Fréttablaðið - 17.06.2016, Page 32

Fréttablaðið - 17.06.2016, Page 32
Plötusnúðurinn og tölvunörðurinn Benedikt Sölvi Stefánsson, best þekktur sem BenSöl, kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Sol- stice sem hófst í Laugardal í dag. Dagsdaglega starfar hann sem IBM-sérfræðingur hjá Nýherja og samtvinnar þannig ástríðurn- ar tvær í lífi sínu; tölvur og tón- list enda spilar hann að eigin sögn tölvutónlist. Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Í dag er hann mjög dimmur og skemmtistaða óríentaður. Enda hef ég verið í þeim bransa í mörg ár. Dökkur, djarfur og dulúður. Hversdags klæðnaðurinn minn er kannski meira „casual street“ tíska og samanstendur yfirleitt af þröngum gallabuxum, einföldum bol, strigaskóm og léttum jakka eða hettupeysu. Einfaldara og þægilegra verður það varla. Hvenær fékkstu áhuga á tísku? Ég hafði eiginlega aldrei sérstak- an áhuga á tísku áður fyrr. Þegar ég var yngri reyndi ég að skera mig úr og vera með svona attitude í fatnaði. Þegar ég eldist breyt- ist það og ég fór að velja föt sem mér leið vel í og sýndu persónu- leika minn betur. Stærstur hluti fataskápsins er svartur og hefur dökknað með hverju árinu. Að undanskildum sokkum og nær- buxum sem ég leyfi að vera mjög skræpóttum í staðinn til að halda jafnvægi. Hvernig tengist tísku- og tónlistaráhuginn? Manni verður að líða vel í skónum þegar maður stappar, dansar og hoppar upp á sviði eða úti á dans- gólfi. Því verða þægindi og útlit að að fara saman. Fötin þurfa því að vera frekar létt vegna hitans og svitans sem fylgir starfinu. Dökk- Dökkur, Djarfur og Dúlúðugur Tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst í gær. Meðal þeirra sem koma fram er plötu­ snúðurinn BenSöl, Benedikt Sölvi Stefánsson, sem klæðist helst dimmum og djörfum klæðn­ aði sem um leið er einfaldur og þægilegur. Í hermannajakka frá Hugo Boss og Stacy Adams skóm. Í leðurjakka frá SUIT, Selected gallabuxum og með Gucci sólgleraugu. Mynd/Eyþór ir litir meika líka bara meira sens af svo mörgum ástæðum og því leitar undirmeðvitundin beint í þá þegar kemur að fatavali. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Það er helst að fara út og skoða hvað aðrir eru að gera og horfa á myndbandsupptökur af tónleik- um, skemmtistöðum og festivöl- um. Maður verður samt að passa sig að festa sig ekki allt of mikið í straumum á Íslandi heldur reyna að sjá heildina og hvað er að gerast alls staðar. Reyna líka að búa til sinn perónulega stíl og ekki bara elta alla hina blindandi. Áttu þér uppáhaldsverslanir hér heima og erlendis? GK Reykjavik, Jör, Húrra, Ink- law og Boss koma svona fyrst upp í hugann hér heima. Ég reyni þó helst að kaupa föt erlendis og þá helst í random búðum. Ef maður fjárfestir í flottri flík þá vill maður helst ekki sjá hálfan bæinn í sömu flík. Ég reyni eins og ég get að halda mig frá ofurdýru hátísku- húsunum. Miklu skemmtilegra er að grafa og grúska þangað til ein- hver flík kallar til manns úr ólík- legustu búðum. Ein slík er t.d. BAM í Berlín, sem var svona mín leynibúð, en greinilega ekki mikið lengur. Uppáhaldshönnuðir þínir? Alexander Kirchner, Kristjana S. Williams, JÖR, Ziska og Ink- law koma svona fyrst upp í hug- ann af þeim íslensku. Suit merk- ið hefur verið sterkt hjá mér í smá stund og ShoeTheBear þó svo þeir hafi afar stutt lífskeið sem er synd. Bossinn leynir stundum á sér og er yfirleitt til í miklu meira úrval úti en heima, sem hefur sína kosti og galla. Áttu þér uppáhaldsflík? Um þessar mundir eru það senni- lega hettupeysa sem ég keypti í BAM í Berlín og svarti Suit leður- jakkinn minn. Getur þú nefnt dæmi um bestu kaup þín? Það er Boss hermannajakkinn minn. Það urðu næstum vinslit yfir þessum jakka því aðeins einn var til í versluninni. Raunar tap- aði ég áhlaupinu að honum en sem betur fer passaði hann ekki á fé- lagann sem gerði sigurinn sætari. Notar þú einhverja fylgihluti? Ég gekk í gegnum alls konar tímabil með fylgihluti, eins og úr, hringi, úlniðsbönd og hálsmen af öllum sortum. Einhvern veginn óx maður upp úr því og hef ég verið nakin af öllu slíku í langan tíma. Nýlega var mér gefið fallegt gam- aldags úr sem ég er afar ánægð- ur með og nota daglega. Þó svo að úr séu löngu orðin óþörf með komu snjallsímanna þá er það eitthvað sem ennþá heillar við að vera með flott úr. Einnig er ég mjög hrifinn af klassískum flottum sólgleraug- um og fjárfesti nýlega í einum frá Gucci sem eru í miklu uppáhaldi. Hvað er helst að gerast í tónlistinn hjá þér í sumar? Það er nóg að gerast í tónlistinni í sumar. Þar má helst nefna Secret Solstice sem ég er að spila á ásamt plötusnúðagenginu mínu Træang- ular. Einnig verð ég að spila í alls- konar uppákomum og eftirpartíum tengdum hátíðinni. Ég á líka mín reglulegu kvöld á stöðum eins og Kaffibarnum og Paloma og svo er ýmislegt fleira í pípunum. Það er nóg að gera og danstónlistin hefur aldrei verið sterkari en nú. Í hettupeysu og bolum frá Boom Bat. • • • • • • • Frjókorna úr trjám, grasi, illgresi og blómum Myglu Gróa frá plöntum Ryks Rykmaura Dýra Annarra loftborinna ofnæmisvaka Bionette hentar vel gegn ofnæmiskve af völdum: LAUS VIÐ HNERRANN MEÐ OFNÆMISLJÓSI Lyfjalaus meðferð Auðvelt í notkun Klínískt prófað Létt og meðfærilegt Án þekktra aukaverkana Hentar 6 ára og eldri Bólgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs BioNette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennum ofnæmiskvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíu og tárvotum augum. Nasal Allergy Treatment Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4 mín). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast. Sölustaði má nna á facebook.com/bionetteisland Vottanir: ISO 9001 (2008), MDD 2007/47 EEC (2007), ISO 13485 (2012) Cert. Nr. 499/499CE Fæst í apótekum Umboðsaðili, 1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R8 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 4 -3 3 7 8 1 9 C 4 -3 2 3 C 1 9 C 4 -3 1 0 0 1 9 C 4 -2 F C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.