Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 20

Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 20
Að mati Greiningardeildar Arion banka er krónan allt að tíu pró- sentum sterkari en staðist getur til lengri tíma. Þetta kemur fram í Hagspá 2016-2019: Fljúgum ekki of nálægt sólinni. Krónan hefur styrkst verulega á árinu, eða um 15 prósent. Spáð er að hún muni styrkjast áfram á næstu mánuðum, sem mun að öllum líkindum grafa undan gengi hennar síðar. Greiningardeildin spáir kröftugum hagvexti í ár og á næsta ári, 4,7 prósent og 5,2 pró- sent, en að hægja taki á vextinum þegar fram í sækir. Hagvöxturinn verður dreginn áfram af einka- neyslu og fjárfestingu. „Ef fram heldur sem horfir og raungengið verður svona sterkt, þá mun það auka innflutning og rýra samkeppnisstöðuna hvað útflutn- ing varðar. Að öllum líkindum mun gengið þá gefa eitthvað eftir,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðing- ur í greiningardeild Arion banka. Raungengið er komið til ársins 2007. Raungengi miðað við laun er 34 prósent yfir langtímameðal- tali, og  20 prósent yfir langtíma- meðaltali miðað við verðlag. Spáð er að raungengi krónunnar verði 22 prósentum yfir meðaltali miðað við verðlag og 44 prósentum yfir meðaltali miðað við laun undir lok spátímans. Að mati Konráðs gæti þetta haft neikvæð áhrif. „Þetta er varasöm staða, sérstaklega af því að við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á stærsta útflutningsveginn, ferða- þjónustu.  En það kannski gefur manni smá von um að við séum aðeins of svartsýn að þegar krónan var sem sterkust frá 2004 til 2007 fjölgaði ferðamönnum um rúm- lega 30 prósent. Það er því ekki víst að ferðamönnum fækki verulega út af styrkingu krónunnar. En þetta verður engu að síður risastór próf- raun fyrir ferðaþjónustuna, ef þetta er gengi sem er komið til að vera.“ Ísland er nú dýrara en Nor- egur. Verðlag hér á landi er sjö prósentum lægra en í Sviss sem er dýrasta land í heimi miðað við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Krónan er orðin það sterk að það eru fáar þjóðir sem toppa Ísland núna,“ segir Konráð. Það eru margir óvissuþættir varðandi áframhaldandi þróun gengisins. Að mati Konráðs verður þeim vonandi betur svarað þegar Seðlabankinn ákveður hvað hann ætli að gera 16. nóvember næst- komandi. saeunn@frettabladid.is Krónan mun sterkari en staðist getur Krónan hefur styrkst um 15 prósent á árinu. Ísland er orðið eitt dýrasta land heims. Greining Arion banka spáir áframhaldandi styrkingu. Þetta getur aukið innflutning og rýrt samkeppnisstöðu Íslands hvað varðar útflutning. Þetta er varasöm staða, sérstaklega af því að við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á stærsta útflutningsveginn, ferða- þjónustu. Konráð S. Guðjóns- son, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka „Tímastjórnunin kom mér á óvart. Þessar konur hafa þurft að hafa rosalega fyrir hlutunum, eins og allir sem komast í þessar stöður, en þær tala um að þetta sé val sem veitir þeim starfsánægju. Þegar þú ert komin í þessa stöðu þá lærirðu tímastjórnun þannig að þetta henti þínum aðstæðum og fjölskyldu og svo framvegis. Þetta er þá ekki eins mikið mál og margir halda,“ segir Dagný Jónsdóttir. Hún skrifaði meistaraverkefni í for ystu og stjórn un við Há skól ann á Bif röst þar sem hún rann sakaði tíu kon ur í æðstu stöðum í fjár mála- geir an um. Rann sókn ar spurn ingin var: „Hvernig upp lifa kon ur í for ystu í fjár mála geir an um á Íslandi hlut- verk sitt og stöðu sem kven leiðtog ar þar sem karl menn eru í meiri hluta?“ „Af því að þær koma fram undir dulnefnum getur verið að ég hafi náð fram góðum upplýsingum og svörum. Þær eru áhugasamar um aukið jafnrétti fyrir alla,“ segir Dagný. Dagný segir að ákveðið vandamál sé að fáir viti hverjar þær konur sem hafa eitthvað fram að færa eru. Þetta komi til dæmis fram þegar verið sé að ræða hvaða konur eigi að tilnefna í stjórn. Konur eru oft ekki með sama tengslanet og karlmenn. „Margar konur sjá líka ekki virðið í því að standa upp frá skrifborðinu. Þær eru rosalega duglegar að vinna vinnuna sína við skrifborðið, en eru ekki jafn duglegar og karlar að fara á fundi, ráðstefnur og fara á golf- völlinn jafnvel til að efla tengsla- netið.  Tækifærin koma ekki til þeirra í vinnunni. Konurnar töluðu um það að þær þurfi að huga meira að þessum þáttum. Þær eru flestar mjög meðvitaðar um að byggja upp tengslanetið sitt. Þetta er ekki bara gott fyrir konurnar persónulega, þetta skilar sér líka í rekstur fyrir- tækisins,“ segir Dagný. Dagný sagði konurnar einnig finna fyrir auknum kröfum til sín bæði frá karl- og kvenstjórnendum; kven- menn gera kröfur um að þær sýni þeim meiri skilning og séu vinkon- ur, en bæði kynin gera meiri kröfu um tilfinningagreind. Dagný segir konurnar mjög jákvæðar um jafn- skiptingu á heimilishaldi. „Innviðir á Íslandi bjóða upp á það að báðir foreldrar vinni kröfuhörð störf, þetta er ekki í boði víða erlendis.“ Konurnar töluðu einnig um að grípa þau tækifæri sem bjóðast og segja ekki nei við verkefnum. Þær töluðu einnig um launamun kynjanna, sem er meiri í fjármála- geiranum en öðrum greinum. – sg Þurfa að vera duglegri að standa upp frá skrifborðinu Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðviku- deginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guð- jónsson, forstöðumaður greiningar- deildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í til- felli Össurar, um 11 prósent kostn- aðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi.   „Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tví- bent,“ segir  hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt upp- gjör og hækkaði spá sína fyrir árið. Uppgjör tryggingafélaganna ein- kenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að vænting- ar  hafi  líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri upp- gjör, meðal annars frá fasteignafélög- unum og Eimskip. – sg Misjöfn uppgjör Þær eru flestar mjög meðvitaðar um að byggja upp tengslanetið sitt. Þetta er ekki bara gott fyrir konurnar persónulega, þetta skilar sér líka í rekstur fyrirtækisins. Dagný Jónsdóttir Af þeim félögum sem eru búin að birta þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Stefán Broddi Guð- jónsson, forstöðu- maður greiningar- deildar Arion banka GEFÐU ÞÉR TÍMON Færir þér nauðsynlega sýn á mannauðinn i l i Tímon.is Óvíst er hvaða áhrif áframhaldandi styrking krónunnar mun hafa á ferðaþjónustu hér á landi. Fréttablaðið/Ernir 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r4 mArkAðurinn 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 6 -5 3 A C 1 B 2 6 -5 2 7 0 1 B 2 6 -5 1 3 4 1 B 2 6 -4 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.