Fréttablaðið - 25.10.2016, Síða 8

Fréttablaðið - 25.10.2016, Síða 8
Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks Velferðarráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar styrki til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks. Styrkirnir eru veittir í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem gert er ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmann- virkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Styrkirnir voru áður auglýstir í september síðastliðnum en ákveðið var að ítreka auglýsinguna og framlengja umsóknarfrestinn til 2. nóvember. Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Sveitarfélög bera ábyrgð á úttektum (sbr. aðgerðalið A.1 í áætlun- inni) en markmið úttektanna er að leiða í ljós stöðu aðgengismála í hlutaðeigandi sveitarfélagi. Í framhaldi af úttekt verði gerð áætlun um úrbætur, ef við á. Velferðarráðuneytið mun veita styrki til þess að framkvæma um- ræddar úttektir. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögum sem ljúka slíkri úttekt á yfirstandandi ári 2016. Þjónustusvæði sem samanstanda af fleiru en einu sveitarfélagi, sem og ferlinefndir, geta einnig sótt um styrk. Starfshópur metur umsóknir en forsenda fyrir greiðslu styrks er að ráðuneytinu hafi borist afrit af úttekt sem lýsi stöðu aðgengismála í sveitarfélaginu. Reiknað er með að þessum afritum verði skilað eigi síðar en 10. desember 2016 og greiðsla styrksins fari fram fyrir áramót. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 2. nóvember kl. 16.00 Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins (http:// minarsidur.stjr.is) SÍÐUMÚLI 14 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5510 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -18 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Syrgja fallinn hermann Geðshræringin var mikil í útför indverska hermannsins Gurnam Singh sem fram fór í fyrradag. Singh lést af sárum sínum tveimur dögum eftir að hafa orðið fyrir skoti pakistanskrar leyniskyttu. Árásin átti sér stað skammt frá borginni Jammu, vetrarhöfuðborg Kasmírhéraðs. Deilt hefur verið um Kasmírhérað frá árinu 1947 og reglulega gerist það að andstæðar fylkingar Indverja og Pakistana skjóta hvor á aðra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frakkland Frönsk stjórnvöld hóf­ ust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermar­ sunds ganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta  7.500 manns  húsa­ skjóli í flóttamannabúðum á sam­ tals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undan­ farið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lög­ reglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mót­ mælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búð­ anna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsunds­ göngin til Bretlands. Vöruflutninga­ bílar á leiðinni inn í göngin eru iðu­ lega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakk­ lands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsunds­ göngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hug­ mynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. gudsteinn@frettabladid.is Frönsk yfirvöld flytja flóttamenn frá Calais Þúsundir flóttamanna hafa verið fluttar til flóttamannabúða víðs vegar um Frakkland. Bretar hafa verið tregir til að taka við meira en þúsund fylgdar­ lausum börnum sem eiga rétt á að sameinast ættingjum sínum í Bretlandi. 8.143 flóttamenn bjuggu í Calais- búðunum áður en brott- flutningur þeirra hófst í gær, samkvæmt mati hjálpar- stofnana. Opinber tala hefur verið um sjö þúsund. 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d a G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -E C F C 1 B 0 C -E B C 0 1 B 0 C -E A 8 4 1 B 0 C -E 9 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.