn hafði nýlokið við að varpa tunnu-
sprengjum á svæði þar sem nýverið hafði í fyrsta sinn
í langan tíma verið dreift hjálpargögnum. Ámóta
óhugnaður á sér stað víða um heim. Hörmungarnar
bitna á venjulegu fólki.
Kannski yrði fólk fljótt vitstola ef það ætlaði að taka
nærri sér allt óréttlæti og sérhverja hörmungarsögu
þessa heims. Og í því ljósi skiljanlegt að nærumhverfi
hvers og eins haldi bróðurparti athyglinnar. En það
þýðir ekki að í lagi sé að loka augunum fyrir því sem
aflaga fer í heiminum.
Ríkar þjóðir og íbúar þeirra njóta þeirra forréttinda
að þurfa ekki að láta sér nægja að draga fram lífið frá
degi til dags. Þessar þjóðir hafa tækifæri til að vera til
gagns og þrýsta á um breytingar til batnaðar í heimi þar
sem helsta hreyfiaflið virðist peningar og völd, hags-
munir og áhrif stórþjóða.
Á degi eins og í dag kann að vera ágætt að hugleiða
stöðu og hlutverk Íslands í samfélagi þjóða. Smáþjóðir
(með léttvæg vandamál) geta haft áhrif, sér í lagi í sam-
vinnu við aðrar þjóðir.
Stóra myndin
Það er nær-
umhverfið
sem skiptir
máli, sama
hvar fólk er
statt. Einstak-
lingurinn
hefur jú
tilhneigingu
til að setja
sjálfan sig í
miðju heims-
ins.
Tilkynning um
framlagningu kjörskrár
Kjörskrá í Mosfellsbæ vegna forsetakosninga
25. júní 2016.
Kjörskrá vegna forsetakosninganna sem fram fara
þann 25. júní 2016 liggur frammi almenningi til
sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2,
á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með
15. júní 2016 og til kjördags.
Mosfellsbæ 15. júní 2016.
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ
Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær
RÉTT LITAMEÐFERÐ MERKIS
MERKI Í LIT
Tákn – 100% Pantone 371
eða samsvarandi CMYK gildi
Letur – Svart
TÁKN NOTAÐ EINGÖNGU
100% Pantone 371
ÞEGAR PRENTAÐ ER Í EINUM PRENTLIT
Tákn og letur – 100% Pantone 371
Mosfellsbær
Mosfellsbær
Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær
RÉTT NOTKUN
Mosfellsbær
SVART/HVÍTT
Tákn og letur – 100% svartur
ÞEGAR PRENTAÐ ER Í EINUM PRENTLIT
Tákn og letur negatíft á bakgrunni í 100% Pantone 371
TÁKN NOTAÐ EINGÖNGU
100% svartur
TÁKN TIL HLIÐAR VIÐ LETUR
Eingöngu til notkunar á reikningsform Mosfellsbær
Tákn og letur – negatíft í 100% svörtum bakgrunni
Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær
100% Pantone 371
100% svartur
100% Pantone 371
100% svartur
MERKI MOSFELLSBÆJAR
Höf. Kristín Þorkelsdóttir
TÁKN
A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar
Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin.
Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn
sigursæli Englakonungur gaf honum.
Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings
sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla.
B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna
fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“.
Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær
PANTONE 371
PANTONE 371
MERKI MOSFELLSBÆJAR
Höf. Kristín Þorkelsdóttir
TÁKN
A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar
Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin.
Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn
sigursæli Englakonungur gaf honum.
Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings
sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla.
B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkj rna
fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“.
Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær
PANTONE 371
PANTONE 371
Nýlega kvað úrskurðarnefnd um upplýsinga-mál upp þann úrskurð að Landsneti bæri að veita Landvernd aðgang að skýrslunni,
High Voltage Underground Cables in Iceland,
sem samin var fyrir Landsnet um háspennulínur í
jörðu.
Íslensk útgáfa skýrslunnar var birt á vef Lands-
nets en ítarlegri útgáfa á ensku var ekki birt
opinberlega þar sem í henni var að finna við-
skiptaupplýsingar sem Landsnet var ekki tilbúið
að veita aðgang að sökum útboðshagsmuna sem
hefðu getað haft áhrif á flutningskostnað raforku.
Úrskurðarnefndin féllst á þetta sjónarmið og voru
þessar upplýsingar fjarlægðar úr skýrslunni áður
en hún var birt opinberlega.
Báðar skýrslurnar má finna á vef okkar, lands-
net.is.
Samtalið skiptir máli
Hjá Landsneti leggjum við áherslu á gagnsæi í
störfum okkar og kappkostum að miðla áreiðan-
legum og réttum upplýsingum. Það eru lagðar
ríkar skyldur á Landsnet um kynningu á þeim
verkefnum sem til umfjöllunar eru hverju sinni og
mun Landsnet kappkosta að uppfylla þær skyldur
hér eftir sem hingað til.
Það er stefna okkar að sýna frumkvæði í sam-
skiptum við hagsmunaaðila og við viljum að slík
samskipti einkennist af hreinskilni, ábyrgð, víð-
sýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja. Og
þar skiptir samtalið öllu máli – það samtal viljum
við eiga við Landvernd.
Við tökum undir það sjónarmið Landverndar að
ekki megi tefja uppbyggingu raforkukerfisins með
leyndarhyggju og leynimakki. Slík vinnubrögð
viðgangast ekki hjá Landsneti og við erum tilbúin
í umræður um skýrsluna og uppbyggingu raforku-
kerfisins í heild hvenær sem er.
Við höfum í gegnum tíðina boðið fulltrúum frá
Landvernd að koma og ræða við okkur og ítrekum
það boð hér – verið velkomin til okkar á Gylfa-
flötina.
Opin umræða
Steinunn
Þorsteinsdóttir,
upplýsingafulltrúi
Landsnets
Og þar skiptir
samtalið öllu
máli – það
samtal viljum
við eiga við
Landvernd.
árás á hugmyndafræði
Jo Cox var móðir tveggja barna,
þriggja og fimm ára, þegar hún
féll í árás manns á sextugsaldri
á götum Bristall í Englandi. Jo
Cox var myrt vegna skoðana
sinna. Jo Cox hafði verið þing-
kona í rúmt ár þegar maður
með aðra skoðun, aðra heims-
sýn, önnur gildi, myrti hana
með köldu blóði, með bæði egg-
og skotvopni. Í grunninn er hér
ekki um að ræða neitt annað
en glæp gegn þeim gildum sem
vestræn samfélög hafa byggst
upp á.
meiri ást,
meira umburðarlyndi
Eftirlifandi eiginmaður Cox,
Brendan, sendi frá sér yfir-
lýsingu í gær þess efnis að
nú ættum við að sameinast
um að berjast gegn því hatri
sem í raun varð konu hans að
bana. Á sama tíma er fimm-
tíu saklausum hommum og
lesbíum slátrað á skemmtistað
í Flórída í Bandaríkjunum
aðeins vegna þess að bana-
maður hafði aðrar skoðanir,
aðra heimssýn og önnur gildi
en þeir sem létu lífið. Það er í
sjálfu sér sorglegra en tárum
taki að horfa upp á slík voða-
verk eiga sér stað í upplýstum
heimi. Nú er það okkar allra að
sýna ást, umhyggju og fyrst og
síðast umburðarlyndi gagnvart
ólíkum skoðunum okkar og
elska náungann eins og sjálfan
sig. sveinn@frettabladid.is
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R18 S k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
SKOÐUN
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
4
-1
F
B
8
1
9
C
4
-1
E
7
C
1
9
C
4
-1
D
4
0
1
9
C
4
-1
C
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K