Fréttablaðið - 17.06.2016, Page 24

Fréttablaðið - 17.06.2016, Page 24
Frábært morgun-boozt með hnetusmjöri og döðlum 200 g vanilluskyr 1 banani 4 döðlur 1 msk. gróft hnetusmjör 1/2 msk. chia-fræ eða önnur fræ t.d. hörfræ Appelsínusafi, magn eftir smekk Klakar Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúk- ur. Berið strax fram og njótið. mexíkósk kjúklingasúpa 4 – 5 kjúklingabringur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 gulrætur 1/ 2 blaðlaukur 4 – 5 hvítlauksgeirar 1 laukur 1 grænt eða rautt chili, ég gleymdi að kaupa chili svo ég notaði 1 tsk. af þurrkuðum chili-pipar 2 msk. olía 1 dós saxaðir tómatar 1 1/ 2 – 2 teningar af kjúklingakrafti 2 – 3 tsk. karrý 2 1/ 2 l vatn 1 peli rjómi 1/ 2 – 3/ 4 úr krukku af Heinz chili-tómatsósu 100 – 150 g rjómaostur Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið í smástund á pönnunni, bara rétt til að fá smá gljáa. Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu , chili-tómatsósunni, karrýinu, kjúklingateningum og söx- uðum tómötum saman við, leyfið þessu að malla á meðan þið steikið kjúklinginn. Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu upp úr olíu, krydd- ið með chili, salti og pipar. Bætið kjúklingnum við súpuna. Látið hana sjóða við vægan hita í 10 – 15 mín. Að lokum fer rjóminn og rjóma- osturinn saman við. Takið ykkur góðan tíma til að laga súpuna, ég leyfði henni að malla við vægan hita í nærri 2 klukkustund- ir en þess þarf auðvitað ekki. Látið hana þó malla í lágmark 30 mín. Bragðbætið súpuna að vild, gæti verið að þið viljið meiri karrý eða meiri pipar. Mikilvægt að smakka sig til! Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos flög- um, sem hver og einn bætir á sinn disk eftir smekk. Matarmikil súpa sem hressir og kætir. Stundum sleppi ég því að setja rjóma og rjómaost, bæti þá við meiri grænmeti. En að mínu mati er hún betri með rjómanum, elsku rjómanum. snickers brownies brownies-uppskrift 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g hveiti 1 tsk. vanillusykur 2 msk. kakó karamellufylling 1 krukka Dulce de leche, karamellusósa 5 góðar matskeiðar af hnetusmjöri 1 dós sykurpúðakrem 100 g ristaðar kasjúhnetur súkkulaðikrem 250 g mjólkursúkkulaði Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyf- ið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkul- aðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til bland- an verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakói saman við og hrær- ið þar til deigið er silkimjúkt. Í lokin hellið þið súkkulaðiblöndunni við og blandið vel saman. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20x20) og bakið við 170°C í 30 mínútur. Það er mjög mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg í forminu. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í karamellufyllinguna í pott við vægan hita og hrærið mjög vel þar til fyllingin hefur blandast vel saman. Hellið karamellufyllingunni ofan á súkkulaðiköku og kælið. Bræðið mjólkursúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið yfir kökuna í lokin. Kælið og þegar súkkulaðið er orðið hart þá er kakan tilbúin, sker- ið hana í bita og berið strax fram. boozt, súpa og brownies Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Hermannsdóttir og ungu aðstoðarkokkarnir hennar í Það er leikur að elda, töfra fram frábært morgun-boozt, kjúklingasúpu og gómsætar brownies. Girnilegt morgun-boozt. Matarmikil mexí- kósk kjúklingasúpa. Girnileg brownie. Matargleði Evu Laufeyjar Hermannsdóttur 1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R4 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 4 -4 2 4 8 1 9 C 4 -4 1 0 C 1 9 C 4 -3 F D 0 1 9 C 4 -3 E 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.