Fréttablaðið - 17.06.2016, Qupperneq 28
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Atli Bergmann| atli.bergmann@365.is | s. 512-5439
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
Sund hefur verið stór
hluti af mínu lífi alveg frá
því ég var barn og for-
eldrar mínir hafa farið
áratugum saman dag-
lega í sund. Ég reyni að
synda að minnsta kosti
fimm sinnum í viku,
skriðsund eða bringu-
sund.
Björk Þorgeirsdóttir
„Ef mikið er að gera og ég orðin
yfirstressuð er það besta sem ég
geri að fara í sund. Á sundi næ
ég einhvers konar jafnvægi og er
búin að kortleggja allt þegar ég
kem upp úr, pollróleg. Sund hefur
heilunaráhrif,“ segir Björk Þor
geirsdóttir, kennari við Kvenna
skólann og sundgarpur.
Björk notar hvert tækifæri sem
gefst til að bregða sér í laugarn
ar og segir varla mega á milli sjá
hvort hún eyði meiri tíma í vatni
eða á þurru landi. „Sund hefur
verið stór hluti af mínu lífi alveg
frá því ég var barn og foreldrar
mínir hafa farið áratugum saman
daglega í sund.
Ég reyni að synda að minnsta
kosti fimm sinnum í viku, skrið
sund eða bringusund. Ég syndi 600
til 1.200 metra, eftir því hvað ég er
í miklu stuði, fer svo í pottinn, guf
una og í sauna. Ég á reyndar eftir
að prófa sjósund. Ég prófaði hins
vegar samflot um daginn, sem er
ólýsanleg tilfinning, ég kom alveg
ný manneskja upp úr,“ segir Björk
en fyrir utan sundferðirnar hefur
hún einnig mætt samviskusam
lega tvisvar í viku síðustu tólf ár í
Breiðholtslaug, í sundleikfimi.
Dásamlegur félagsskapur
„Það var engin líkamsræktarað
staða í Breiðholti þegar ég rakst
á auglýsingu um sundleikfimi hjá
Brynjólfi Björnssyni í Syndasel
um og ég skráði mig. Þetta eru
svipaðar æfingar og gerðar eru
hjá sjúkraþjálfara, teygjur og
fleira og ég held mér góðri með
þessu. En ég mæti ekki síður fyrir
félagsskapinn. Þessi hópur hefur
haldist nánast óbreyttur öll þessi
ár en aldursbilið spannar frá fer
tugu og upp í sjötugt,“ segir Björk
en hópurinn kallar sig Gullmol
ana.
„Þetta er alveg dásamlegt. Við
komum úr öllum áttum, einhverj
ar þekktust áður en alls ekki allir.
Í hópnum eru drífandi karakter
ar sem standa fyrir þorrablótum
ofan í lauginni, jólaglöggi og svo
fer hópurinn út að borða, eða pant
ar mat heim í lok tímabilsins. Það
er biðlisti í þennan hóp ef einhver
dettur einhverra hluta vegna út,“
segir Björk.
Eru þetta allt saman konur?
„Það er einn karl í hópnum, aðrir
hafa gefist upp,“ segir hún sposk.
„En þessi eini er þarna með kon
unni sinni. Við hinar höfum
hann reyndar grunaðan
um að vilja ekki fleiri
karla í hópinn.“
Laugin á Hofs-
ósi frábær
Björk er
einn
ig dug
leg við
að þræða
sund
laugarnar
á ferðalög
um um land
ið og segir það
fyrsta sem hún
geri þegar þau
hjónin stoppi ein
hvers staðar sé að leita
uppi sundlaug. „Hann fer
í golf og ég fer í sund, og
er lengi. Ég hef heimsótt margar
laugar um allt land en ef ég á að
nefna einhverja uppáhalds er sú á
Hofsósi frábær.“ heida@365.is
Guðmundur Halldórsson, forstöðu
maður Salalaugar, segir að mikl
ar endurbætur hafi farið fram á
húsnæðinu undanfarið. „Búið er
að taka inniklefana í gegn, meðal
annars var skipt um gólfefni og
loftplötur. Sömuleiðis er búið að
gera upp útiklefana sem eru núna
eins og nýir. Gufubaðið var endur
nýjað í vor, glæsilegir bekkir hafa
verið settir upp og nýjar flísar á
gólfi og veggjum,“ segir hann en
Salalaug var opnuð árið 2005.
Kópavogsbær hefur staðið fyrir
verkefninu Skemmtilegri sundlaug
ar að undanförnu og af því tilefni
hafa verið margvíslegar uppákom
ur í Salalaug. „Við höfum verið með
samflot reglulega í vetur, sundjóga
með lifandi tónlist og kertaljósum
sem hefur verið gríðarlega vinsælt.
Sömuleiðis höfum við boðið upp á
sundjóga og samflot saman en þá
myndaðist röð hér út úr dyrum. Við
munum reyna að halda áfram með
skemmtilega viðburði næsta vetur.
Sundleikfimi er tvisvar í viku allt
árið nema á meðan á sumarleyfi
stendur. Mörgum finnst mjög gott
að stunda leikfimi í vatni, líkaminn
verður léttari og mýkri. Þetta hent
ar sérstaklega vel fyrir þá sem eru
með stirðleika í liðum,“ segir Guð
mundur.
Boðið verður upp á enn meiri
hreyfingu í Salalaug í haust þegar
Reebok Fitness opnar þar. „Fyrir
tækið hefur gert samning við Kópa
vogsbæ um að setja upp líkams
ræktarstöðvar í báðum laugum
bæjarins og verður opnað 1. októ
ber. Þess má geta að núna í júní
stendur yfir frábært tilboð frá Ree
bok Fitness. Kortið gildir til 1. októ
ber 2017 en fram að opnun í laugum
Kópavogs gildir kortið í aðrar stöðv
ar Reebok Fitness og í sundlaugarn
ar. Tilboðsverðið er 39.900 krónur.“
Salalaug hentar öllum aldri. Á
næstunni verður bætt við sund
leikföngum og leiktækjum við
laugina, börnum til mikillar
ánægju. „Við leggjum áherslu á
snyrtilegt og hreint umhverfi og
að gestum okkar líði vel. Starfs
fólkið tekur á móti öllum með
bros á vör. Við erum stolt af því
að bjóða mjög góða aðstöðu fyrir
allan aldur,“ segir Guðmundur.
Salalaug er opin alla daga en opn-
unartími í sumar er:
Virkir dagar frá 6.30-22.00
Helgar frá 8.00-20.00
Opið er í Salalaug í dag, 17. júní,
frá 10.00-18.00
frábær sundaðstaða eftir endurbætur
Salalaug er önnur af tveimur sundlaugum í Kópavogi. Hún er staðsett að Versölum 3. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsakynnum
laugarinnar undanfarið. Í Salalaug er bæði úti- og innilaug, rennibraut og heitir pottar. Ný leiktæki og sundleikföng eru fyrir börnin.
Kaldur pottur er hressandi.
Skemmtileg rennibraut er í Salalaug. Á
næstunni verður bætt við leiktækjum
og sundleikföngum.
Í Salalaug er góð aðstaða bæði úti og inni. myndir/jóHann Waage
Syndir fimm sinnum í viku
björk Þorgeirsdóttir, kennari við Kvennaskólann, hefur mætt samviskusamlega í sundleikfimi
síðustu tólf ár með Gullmolunum í Breiðholtslaug. Þess utan nýtir hún hvert tækifæri sem gefst til að
synda og nýtir tímann í laugunum á landsbyggðinni í sumarfríum meðan eiginmaðurinn spilar golf.
björk Þorgeirsdóttir kennari er einn
gullmolanna sem stunda sundleikfimi í
breiðholtslaug. Hún syndir hvenær sem
tækifæri gefst og segir sundferð besta
meðalið við stressi. mynd/Hanna
SUndlaUgar Og jarðböð Kynningarblað
17. júní 20162
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
4
-1
A
C
8
1
9
C
4
-1
9
8
C
1
9
C
4
-1
8
5
0
1
9
C
4
-1
7
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K