Fréttablaðið - 17.06.2016, Side 19

Fréttablaðið - 17.06.2016, Side 19
Bryndís Kristjánsdóttir, ritari stjórnar Félags leiðsögu- manna Allir sem starfa sem leiðsögu­menn geta gengið í Félag leiðsögumanna. Félagið starfar fyrir alla leiðsögumenn að málum sem snerta kjör þeirra, sam­ skipti við vinnuveitendur, menntun leiðsögumanna og félagsmál, á sama hátt og önnur stéttarfélög landsins. Félagið rekur skrifstofu sem opin er alla virka daga. Eins og segir hér í upphafi er félagið fyrir ALLA sem starfa við leiðsögn á íslenskum vinnumarkaði. Hér á síðum Fréttablaðsins hafa á undanförnum vikum birst skrif þar sem einstakling­ ur reynir á allan máta að sverta Félag leiðsögumanna, sem hann er reyndar aðili að! Og það hlýtur að vera erfitt að finna dæmi um félagsmann annars félags sem vinnur gegn félagi sínu á þennan máta. Stjórn félagsins hefur kosið að vera ekki að svara þessum skrifum í fjölmiðlum, og hefur þess í stað getið þeirra á vefsíðu FL, en þar sem þessum skrifum virðist ekki ætla að linna þá er þessi pistil birtur. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 sem hagsmunasamtök þeirra sem höfðu lifibrauð sitt af leið­ sögumannsstarfinu. Menntunarmál stéttarinnar hafa frá upphafi verið eitt þeirra mála sem félagið hefur látið sig miklu varða og átt sinn þátt í að þróa. Námið sem er boðið upp á í Leiðsöguskóla Íslands, sem nú starfar undir þaki MK, byggir á þeim grunni að námi sem félagsmenn stunduðu í upphafi og hefur síðan verið að þróast og byggjast upp í samræmi við vinnu­ umhverfið og í samstarfi við yfirvöld menntamála í landinu. Menntamála­ ráðuneytið vinnur námskrár fyrir nám í landinu, e.k. staðal sem þarf að uppfylla til að námið teljist uppfylla opinber skilyrði. Námið í Leiðsögu­ skóla Íslands er skipulagt í samræmi við námskrána og Evrópustaðal um nám í leiðsögn. Fyrst í stað var námið í Leiðsöguskólanum eina leiðsögu­ námið sem boðið var upp á en nú bjóðast fleiri möguleikar. Endur­ menntun Háskóla Íslands býður upp á leiðsögunám í samræmi við kröfur háskólaumhverfis og við símenntun­ ardeild Háskólans á Akureyri er boðið upp á nám sem byggt er upp á sama hátt og í Leiðsöguskóla Íslands. Skóla­ nefnd Félags leiðsögumanna, ásamt stjórn félagsins, fylgist með því námi sem boðið er upp á í þessum skólum og skólanefndarmenn eru reglulega kallaðir til á fundi skólanna. Aðrir skólar hafa ekki verið í samstarfi við félagið á sama hátt, þótt leitað hafi verið eftir, og því veit félagið ekki eftir hvaða gæðakröfum og ­stöðlum nám þeirra er byggt upp. Félagsmenn FL voru upphaflega stofnfélagarnir og síðan bættust þeir við sem lokið höfðu námi frá Leið­ söguskólanum. Á ákveðnum tíma­ punkti var félagið opnað fyrir öllum sem störfuðu við fagið og þá ekki spurt um menntun. Margir félags­ manna sem fyrir voru – menntaðir leiðsögumenn – voru ekki sáttir og því var gripið til þess ráðs að vera með deild fagmenntaðra leiðsögumanna innan félagsins, þar sem þeir áttu aðild og síðan hafa þar bæst við allir sem lokið hafa námi frá viðurkennd­ um skólum. Allir starfandi leiðsögu­ menn geta því verið í stéttarfélagi FL og verið með fagfélagsaðild að auki, uppfylli þeir þau skilyrði. Sá sem hefur verið að gagnrýna FL hér á síðum Fréttablaðsins vill hins vegar að leiðsögumenntun félags­ manna verði gjaldfelld og allir séu settir undir sama hatt – líka þeir sem ,,kaupa“ sér réttindi án þess að stunda nám. Hann telur að ,,magn leiðsögumanna“ hljóti að leiða til hærri launa (sem vissulega mættu vera miklu hærri) en gefur lítið fyrir gæðin og gott orðspor sem leiðsögu­ menn hafa verið að að byggja upp frá stofnun félagsins. Á sama tíma er verið að kalla eftir meiri fagmennsku og gæðum innan ferðaþjónustunnar – og félagsmenn og aðrir hljóta því að spyrja sig hvort sú leið sem þessi félagsmaður leggur til að sé farin sé stéttinni til góða. Er magn betra en gæði? Og það hlýtur að vera erfitt að finna dæmi um félags- mann annars félags sem vinnur gegn félagi sínu á þennan máta. RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS HVAÐ FÆR STJÖRNURNAR TIL AÐ SKÍNA SKÆRAR? Þórlindur Kjartansson Í dag É g veit ekki hvort ég var jafnsveittur og Gylfi eftir leikinn gegn Portúgal (þið munið—þennan sem við unnum 1–1)—en það munaði varla miklu því ég var gjörsamlega búinn á því, bæði líkamlega og andlega, þegar loksins var flautað til leiksloka. Mér leið eins og ég væri nýkominn úr IKEA­ferð með fjölskyldunni. Fyrirfram átti ég ekki endilega von á því að leikurinn næði slíkum heljar­ tökum á mér. Stundin varð stærri en ég bjóst við og tilfinningarnar miklu sterkari. Ég var gagntekinn af þjóð­ erniskennd, stolti og metnaði. Og ég hlakka til þess að leyfa þessum ofsa að ná tökum á mér aftur á morgun í leiknum gegn Ungverjum. Blind ástríða er máttug tilfinning og í raun væri fáránlegt að horfa á leikina með einhverju öðru hugarfari. Fallegur fótbolti Hingað til höfum við Íslendingar nefnilega þurft að láta okkur nægja að velja okkur lið til þess að „halda með“ á stórmótum í knattspyrnu. Sumir velja að halda með löndum sem þeir hafa bundist einhverjum tilfinninga­ böndum vegna langrar eða skammrar dvalar í landinu; sumir hafa haldið með landi vegna þess að tilteknir leikmenn eru í sérlegu uppáhaldi eða búningarnir flottir og fjölmargir Íslendingar hafa fylgst spenntir með stórmótum án þess að halda með sérstöku liði—þeir halda bara með „góðum fótbolta“. En nú er öllum á Íslandi skítsama um „góðan fótbolta“. Það þarf ekki flókinn rökstuðning til þess að halda með sinni eigin þjóð. Tilfinningarnar ráða algjörlega. Fallegur fótbolti er sá fótbolti sem skilar okkur árangri. Ef við þurfum að pakka í vörn og láta skotin dynja á okkur og hreinsa svo frá í örvæntingu—þá er það fallegur fótbolti. Ef við náum upp léttleikandi spili alla leið frá eigin markteig og fram í sókn—þá er það líka fallegur fótbolti. Það mun enginn nenna að horfa á leiki Íslands með manni sem ætlar sér að gagnrýna nokkurn skapaðan hlut í leik liðsins, eða horfa á leikinn af einhverri sanngirni. Þjóðargersemin Gummi Ben orðaði þetta fullkom­ lega í lýsingu sinni frá St. Etienne: „Jú, hann var kannski aðeins rangstæður. En ekki svo rangstæður að það hefði þurft að dæma á það.“ Tilfinningarnar ráða Þetta er málið. Þjóðin er sameinuð. Ef einhver Íslendingur dirfðist að segja að Ronaldo hafi hugsanlega haft eitt­ hvað til síns máls, eða að þessi Pepe sé nú bara ágætur, eða að það hafi sennilega verið rétt hjá dómaranum að dæma aðra aukaspyrnu í leikslok (af því að gengur kannski ekki að leyfa mönnum að klára bara leikinn með því að verja með höndunum)— þá mun sá hinn sami þurfa að sætta sig við að horfa á næstu leiki aleinn. Hann getur þá talað af hlutleysi við veggina heima hjá sér. Við viljum ekki heyra það. Við viljum ekki rök. Við viljum ekki réttlæti. Við viljum ekki sanngirni. Við viljum sigur! Íþróttir eru vettvangur þar sem það er í góðu lagi að láta hinar frumstæð­ ustu tilfinningar ráða algjörlega för. Þá slökkvum við á öllum æðri stöðv­ um heilans—og leyfum okkur að trúa fjölmörgum hlutum samtímis sem eru algjörlega órökréttir og stangast jafnvel á innbyrðis. Það er stór hluti af gleðinni og stemningunni að vera ekki að flækja hlutina neitt. En þessar sömu tilfinningar geta verið varhuga­ verðar þegar þær skjóta upp koll­ inum annars staðar. Í pólitík eru þær til að mynda stórhættulegar—eins og sést vel á framboði Donalds Trump í Bandaríkjunum. Hann byggir kosningabaráttu sína á hamslausri persónudýrkun og blindri ástríðu. Stuðningsmenn hans velja að trúa því sem hann segir jafnvel þótt þar stangist hver hluturinn á við annan; og flest líka við raunveruleikann. Þeir halda með sínum manni eins og við höldum með íslenska landsliðinu. Engin kraftaverk Og það þarf að passa sig á því að láta ekki ástríðuna yfir velgengni lands­ liðsins smitast út fyrir leikvanginn sjálfan. Við erum auðvitað rífandi stolt af okkar mönnum og njótum þeirrar alþjóðlegu athygli og aðdá­ unar sem árangur íslenska lands­ liðsins hefur vakið. Manni hlýnar um hjartarætur að sjá samstöðuna sem Færeyingar, Danir og Norðmenn hafa sýnt Íslendingum á þessu móti. Í þessu, eins og ýmsu öðru, má taka sér til fyrirmyndar íþrótta­ fólkið sjálft. Hvort sem um er að ræða íslenska knattspyrnumenn eða konur, körfuboltafólkið okkar og handboltamennina—þá er aug­ ljóst að ekkert þeirra þakkar krafta­ verkum eða meðfæddum yfirburðum Íslendinga fyrir árangurinn. Lands­ liðsmennirnir okkar í Frakklandi vita betur. Þeir hafa sjálfstraust án drambsemi og lifa til fulls eftir þeirri hugsjón að enginn er stærri en liðið. Þeir hafa skipulagt sig og æft sig til þess að ná árangri—og umfram allt hefur íslenskt íþróttalíf notið þess að Ísland er opið og frjálst land. Margir af stærstu áhrifavöldum íslenskrar íþróttasögu eru útlend­ ingar sem hingað hafa komið og miðlað af þekkingu sinni og reynslu. Nægir þar að nefna Bogdan Kowalc­ zyk í handboltanum, Alexander Ermolinskíj í körfuboltanum; og svo menn eins og George Kirby og auð­ vitað Lars Lagerbäck í fótboltanum. Og öruggt er að Ísland hefði ekki átt minnsta möguleika á því að komast á EM í Frakklandi ef íslenskir knatt­ spyrnumenn væru átthagabundnir og hefðu ekki reynslu af því að spila gegn bestu leikmönnum veraldar. Áfram Ísland Það er gott að hafa það í huga í dag—á sjálfan 17. júní þegar við fögnum og þökkum fyrir Ísland og allt sem er íslenskt—að mesta gleðin og stoltið yfir því að vera Íslendingur á rætur sínar í því þegar við höfum sjálfstraust og hugrekki til þess að opna faðminn fyrir nýjum straumum og nýju fólki. Til hamingju með daginn og ÁFRAM ÍSLAND. Áfram Ísland Manni hlýnar um hjarta- rætur við að sjá samstöð- una sem Færeyingar, Danir og Norðmenn hafa sýnt Íslendingum á þessu móti. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 19F Ö s T u d a g u R 1 7 . j ú n Í 2 0 1 6 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 4 -2 E 8 8 1 9 C 4 -2 D 4 C 1 9 C 4 -2 C 1 0 1 9 C 4 -2 A D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.