Fréttablaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 45
Lítil hrollvekja sem miðar hátt
skil en skilja ekkert eftir sig, nema
Jason Martin, sem er æðislega ógeð
felldur sem skúrkurinn sjálfur. Það er
ekki mikið sýnt af honum en gervið
og útlitið er nógu minnisstætt til þess
að selja óhugnaðinn og nærveruna, ef
andardrátturinn er ekki þegar búinn
að því.
Það leynir sér kannski ekki að
framleiðslufjármagnið hefur verið
takmarkað en Child Eater miðar hátt
og ætti engu að síður að geta fundið
sinn aðdáendahóp. Þó svo að inni
haldið risti ekki djúpt þykir líklegt að
titilpersónan sjái til þess að einhverjir
áhorfendur eigi ekki eftir að sofa vært
að henni lokinni. Fantafín frumraun.
Tómas Valgeirsson
Niðurstaða: Gott andrúmsloft og
hressilega ógeðfelldur skúrkur bæta
upp fyrir ýmsa galla. Einföld og prýði-
lega samsett hrollvekja frá efnilegum
leikstjóra.
skífan sem ég gef út sem er algjör
lega byggð á raftónlist. Svo er þetta
líklega poppaðasta platan mín hing
að til – ég held að lagasmíðarnar séu
nú svipaðar en útsetningar og sánd
er líklega það poppaðasta sem ég
hef gert.“
Eru einhver þemu eða konsept
sem þú ert að vinna með á þessari
plötu? „Textarnir eru með sjálfs
hjálparþema og hljóðheimurinn
litast dálítið af þeim takmörkunum
sem ég setti sjálfum mér, að nota
bara „raftónlistarhljóðfæri“, hljóm
borð, samplera og tölvu.“
Platan er bæði svolítið „bleak“ en
á sama tíma poppuð. Er það með
vituð pæling eða stílbragð hjá þér
eða er þetta bara þinn stíll?
„Já, ég hef alltaf verið hrifinn af
þeim andstæðum, það er að segja
poppuð tónlist með „bleak“ text
um. Annars urðu lögin og textarnir
eiginlega alltaf til í sitthvoru lagi.“
Nú eru nokkrir góðir gestir með
þér á plötunni. Geturðu aðeins sagt
hverjir það eru og hvers vegna akk
úrat þessir gestir? „Mig langaði til að
vera með gestasöngvara með mér í
nokkrum lögum. Þetta er allt bara
eitthvert fólk í kringum mig sem
vill svo til að er snillingar. Jónsi [úr
Sigurrós] var kópródúsent á plöt
unni, við Sóley [sem einnig spilar
með Sindra í Seabear] höfum spilað
saman í hljómsveitum og ferðast út
um allt í mörg ár, við Jófríður [Áka
dóttir söngkona í Samaris, Pascal
Pinion, Gangly og sóló sem JFDR]
höfum verið að vinna saman sein
ustu ár að ýmsu og Farao [norsk
tónlistarkona] kynntist ég þegar
hún var hérna á Íslandi að taka upp
plötu með vini mínum.
Alex Somer og Jónsi voru kó
pródúsentar, við tókum tvær vikur
af upptökum saman og gáfu þeir
mér góð ráð. Ég mixaði plötuna með
Styrmi Hauks.“
Verða ekki alveg örugglega
útgáfutónleikar einhvern tíma? „Jú,
ætli það ekki bara. Þarf að fara að
spá í því.“
Eitthvað annað í deiglunni sem
tengist útgáfunni? „Jú, síðasta plata
sem ég gerði kom út í forsölu sem
hjólabretti frá Alien Workshop.
Í þetta skiptið ætlum við að gera
langermaboli í samstarfi við Alien
Workshop.“
ég hef aLLtaf
verið hrif-
inn af þeim andstæð-
um, það er að segja
poppuð tónList með
„bLeak“ textum.
Ég myndi vilja halda áfram að senda frá mér plötur, en mín vegna væri allt í lagi ef ég myndi
aldrei heyra fagnaðarlæti áhorfenda
aftur,“ segir breska tónlistarkonan
Adele í viðtali við Vanity Fair.
Nú hillir undir lokin á löngu
hljómleikaferðalagi söngkonunnar,
sem hófst í febrúar og lýkur síðar í
þessum mánuði í Bandaríkjunum.
Þegar ferðalaginu lýkur mun Adele
hafa komið fram á alls 107 tónleik
um á þessum níu mánuðum.
„Ég fer einfaldlega í þessi ferðalög
til að sjá alla aðdáendurna sem hafa
stutt við bakið á mér,“ segir hún og
bætir við að henni sé alveg sama um
peningana sem hún vinnur sér inn
með því að koma fram á tónleikum.
„Ég er bresk og við erum ekki þannig
innrætt að við þurfum sífellt að vera
að græða peninga.“
Adele segist enn fremur mun
meira umhugað um sín persónu
legu sambönd en tónleikaferðalög.
„Ef sambönd mín við son minn eða
kærasta liðu fyrir tónleikaferðalögin
myndi ég hætta þeim undir eins. Líf
mitt er mér mikilvægara en allt sem
ég vinn við því hvernig í skollanum
ætti ég að semja efni á plötu ef ég ætti
mér ekkert líf?“
Í sama viðtali við Vanity Fair talar
Adele einnig um fæðingarþung
lyndi sem hún glímdi við
eftir fæðingu sonar hennar,
Angelos, fyrir fjórum árum.
adele sama þótt hún túraði aldrei aftur
Adele metur persónuleg
sambönd sín meira en
vinnuna.
ég er bresk og við
erum ekki þannig
innrætt að við þurfum
sífeLLt að vera að græða
peninga.
VIÐ GEFUM ÞÉR ÓDÝRUSTU VÖRUNA
TAKTU 3
BORGAÐU FYRIR 2
ALLAR VÖRUR
DRESSMANN.COM
HAUST HÁ
TÍD!
Kringlan 5680800 / Smáralind 5659730 / Smáralind XL 5650304 / Glerártorg 4627800
161018_DM_Island_Smáralind_A4_store_lh.indd 1 21/10/16 13:24
L í f i ð ∙ f r É t t a B L a ð i ð 29M i ð V i K u D a G u r 2 . N ó V e M B e r 2 0 1 6
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
2
6
-3
A
F
C
1
B
2
6
-3
9
C
0
1
B
2
6
-3
8
8
4
1
B
2
6
-3
7
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K