Fréttablaðið - 17.06.2016, Side 52
Fjallkonan
í gegnum árin
Fjallkonan er einn af föstum liðum 17. júní hátíðarinnar. Margar af
ástsælustu leikkonum þjóðarinnar hafa ávarpað þjóðina á Austur-
velli í gervi fjallkonunnar allt síðan 1947 og hér verður farið laus-
lega yfir nokkrar þeirra sem hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi.
2007 – Sólveig Arnarsdóttir Ávarp fjall-
konunnar þetta árið var eftir Þórarinn
Eldjárn. Mynd/VAlli
2014 – Valgerður Guðnadóttir flutti ljóðið Mynd til láru eftir Valgeir Guðjónsson.
Mynd/dAníEl RAGnARSSon
2003 – inga María Valdimarsdóttir flutti ljóð eftir ingibjörgu Haraldsdóttur.
2006 – Elsa G. Björnsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Það er einsdæmi í sögu Fjallkonunnar að þær hafi verið tvær. Þær fluttu
ljóðið Einu-sinni-var landið eftir Steinunni Sigurðardóttur, Tinna á talmáli en Elsa á táknmáli. Mynd/HEiðA HElGAdóTTiR
2008 - Elma lísa Gunnarsdóttir
Ávarpið árið 2008 var eftir Þorstein frá
Hamri. Mynd/dAníEl RúnARSSon
Nokkrar FjallkoNur
1944: Kristjana Milla Thor-
steinsson – fyrsta fjallkonan. Hún
kom reyndar ekki fram vegna
aftakaveðurs og var ekki leikkona
heldur dótturdóttir Hannesar
Hafstein.
1947: Alda Möller – fyrsta fjall-
konan sem kom fram og var auk
þess leikkona.
1958 og 1976: Helga Bachmann
1962 og 1971: Kristbjörg Kjeld.
1993: Ólafía Hrönn Jónsdóttir
1997: Halldóra Geirharðsdóttir
1998: Helga Braga Jónsdóttir
2002: Nína Dögg Filippusdóttir
2010: Unnur Ösp Stefánsdóttir
Saga FjallkoNuNNar
Fjallkonan er rómantískt tákn eða kvengerving
fyrir Ísland sem kom fyrst fram á prenti í
kringum 1752 – en var ekki nefnd Fjallkonan
fyrr en í kvæði Bjarna Thorarensen frá upphafi
19. aldar:
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð!
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal stal
síðar mynd af fjallkonunni úr enskri þýðingu
á íslenskum þjóðsögum og notaði á frægt
minningarspjald um þjóðhátíðina árið 1874.
Vestur-Íslendingar í Winnipeg byrjuðu á
þeim sið að velja stúlku til að koma fram
sem fjallkonan á þorrablótum en þessi
siður var svo tekinn upp hér á landi, með
öðrum áherslum þó, við lýðveldisstofnun.
Allt frá því að Alda Möller leikkona setti
upp gervið 1947 hefur tíðkast að hafa leik-
konu í hlutverkinu.
Fyrsta
teikningin af
fjallkonunni
eftir Johann
Baptist
Zwecker.
Hver verður
FjallkoNaN í ár?
Það verður gríðarlega spennandi
að sjá hver verður valin til að vera
fjallkonan í ár. Það má auðvitað
alveg giska og eru t.d. Ágústa Eva
Erlendsdóttir, Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir, Elma Stefanía Ágústs-
dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Lára Jóhanna Jónsdóttir, Salka Sól
Eyfeld og Kristín Þóra Haralds-
dóttir allar nokkuð líklegar.
Stefán þór
Hjartarson
stefanthor@
frettabladid.is
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R36 L í F i ð ∙ F R É T T A B L A ð i ð
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
C
4
-2
4
A
8
1
9
C
4
-2
3
6
C
1
9
C
4
-2
2
3
0
1
9
C
4
-2
0
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K