Fréttablaðið - 25.10.2016, Page 18

Fréttablaðið - 25.10.2016, Page 18
Rannsókn sem gerð var við háskól- ann í Tromsø 2010 sýndi fram á þetta vandamál og sömu niðurstöð- ur fengust í breskri rannsókn frá árinu 2013. Vísindamenn í Kanada og Bandaríkjunum hafa birt nýja rannsókn þar sem fram kemur að núvitund getur hjálpað konum með kynlífsvandamál. Rannsóknin var birt í Journal of Sex Research. Alls tóku 26 konur, allar með litla kyn- lífslöngun, þátt í sérsniðinni með- ferðaráætlun með núvitund. Eftir átta vikur fundu konurnar til auk- innar kynferðislegrar löngunar og nutu kynlífsins betur en áður. Með núvitund lærir fólk afslöppun og að einbeita sér að því sem er að gerast í núinu. Þess vegna hentar núvit- und mjög vel þeim konum sem eiga í vandræðum með kynlífið. Að þekkjA líkAmA sinn Áhugaleysi varðandi kynlíf getur verið af læknisfræðilegum ástæð- um, félagslegum eða andlegum. Konurnar sem tóku þátt í verkefninu voru á aldrinum 25 til 63 ára. Rann- sakendur töldu að núvitund gerði þær áhugasamari um og móttæki- legri fyrir kynlíf. Bæði vegna þess að námskeiðið hjálpaði þeim að ein- beita sér að kynferðislegum tilfinn- ingum í líkamanum, létti skap þeirra auk þess að draga úr streitu og áhyggjum. Með núvitund urðu kon- urnar einnig meðvitaðri um líkama sinn. Jafnframt meðferðinni í núvit- und fengu konurnar kynfræðslu hjá sérfræðingum. Þá er bent á að konur séu ekki einar um vanda- mál tengd kynlífslöng- un. Það á einnig við um karlmenn. HugleiðslA er góð Gyða Dröfn Tryggva- dóttir, lýðheilsufræð- ingur og ráðgjafi hjá Lausninni, segir að hug- leiðsla sé mjög góð aðferð til að kyrra hugann. „Með því að sitja reglulega í þögn, stutta stund í einu, og fylgjast með hugsunum okkar eins og áhorfandi, gefst okkur tæki- færi til að kortleggja huga okkar. Við beinum athyglinni að andar- drættinum og fylgjumst með hugs- unum okkar án þess að dæma þær. Með því að beina athyglinni inn á við og leyfa hugsunum að koma og fara án þess að grípa þær á lofti og leyfa þeim að ráða för, þá byrjar hugur- inn smám saman að róast og verð- ur skýrari. Fræðslan og æfingarn- ar miða einnig að því að vekja okkur til vitundar um hversu viðkvæmt og dýrmætt líf okkar er og hversu mik- ilvægt er að vera til staðar, hvert andartak – því það er það eina sem við höfum og verður aldrei endur- tekið,“ segir hún. Aukin lífsgæði Er hægt að vinna bug á streitu og álagi í gegnum núvitund? „Já, það er hægt. Því betur sem við erum til staðar því erfiðara er að spinna söguþráð úr því sem er að gerast hér og nú. Andartakið sjálft er í lagi, eins og það er, en það er upptekinn hugur okkar sem telur okkur trú um, af gömlum vana, að við þurfum að klára hitt og þetta. Að við höfum aldrei nægan tíma til að klára verkefni dagsins eða getum nálgast lífið á annan hátt. Við erum alltaf í kappi við tímann og það er oft eins og það sé alls ekki í okkar hönd- um hvernig tíma okkar er varið. Vís- indamenn segja að um helmingur ákvarðana sem við tökum daglega séu teknar af gömlum vana. Með iðkun núvitundar höfum við mögu- leika á að sjá skýrt gömul vana- mynstur okkar sem viðhalda t.d. álagi og streitu með ýmsum nei- kvæðum afleiðingum á líf okkar,“ segir Gyða Dröfn og bætir við að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu mikið pláss for- tíðin og framtíðin taki í lífi okkar á kostnað þess sem er að gerast hér og nú. „Við eigum enga möguleika á því að breyta því sem er liðið eða hafa áhrif á það sem ekki er enn orðið – nema með því að sjá það sem er, hér og nú. Stærsta gjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur og öðrum er að vera betur til staðar í okkar eigin lífi. Iðkun núvitundar getur breytt því algjörlega hvernig við bregð- umst við því sem á vegi okkar verð- ur. Með því að verða meðvituð um hugsanir frá einu andartaki til þess næsta þurfum við ekki að fara sömu gömlu troðnu slóðina heldur eigum við meiri möguleika á að vaxa og þroskast og auka þar með lífsgæði okkar og hamingju.“ fólk er kynningArblAð sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 elín albertsdóttir elin@365.is gyða dröfn segir fortíð og framtíð taka mikið pláss í lífi flestra á kostnað þess sem er að gerast hér og nú. samkvæmt nýlegri rannsókn fundu konur til aukinnar kynferðislegrar löngunar og nutu kynlífsins betur eftir átta vikna núvitundarmeðferð. núvitund eykur kynHvöt kvennA Núvitund gagnast konum sem hluti af meðferð við minnkaðri kynhvöt. Lítil kynhvöt er algengasta kynlífsvandamál kvenna. Nýlegar rannsóknir sýna að þriðja hver kona á erfitt með að fá kynferðislega örvun. Lægra verð í Lyfju lyfja.is Liðverkir? 9 Inniheldur glucosamin súlfat 9 Duft í skammtapokum 9 Leyst upp í vatni – auðvelt að taka inn 9 Nær bragðalaust – með sætuefnum 9 Einn skammtur á dag Notkunarsvið: Glucosamin LYFIS er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar slitgigtar í hné. Ekki má nota lyfið ef um er að ræða ofnæmi fyrir glucosamini, einhverju öðru innihaldsefni lyfsins eða fyrir skelfiski, þar sem glucosamin er unnið úr skelfiski og ef um er að ræða meðfæddan efnaskiptasjúkdóm (fenýlketonmigu). Gæta skal sérstakrar varúðar: Einstaklingar með sykursýki, astma, alvarlegt lifrar- eða nýrnavandamál, óþol fyrir einhverjum tegundum sykurs eða eru á natríumskertu fæði skulu leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Einnig þarf að útiloka að um sé að ræða annan liðsjúkdóm. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar um notkun og því skal ekki nota Glucosamin LYFIS á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Skömmtun: Fullorðnir, einnig aldraðir: Innihald eins skammtapoka á dag, helst með mat. Algengustu aukaverkanir: Ógleði, kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur, hægðatregða og niðurgangur. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2014. Glucosamin LYFIS Við vægri til meðalsvæsinni slitgigt í hné 1.178 mg glucosamin – 30 skammtapokar afslátt ur 20% Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga boða til fyrirlestrarraðar og vörukynninga á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, næstkomandi þriðjudag 25. október kl. 17:00 -19:30 Aðgangur er ókeypis Dagskrá Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir kynnir niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar þar sem hún bar saman áhrif meðferðar í Bláa lóninu við hefðbundna UVB ljósameðferð. Aníta Sif Elídóttir næringarfræðingur allar um umbúðalæsi, hollustumerkingar og skyldu fyrirtækja til að tilgreina næringarlýsingu á estum forpökkuðum matvælum. Dr. Evgenía Mikaelsdóttir verkefnisstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu heldur erindi um rannsókn á erfðafræði psoriasis. ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -F 6 D C 1 B 0 C -F 5 A 0 1 B 0 C -F 4 6 4 1 B 0 C -F 3 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.