Fréttablaðið - 25.10.2016, Side 6

Fréttablaðið - 25.10.2016, Side 6
Auglýsing frá landskjörstjórn um framboð við alþingiskosningar 29. október 2016. Með vísan til 44. gr. laga um kosningar til Alþingis er framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi birtur á ný þar sem nafn frambjóðanda hafði misritast. V – listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, kt. 240657-7919, alþingismaður, Hjallavegi 31, Suðureyri. 2. Bjarni Jónsson, kt. 060666-3939, forstöðumaður, Raftahlíð 70, Sauðárkróki. 3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, kt. 210176-3149, grunnskólakennari, Ytra-Hóli, Skagabyggð. 4. Rúnar Gíslason, kt. 170496-3029, leiðbeinandi, Brákarbraut 4, Borgarnesi. 5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kt. 260986-3259, líffræðingur og kennari, Kleppjárnsreykjum, Reykholti. 6. Reynir Þór Eyvindsson, kt. 190363-4149, verkfræðingur, Skógarflöt 25, Akranesi. 7. Hjördís Pálsdóttir, kt. 080686-2699, safnstjóri, Bókhlöðustíg 1, Stykkishólmi. 8. Þröstur Þór Ólafsson, kt. 221265-5139, iðnkennari, Steinsstaðaflöt 21, Akranesi. 9. Berghildur Pálmadóttir, kt. 110186-2829, ráðgjafi, Fagurhólstúni 1, Grundarfirði. 10. Halla Sigríður Steinólfsdóttir, kt. 110564-2609, bóndi, Ytri-Fagradal 2, Dalabyggð. 11. Bjarki Hjörleifsson, kt. 220389-2439, vert, Ásklifi 11, Stykkishólmi. 12. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kt. 131293-2329, yfirnáttúrubarn, Kirkjubóli 1, Hólmavík. 13. Ingi Hans Jónsson, kt. 240255-7749, sagnaþulur, Sæbóli 13, Grundarfirði. 14. Lárus Ástmar Hannesson, kt. 150766-4199, kennari, Nestúni 4, Stykkishólmi. 15. Guðný Hildur Magnúsdóttir, kt. 130669-3019, félagsráðgjafi, Hreggnasa, Bolungarvík. 16. Guðbrandur Brynjúlfsson, kt. 300448-8019, bóndi, Brúarlandi 2, Borgarbyggð. Reykjavík, 24. október 2016. Landskjörstjórn. XP PÍRATAR KYNNA Í DAG KL 16:00-18:00 Í NORRÆNA HÚSINU Kerfisbreytingar í sjávarútvegi Tökum samtalið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa kveðið sér hljóðs um málefni sjávarútvegsins og hefur yfirskrift þeirrar herferðar verið “Samtal um sjávarútveg”. Píratar vilja því taka útvegs menn á orðinu og efna til mál efnalegrar, opin- berrar umræðu og samtals þar sem sérfræðingar frá hvorri hlið skoða alla fleti þessa mikilvæga málaflokks. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Ólafur Arnarson SFÚ – Samtök Fiskfram- leiðenda og útflytjenda Heiðrún Lind Marteinsdóttir Framkvæmdastjóri SFS – Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Gunnar Smári Egilsson Ritstjóri Fréttatímans Heiðar Hrafn Eiríksson Þorbjörn hf. Álfheiður Eymarsdóttir Frambjóðandi Pírata í Suðurkjördæmi Fundastjóri: Baldvin Jónsson Guðmundur Kristjánsson Brim hf. Landbúnaður Riðuveiki virðist vera að skjóta upp kollinum á nýjan leik í Skagafirði en á síðustu átján mánuðum hafa fjögur tilvik komið upp. Bæirnir eru á svip- uðum slóðum í Skagafirði og liggur fé þeirra saman á afrétti. Sigríður Bjarnadóttir, dýralæknir hjá Mat- vælastofnun, segir mikilvægt að rannsaka riðutilfellin ítarlega. „Smitefnið er afar lífseigt og getur lifað í náttúrunni í fjölda ára. Því er nokkuð erfitt að eiga við sjúk- dóminn,“ segir Sigríður. „Í sjálfu sér er erfitt að finna skýringu á því af hverju riðan er að koma upp aftur núna. Við þurfum að víkka út far- aldsfræðilega rannsókn á riðutil- fellunum. Féð liggur saman á afrétti og hafi til að mynda riðuveik kind drepist á afrétti er smitefnið lengi í náttúrunni.“ Fyrir þremur áratugum voru aðgerðir hertar gegn riðu hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu hennar. Síðan þá hefur yfir 160 þúsund kindum verið fargað af riðu- sýktum bæjum. Þrátt fyrir að riðan sé að koma upp aftur nú í Skaga- firði eftir nokkur riðulaus ár hefur mikill árangur unnist. Bændur þurfa að fara í gríðarlega mikla vinnu við bú sín þegar riðuveiki greinist og litlar sárabætur nást upp í það tap sem hlýst af. „Fótunum er bara kippt undan manni,“ segir Jónína Stefánsdóttir, bóndi í Stóru-Gröf ytri í Skagafirði, en kind hjá henni greindist með riðu í síðustu viku. „Nú erum við að missa allt okkar fé út af einni kind, þetta var ævistarfið og lifibrauðið. Við höfðum ræktað þennan stofn í öll þessi ár og svo á bara að lóga öllu fénu.“ Jónína segir mikið verk fyrir höndum. „Nú þurfum við að rífa allt innan úr fjárhúsunum og skipta um jarðveg og sótthreinsa allt frá toppi til táar. Það verður skrítin tilfinning í vetur að hafa jörðina tóma. Í sjálfu sér er þá ekkert lengur til að vakna fyrir á morgnana,“ segir Jónina. sveinn@frettabladid.is Riða rústar ævistarfi Jónínu í Stóru-Gröf ytri Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Skagafirði á síðustu átján mánuðum. Jónína Stefánsdóttir, bóndi í Stóru-Gröf ytri, þarf að skera allt sitt fé eða tæplega 400 fjár. Smitefnið í riðu er afar lífseigt og getur lifað í náttúrunni í fjölda ára. Riðuveiki er afar erfiður sjúkdómur því smitberi getur lifað í náttúrunni í áratugi. Ef riða greinist: l Þarf að skera allt fé á bænum l Þarf að skera allt fé sem hefur verið hýst næturlangt á bænum l Þarf að skipta um jarðveg í kringum fjárhús l Þarf að brenna allt timbur í fjárhúsum l Þarf að sótthreinsa stál og veggi með joði og klór l Þarf að sótthreinsa tæki og vélar l Verður jörðin að vera laus við sauðfé í tvö ár ✿ riðutilfelli í Skagafirði 2009-2016 5 1 2 3 4 1. Dæli 2009 2. Valagerði 2015 3. Víðiholt 2015 4. Brautarholt 2016 5. Stóra-Gröf ytri 2016 Varmahlíð Sauðár- krókur SamféLag Páll Valur Björnsson, þing- maður Bjartrar framtíðar, telur eðli- legt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur marg sannað sig. Því ættum við að fara varlega í breytingar á kerfinu. Að mínu mati kæmi ekki til greina að bjóða upp aflaheimildir á einu bretti,“ segir Páll Valur. Hann segir byggðakvóta og strandveiðikvóta ekki hjálpa byggð- um landsins. „Það kemur til greina að bjóða upp þennan kvóta. Með byggðakvóta eru menn að munstra sig austur á firði frá öðrum stöðum á landinu og svo er fiskurinn fluttur á bílum suður. Einnig með strand- veiðina, þá getur ekki verið arð- bært að mörg hundruð báta sæki þann litla afla sem til skiptanna er í ólympískum veiðum. Menn eru að fá mjög lítið út úr þessum veiðum. Við ættum að geta boðið upp kvót- ann og skilað þeim fjárhæðum til byggðanna aftur. Þá gætum við nýtt mun betur auðlindina til hags- bóta fyrir landsbyggðina.“ segir Páll Valur. – sa Vill uppboð byggða- og strandveiðikvóta Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. Það verður skrítin tilfinning í vetur að hafa jörðina tóma. Í sjálfu sér er þá ekkert lengur til að vakna fyrir á morgnana. Jónína Stefáns- dóttir, bóndi í Stóru-Gröf ytri 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I ð J u d a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -F 1 E C 1 B 0 C -F 0 B 0 1 B 0 C -E F 7 4 1 B 0 C -E E 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.