Fréttablaðið - 25.10.2016, Síða 14

Fréttablaðið - 25.10.2016, Síða 14
1 6 -0 2 5 0 -H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nærandi millimál … er létt mál Gríptu með þér gríska jógúrt eða kotasælu Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með hreinum grunni og hollum og stökkum toppi. Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum eða kotasæla með berjum og möndlum. möndlur sólblómafræ chiafræ döðlur grísk jógúrt graskersfræ Þann19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyris iðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformað­ ur Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við. Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frek­ ari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxta­ klyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á full­ yrðingum úr lausu lofti. Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfis­ ins og annarra innviða samfélags­ ins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skulda­ bréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóð­ anna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa. Svar til Halldórs Gunnarssonar um lífeyrismál Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og for- maður Alþýðu- fylkingarinnar Með félagslega reknu fjár- málakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa. Núverandi kosningakerfi er hannað með þeim hætti að hagsmuna­ og hugsjóna­ bandalög sem ná til um það bil 10% þjóðarinnar geta vænst þess að vinna þingmenn, og þá að jafnaði 5­7 manna þingflokk. Eftir því sem bandalögin eru sértækari, minnka möguleikar þeirra á nægilega breiðri skírskotun til að ná kjöri, og eftir því sem þau eru almennari er meiri hætta á að þau klofni á mótum sértækra hagsmuna eða hugsjóna. Það er því innbyggð í kerfið ákveðin tregða gagnvart myndun breiðra hagsmuna­ og hugsjónabandalaga, um leið og þröskuldur útilokar mjög sértæk bandalög. Frá sjónarhóli kjósandans tryggir núverandi kerfi að jafnan er úr nokkrum kostum að velja. Þann­ ig gætu verið nokkrir flokkar sem boða stefnu sem hugnast kjósand­ anum, en eru kannski skipaðir fólki sem honum líst misvel á að muni koma henni í verk. Í kerfi samsteypustjórnmála má líta á kosningar sem nokkurs konar uppboð á hugmyndum og fólki til að framkvæma þær. Kjósandinn leggur lóð sitt á vogarskálarnar með framboði til merkis um að hann vilji að fólkið og hugmyndirnar þar að baki hljóti aukið vægi þegar kemur að því að mynda stjórn að loknum kosningum. Í kerfi samsteypu­ stjórnmála gengur kjósandinn ekki með þær grillur í höfðinu að einn flokkur muni ráða öllu að loknum kosningum og þannig koma öllum sínum hugmyndum í framkvæmd. Kosningastefnuskrár stjórnmála­ flokka í kerfi samsteypustjórnmála ber að túlka í því ljósi; þær eru ekki bókstafleg loforð, heldur fremur samningsmarkmið ef til stjórnar­ myndunar kæmi. Þetta er, eða ætti að vera öllum kjósendum ljóst. Að loknum kosningum ræður fylgi flokka hversu sterka samn­ ingsstöðu þeir hafa til að koma markmiðum sínum í framkvæmd í samstarfi við aðra flokka. Kjósendur kunna að treysta ákveðnu fólki fram yfir annað til að framfylgja svipuð­ um stefnumálum, og kjósendur geta gefið ákveðnum hugmyndum sér­ stakt vægi með atkvæðum sínum. Á grundvelli vals kjósenda er stefna málamiðlunar mörkuð fyrir fram­ haldið í stjórnarsáttmála af fólki sem til þess var treyst af kjósendum. Væntar stjórnarsamsteypur myndaðar skömmu fyrir kosningar um ákveðið fólk eða ákveðnar hug­ myndir taka val af kjósendum sem þeir annars mundu hafa. Ef búið er að semja um málamiðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósend­ urnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónarmiðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Heiðarlegra væri að sameina fram­ boð sem vilja ganga bundin til kosn­ inga um ákveðin stefnumál eða fólk. Ef semja á um málamiðlun á milli ólíkra framboða áður en atkvæðin eru talin er valfrelsi kjósenda gefið langt nef. Enda má spyrja: hug­ myndir hvaða framboðs eiga að hafa mest vægi við slíka fyrirfram stjórnarmyndun og á hverju á vægið að byggja, ef ekki samningsstöðu sem leiðir af úrslitum kosninga? Samsteypustjórnmál Ef búið er að semja um mála- miðlanir áður en atkvæðin eru talin, missa kjósendurnir af tækifærinu til að leggja sitt lóð á vogina með sjónar- miðum einhvers af aðilum samsteypunnar. Haukur Logi Karlsson doktorsnemi í samkeppnisrétti við European Uni- versity Institute 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -E 8 0 C 1 B 0 C -E 6 D 0 1 B 0 C -E 5 9 4 1 B 0 C -E 4 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.