Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 30
 Við erum vel í sveit sett. Erum þægilega nærri Kringlumýrar- brautinni og margir af okkar fastagestum eru ekki endilega Kópa- vogsbúar heldur eiga hér leið um til og frá vinnu. Jakob Þorsteinsson Þegar Unnur hannaði flothettuna var hún um leið að innleiða nýja siði og slökunaráherslu í bað- menningu landsmanna. Þegar hún er spurð hvað flothetta sé í raun, svarar hún: „Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa vellíð- an í vatni, losa um streitu og eiga nærandi stund í kyrrð. Flothett- an varð til út frá hugleiðingum mínum um að vinna með eitthvað sér-íslenskt, sem að mínu mati er til dæmis sund- og baðmenn- ing þjóðarinnar. Sem Íslendingur og daglegur gestur sund- og bað- staða fannst mér borðleggjandi að tengja saman vatnið og slök- un í áhugaverðu og heilsubætandi hönnunarverkefni,“ segir Unnur. „Vörulínan samanstendur af flot- hettu og fótafloti, hönnuðu til að veita líkamanum fullkominn flot- stuðning í vatni.“ Slökun og vellíðan Sundlaugarnar hafa auglýst sam- flot en Unnur segir að það sé hugsað sem vettvangur fyrir fólk að koma saman og upplifa nær- andi slökunarstund í þyngdar- leysi. „Rannsóknir sýna að við það eitt að sleppa tökunum og leyfa sér að fljóta eiga ákveðin efnaskipti sér stað. Streituvald- andi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víkja fyrir vellíðunar- hormónunum endorfíni og beta endorfíni sem er verkjastillandi. Þægilega umlukin vatni hægir á huganum, heilahvelin samstillast og dýpra stigi slökunar næst. Að fljóta gefur frelsi frá öllu utan- aðkomandi áreiti. Það býr til að- stæður fyrir djúpslökun og jafn- vægi. Við þessar aðstæður skap- ast rúm fyrir líkamann til að fínstilla sinn innri takt og njóta vellíðunar sem og heilsubætandi áhrifa slökunar. Þegar þyngdar- aflinu sleppir frelsast þeir hlutar líkamans sem bera mesta þung- ann. Þetta eru miðtaugakerfið, vöðvarnir og hryggsúlan. Fljót- andi slökun nær til okkar dýpstu vöðva sem þýðir að hún dregur úr verkjum og bólgum í liðum, baki, hálsi og flýtir fyrir bata til dæmis eftir tognun.“ Fínstilltur líkami Unnur segir að flot hafi verið stundað um allan heim í salt- vatni í svoköll- uðum flottönk- um. „Hugmynd- in á uppruna sinn í Bandaríkjun- um en þar byrj- uðu menn að þróa þessa slökunarað- ferð upp úr 1950. Flottankar eru ekki mjög aðgengilegir og frekar dýrt sport, því má segja að flothettan sé svona ís- lensk alþýðuútgáfa sem gerir okkur kleift að stunda fljótandi slökun með frekar litlum kostn- aði í okkar frábæru laugum. Það hefur verið mikill áhugi á þessu sporti enda hafa rannsóknir sýnt fram á góð áhrif slökunar í vatni. Þetta er fullkom- in hvíld og endurnær- ing fyrir líkama og sál. Allir geta stundað flot. Fólk losnar við streitu. Flotið er til dæmis frábært fyrir barns- hafandi konur og þá sem eru með stoðkerfisvandamál og verki. Lík- aminn er í eðli sínu alveg full- kominn og með því að gefa honum stund í næði og kyrrð hefur hann tök á að næra og heila það sem þarf. Tökum frá tíma og rými til að gefa honum færi á því að hvíl- ast og fínstilla sinn takt. Svo má ekki gleyma því að hafa gaman af þessu í leiðinni, það getur verið stórkostlega skemmtilegt að fljóta undir dansandi skýjum eða stjörnubjörtum himni. Þetta á líka að vera skemmtilegt.“ elin@365.is Flotið undir stjörnubjörtum himni Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hönnuður flothettunnar sem hefur slegið í gegn hér á landi. Samflot, þegar margir fljóta saman, er orðið mjög vinsælt í sundlaugum landsins. Flothetta og fótaflot er staðalbúnaður þeirra sem láta sig fljóta og bæta þannig heilsuna. Í samstarfi við Jógasetrið heftur Unnur boðið upp á samflot fyrir barnshafandi konur sem kallast Bumbuflot. MYND/VILHELM „Sundlaug Kópavogs á sér langa sögu en hún var upphaflega byggð árið 1967. Hún var stækkuð árið 1991 og endurbyggð að stórum hluta árið 2008 þegar bættust við innilaugar, nokkrir pottar, gufubað og rennibrautir,“ segir Jakob Þorsteinsson, forstöðumað- ur Sundlaugar Kópavogs, en í dag standa engar af upprunalegum byggingum laugarinnar. Hann segir laugarplássið það næststærsta á landinu. Þar er að finna 50 metra útilaug, tvær inni- laugar, önnur er 25 metra löng og hin tíu metra löng sem notuð er til kennslu. „Sú laug er líka mjög vinsæl meðal fjölskyldna með ung börn enda er hún bæði grunn og örugg og þar eru oft og tíðum skemmtileg flotleikföng,“ lýsir Jakob. Á sundlaugarsvæðinu eru einnig átta pottar, þar af einn kaldur pott- ur sem nýbúið er að setja upp. Þá er þar að finna fjórar rennibraut- ir, misháar. Tvær fimm metra, eina þriggja metra og ein er lítil og fyrir allra yngstu krakkana. Jakob segir fjölskyldufólk sækja mikið í Sundlaug Kópavogs enda margt í boði sem laðar gesti að. Til dæmis séu margir hrifnir af heita pottinum sem liggi samhliða vaðlauginni þannig að foreldrar geta fylgst með stálpuðum börn- um sínum að leik. Nýir búningsklefarnir voru byggðir árið 2008. „Við erum með sex búningsklefa, þrjá fyrir hvort kyn, bæði útiklefa og inniklefa.“ Vinsældir Sundlaugar Kópavogs eru miklar enda koma um 500 þús- und gestir í laugina ár hvert. „Við erum vel í sveit sett. Erum þægi- lega nærri Kringlumýrarbraut- inni og margir af okkar fastagest- um eru ekki endilega Kópavogsbú- ar heldur eiga hér leið um til og frá vinnu,“ upplýsir Jakob. „Mjög breiður hópur sækir okkur heim þó fjölskyldufólk sé áberandi. Þá eru Íslendingar í meirihluta gesta okkar þó við finnum vissulega fyrir fjölgun ferðamanna.“ Líkamsrækt hefur lengi verið rekin í kjallara hússins. „Hún er lokuð sem stendur en verður opnuð aftur í haust ný og endurbætt með glænýjum tækjum,“ segir Jakob og býður alla velkomna í Sundlaug Kópavogs. Rennibrautirnar eru vinsælastar Sundlaug Kópavogs er einkar fjölskylduvæn laug þar sem fólk á öllum aldrei getur notið þess að synda, leika sér og slaka á. Rennibrautirnar, sem eru af mörgum gerðum, eru eitt aðalaðdráttarafl laugarinnar og njóta sérstakrar hylli meðal yngri gesta laugarinnar. Bæði ungir sem aldnir hafa gaman af góðum bunum. Sundlaug Kópavogs var mikið endurnýjuð árið 2008. Rennibrautirnar eru margvíslegar og stórskemmtilegar. Mér fannst borðleggjandi að tengja saman vatnið og slökun í heilsubætandi hönnunarverkefni. Unnur Valdís Kristjánsdóttir SUNDLaUgaR og JaRðBöð Kynningarblað 17. júní 20164 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 4 -1 F B 8 1 9 C 4 -1 E 7 C 1 9 C 4 -1 D 4 0 1 9 C 4 -1 C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.