Fréttablaðið - 25.10.2016, Side 20

Fréttablaðið - 25.10.2016, Side 20
Jón Valgeir hefur tvívegis keppt fyrir Íslands hönd í Sterkasti maður heims og margoft tekið þátt í Vestfjarðavíkingi og sams konar keppnum. Hann flutti til Bretlands fyrir tveimur árum og fékk fljót­ lega vinnu sem einkaþjálfari hjá líkamsræktarkeðjunni Virgin Act­ ive. Stöðin heitir Chiswick River­ side og er flaggskip keðjunnar í London. Eftir að hafa unnið þar í um sex mánuði var Jóni Valgeiri boðin „Master Trainer“ eða yfir­ þjálfarastaða við stöðina. Jón Valgeir leggur að sögn höfuð áherslu á aflraunir og kraft­ lyftingar. „Ég kenni viðskiptavin­ um mínum að lyfta rétt. Ég legg upp úr því að laga líkamsstöðu þeirra með því að styrkja veiku hlekkina í líkamanum og kenni þeim að nota allan líkamann í ein­ földustu æfingar,“ segir Jón. Hann hefur auk þess boðið viðskiptavin­ um sínum upp á æfingaferðir til Íslands. „Ég fór í fyrstu ferðina í sumar. Ég fór með tvo viðskipta­ vini sem tóku miklum framförum á aðeins örfáum dögum. Fleiri hafa í kjölfarið lýst áhuga á sams konar ferðum og eru þær í bígerð,“ segir Jón Valgeir. Hann fór meðal annars með við­ skiptavini sína í Jakaból til Magn­ úsar Vers Magnússonar þar sem þeir tóku eðli málsins samkvæmt vel á því. Hann fór líka með þá í Dritvík á Snæfellsnesi þar sem þeir reyndu við aflraunasteinana fjóra; Amlóða, Hálfdrætting, Hálf­ sterkan og Fullsterkan. „Strákarnir lyftu fyrstu þremur og ég endaði á að rífa upp Fullsterkan sem er 155 kíló. Þá fórum við á keppnina Sterk­ asti maður Íslands í Grindavík þar sem við hittum keppendur eins og Hafþór Júlíus Björnsson, Stefán Sölva Pétursson og Sigfús Foss­ dal sem þeim þótti mikið til koma. Eins smökkuðum við alíslenskar kræsingar á borð við hákarl, hval, harðfisk og skyr sem gerir auðvit­ að ekkert annað en að herða menn.“ Jón Valgeir segir viðskiptavini sína hafa tekið miklum framför­ um í ferðinni og að aðrir vilji feta í þeirra fótspor. Hann er sannfærð­ ur um að íslenski víkingaandinn hafi átt þátt í því. „Þegar þeir byrj­ uðu hjá mér í þjálfun var hvorug­ ur þeirra í nokkru styrktarformi. Í Íslandsferðinni bættu þeir sig báðir í bekkpressu og tóku 100 kíló. Þeir lyftu 100 kílóa bjargi í Drit­ vík og áttatíu kílóum í hvorri hendi í bændagöngu og komu tvíefldir heim til London. Þeir voru yfir sig hrifnir af landi og þjóð, ánægjan hefur spurst út og ég hlakka til að koma heim með fleiri hópa.“ víkingaferðir mælast vel fyrir Einkaþjálfarinn og aflraunamaðurinn Jón Valgeir Williams starfar hjá líkamsræktarkeðjunni Virgin Active í London og býður viðskiptavinum sínum upp á víkingaferðir til Íslands. Hann leggur áherslu á kraftlyft- ingar og aflraunir og að blása viðskiptavinum sínum víkingaanda í brjóst. Fyrsta ferðin var farin í sumar og eru fleiri í bígerð. Viðskiptavinir Jóns Valgeirs voru yfir sig ánægðir með Íslandsferðina og munu fleiri fylgja í fótspor þeirra. Það var upplifun að fara á Sterkasta mann Íslands og hitta menn eins og Stefán Sölva Pétursson. Menn reyndu sig við aflraunasteinana fjóra í Dritvík. HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -E 3 1 C 1 B 0 C -E 1 E 0 1 B 0 C -E 0 A 4 1 B 0 C -D F 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.