Fréttablaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 41
Tónlist
Hvað? Sigga Eyrún og Hvíta kanínan
Hvenær? 21.00
Hvar? Græna herbergið, Lækjargötu
Fágætt tækifæri til að heyra Siggu
Eyrúnu flytja hugljúf lög, m.a.
af plötu sinni: Vaki eða sef, sem
kom út í lok árs 2014. Með henni
verður hljómsveitin Hvíta kanínan
en hana skipa: Andri Ólafsson,
bassi og raddir, Karl Olgeirsson,
hljómborð og raddir, Ólafur Hólm,
trommur og raddir, Stefán Magn-
ússon, gítar og raddir. Þau munu
spila lög af plötunni ásamt nýrra
efni og spennandi tökulögum.
Hvað? Kjallara-djass
Hvenær? 21.00
Hvar? Stúdentakjallarinn
Hópurinn sem gerði mánudaga
spennandi í fyrsta sinn í sögunni
með Mánudjassi á Húrra ætlar að
sanna í eitt skipti fyrir öll að mið-
vikudagar eru hinir nýju fimmtu-
dagar. Þeir munu tvinna litríka
samba-rytma og almenna gleði inn
í grámóskulegt háskólasamfélagið.
Kvöldin eru með frjálslegu ívafi og
allir sem vilja syngja, dansa eða
spila á hljóðfæri eru velkomnir
og hvattir til að stíga í sviðsljósið
og taka þátt. Píanó, harmóníka
og gítar á staðnum. Gleðin í botn!
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Viðburðir
Hvað? Að missa makann sinn.
Hvenær? 20.00
Hvar? Safnaðarheimili Háteigskirkju
Hulda Guðmundsdóttir fjallar
um makamissi á fræðslukvöldi
Nýrrar dögunar, samtaka um sorg
og sorgarviðbrögð og Ráðgjafar-
þjónustu Krabbameinsfélagsins.
Hún mun einnig kynna starf í
stuðningshópum og gefst ekkjum
og ekklum kostur á að skrá sig
í makamissishópa að erindinu
loknu. Að missa maka sinn er með
alvarlegustu áföllum sem nokkur
verður fyrir. Margir upplifa djúpa
einsemd á þessum tímamótum og
eiga erfitt með að finna lífi sínu
tilgang þegar ,,hinn helmingur-
inn“ er dáinn. Hulda hefur starfað
fyrir Nýja dögun, samtök um sorg
og sorgarviðbrögð í nokkur ár
og leitt starf í stuðningshópum
þeirra sem misst hafa maka, en
sjálf hefur hún þá reynslu og segir
að það skipti máli fyrir starfið.
Ný dögun og Ráðgjafarþjónusta
Krabbameinsfélagsins hafa í
nokkur ár staðið saman að starfi
stuðningshópa og svo er einnig
að þessu sinni. Starfið er tvískipt.
Annars vegar fyrir fólk sem missir
maka í blóma lífsins og hins
vegar á efri árum. Fólk velur sjálft
hvorum hópnum það tilheyrir.
Tekið verður við skráningum að
loknu erindi Huldu og hún mun
kynna þetta starf nánar. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir.
Hvað? Tíminn í landslaginu
Hvenær? 12.00
Hvar? Safnahúsið við Hverfisgötu
Tíminn í landslaginu, fyrir-
lestur Jóns Proppé, verður fluttur í
Safnahúsinu við Hverfisgötu mið-
vikudaginn 2. nóvember frá 12 til
13. Í fyrirlestrinum ræðir Jón til-
urð og forsendur sýningar sinnar í
Listasafni Árnesinga árið 2013 þar
sem verk Arngunnar Ýrar Gylfa-
dóttur voru sett í samhengi verka
Ásgríms Jónssonar. Fyrirlesturinn
er þriðji fyrirlesturinn í fyrir-
lestraröð Listfræðafélagsins í sam-
vinnu við Safnahúsið nú í haust.
Röðin ber yfirheitið STEFNUMÓT
og í henni er áhersla lögð á sýn-
ingar sem félagar Listfræðafélags-
ins hafa staðið fyrir á undanförn-
um árum og eiga það sameiginlegt
að stefna saman listamönnum
af ólíkum kynslóðum. Ásgrímur
Jónsson (1876-1958) var frum-
kvöðull í íslenskri landslagslist
við upphaf tuttugustu aldar,
meistari ljóss og lita sem ferðaðist
um sveitir landsins með málara-
striga og trönur. Landslagshefðin
hvarf að miklu leyti á áttunda
áratugnum þegar nýlistin var að
ryðja sér til rúms en smátt og
smátt hafa sumir yngri listamenn
fetað sig aftur á þær slóðir. Einn
af þeim er Arngunnur Ýr (1962)
sem hefur leitað á marga þá staði
sem Ásgrímur málaði áður, en
sameinar þá líka stundum við
ímyndað landslag eða fjallalands-
lag frá Kaliforníu þar sem hún býr
þegar hún er ekki að ganga á fjöll
á Íslandi eða mála á vinnustofu
sinni í hrauninu fyrir ofan Hafnar-
fjörð. Í fyrirlestrinum ræðir Jón
forsendur sínar við gerð sýningar-
innar og uppsetningu, þar sem
settar voru upp tvær aðskildar
sýningarheildir sem drógu jafn-
framt fram samband verka þess-
ara tveggja málara hvorra við
önnur og í samhengi við íslenskt
landslagsmálverk.
Hvað? Parísarsamningurinn um lofts-
lagsmál – Hálftómt eða hálffullt glas?
Hvenær? 12.00
Hvar? Háskóli Íslands
Fyrirlesari: Sebastien Duyck LL.M.
og rannsakandi á sviði loftslags-,
umhverfis- og norðurslóðaréttar
og réttinda minnihlutahópa.
Fyrirlesturinn verður á ensku.
Fundarstjóri er Aðalheiður
Jóhannsdóttir, prófessor og forseti
lagadeildar HÍ. Allir velkomnir á
meðan húsrúm leyfir.
Hulda Guðmundsdóttir fjallar um makamissi á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar,
samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í
Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld kl. 20.00.
365.is Sími 1817
Í KVÖLD KL. 19:45
Í kvöld hefur Ísskápastríð, nýr og skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben, göngu sína
á Stöð 2. Í hverjum þætti fá Eva Laufey og Gummi til sín keppendur sem þau skipta með sér í lið. Bæði lið þurfa svo
að velja sér ísskáp en hver þeirra inniheldur hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Keppendur og liðsstjórar
þurfa svo að vinna innan ákveðins tímaramma og freista þess að töfra fram þrjá girnilega rétti. Að lokum fellur það í
hlut dómaranna að velja sigurvegara kvöldsins en dómarar eru þau Siggi Hall og Hrefna Sætran.
ÍSSKÁPASTRÍÐ
NÝTT
M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 25M i ð V i K U D A g U R 2 . n ó V e M B e R 2 0 1 6
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
2
6
-4
9
C
C
1
B
2
6
-4
8
9
0
1
B
2
6
-4
7
5
4
1
B
2
6
-4
6
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K