Fréttablaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 4
„Bráðskemmtileg og mjög
lifandi frásögn.“ E g i l l H e l g a s o n / K i l j a n
„Vigdís og Sigríður sjarmera mann
alveg í gegnum þessa bók ...“ E g i l l H e l g a s o n / K i l j a n
„Ofboðslega heillandi ... sjarmeraði mig
alveg upp úr skónum ...“ S u n n a D í s M á s d ó t t i r / K i l j a n
Ævisögur vika 42
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
heilbrigðismál Af þeim um 85.000
einstaklingum sem leituðu til bráða-
móttöku Landspítala í Fossvogi
hefðu allt að 13.000 þeirra í raun
átt að leita til heilsugæslunnar til að
leita úrlausnar vegna heilsuvanda
síns. Komum á bráðamóttökuna
fjölgar ár frá ári sem skýrist að hluta
af fjölgun ferðamanna.
Bráðamóttakan er hugsuð fyrir
þá sem þurfa að leita sér aðstoðar
vegna bráðra veikinda eða slysa og
geta ekki beðið úrlausnar heilsu-
gæslu eða á læknavakt.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir,
framkvæmdastjóri flæðisviðs, segir
að tvisvar á fimm ára tímabili hafi
komur á bráðadeildina í Fossvogi
verið greindar með tilliti til þessa
og útkoman hafi verið sú sama í
bæði skiptin. Verkferillinn er þann-
ig að hjúkrunarfræðingur í móttöku
forgangsraðar sjúklingum eftir því
hversu slasaðir eða veikir þeir eru,
um er að ræða fimm flokka kerfi.
Margir sem flokkast í fjórða flokk,
og allir í þeim fimmta, eru taldir geta
beðið á meðan alvarlegri tilfellum er
sinnt og í því ljósi fengið lausn sinna
mála hjá heilsugæslunni.
Guðlaug Rakel telur að undir-
liggjandi ástæða þessa sé sú að
það vanti skýran vegvísi um kerfið
– hvert beri að leita í það og það
skiptið. „Það sem fólk segir sjálft við
komuna til okkar er að það fái ekki
tíma í heilsugæslunni fyrr en eftir
langan tíma, eða að aðgengið að
þjónustunni henti ekki,“ segir Guð-
laug Rakel en bætir við að unnið sé
með heilsugæslunni við að vísa
fólki af bráðamóttökunni þangað
– og hefur gengið ágætlega. „Ef á að
halda uppi vissu þjónustustigi, og
það viljum við held ég öll, þá gengur
ekki að biðtíminn hlaupi á nokkrum
dögum. Ég held að meirihluti þessa
hóps sem um ræðir komi til okkar
vegna þessa. Kannski þarf breyt-
ingar á þjónustustiginu í heilsu-
gæslunni til að laga þetta.“
Spurð um þýðingu þessa fyrir
daglegan rekstur bráðadeildarinn-
ar svarar Guðlaug Rakel því til að
enginn megi halda að hann sé óvel-
kominn á bráðadeildina. Hins vegar
taki þetta vissulega tíma starfsfólks,
þó þessi hópur sjúklinga hafi yfir-
leitt stuttan meðferðartíma – þó
upplifun fólks sé oft að biðtíminn
sé langur. Það skýrist þó af eðli
starfs deildarinnar að huga fyrst
að þeim sem frekast þurfa á því að
halda. Eins sé það eðlileg hugsun
þegar veikindi knýja dyra að leita
strax þangað sem líklegast sé að fá
úrlausn sinna mála, og fyrir hvern
og einn sé erfitt að meta hvort veik-
indi séu alvarleg eða ekki.
svavar@frettabladid.is
Biðin rekur fólk á bráðadeild
Af þeim 85.000 sem leita á bráðadeild LSH í Fossvogi gætu ellefu til þrettán þúsund fengið úrlausn sinna
mála hjá heilsugæslunni. Flestir þeirra fá ekki tíma á heilsugæslunni sem hentar. Veldur töfum og auknu
20.000
krónur má gróflega áætla að
kostnaður við hverja komu
sjúklings sem gæti farið á
heilsugæslu sé að lágmarki -
eða 360 milljónir króna á ári.
Á bráðadeild LSH leituðu yfir 5.000 manns í september – yfir 800 hefðu getað leitað aðstoðar á heilsugæslu. FréttabLaðið/Ernir
Okkur varðar
ekkert um rauðu
línuna ykkar. Það er þjóðin
sem dregur rauðu línuna.
Binali Yildirim forsætisráðherra
2,7
milljóna lítra kvóti var keypt-
ur á 555 milljónir króna.
lANDbÚNAðUr Síðasti markaður
með greiðslumark mjólkur varð jafn-
framt sá stærsti frá upphafi. Alls var
2,7 milljóna lítra kvóti keyptur fyrir
tæplega 555 milljónir króna. Síðasti
uppboðsmarkaður fór fram í sept-
ember en þá voru 1,6 milljónir lítra
keyptar fyrir 390 milljónir.
Athygli vekur að 69 buðu fram sölu
á greiðslumarki. Til viðbótar við þær
2,7 milljónir lítra sem seldust var
3,2 milljóna lítra greiðslumark sem
seldist ekki.
Samkvæmt breytingum á búvöru-
lögum tekur við innlausnarskylda
ríkisins á greiðslumarki á næstu
þremur árum. Miðað er við að inn-
lausnarverðið á komandi ári verði
140 krónur á hvern lítra. Það lækkar
niður í 111 krónur á lítra árið 2018.
– jóe
Síðasti
markaðurinn
einnig sá stærsti
TyrklAND Yfirvöld í Tyrklandi hafa
handtekið ritstjóra og blaðamenn á
dagblaðinu Cumhuriyet, sem er eitt
fárra dagblaða stjórnarandstöðunn-
ar sem enn er gefið út þar í landi.
Daginn áður voru tíu þúsund
opinberir embættismenn reknir á
einu bretti, allir grunaðir um tengsl
við Gülenista-samtökin sem tyrk-
neskir ráðamenn telja bera ábyrgð
á tilraun til stjórnarbyltingar í júlí.
Síðan í sumar hafa meira en 40
þúsund manns verið handteknir
og að minnsta kosti hundrað þús-
und reknir í Tyrklandi, grunaðir
um tengsl við Gülenista-samtökin.
Meðal hinna handteknu og reknu
eru fjölmargir dómarar, hermenn,
lögreglumenn og kennarar.
Bæði Evrópusambandið og
Bandaríkin hafa harðlega gagnrýnt
handtökur blaðamanna og lokanir
fjölmiðla í Tyrklandi. Martin Schulz,
forseti Evrópuþingsins, sagði tyrk-
nesk stjórnvöld með þessu hafa
farið yfir enn eina „rauðu línuna“
gegn tjáningarfrelsi.
Binali Yildirim forsætisráð-
herra sagðist ekkert mark taka á
aðfinnslum Evrópusambandsins.
„Okkur varðar ekkert um rauðu
línuna ykkar. Það er þjóðin sem
dregur rauðu línuna,“ sagði hann.
„Tyrkland fær völd sín frá þjóðinni
og yrði dregið til ábyrgðar af þjóð-
inni.“
Eftir byltingartilraunina í júlí
lýsti Recep Tayyip Erdogan for-
seti yfir neyðarástandi, sem veitir
stjórnvöldum víðtækar heimildir
til aðgerða gegn hverjum þeim sem
grunaður er um tengsl við byltingar-
mennina. Í síðasta mánuði var þetta
neyðarástand framlengt um níutíu
daga til viðbótar. – gb
Yfirvöld í Tyrklandi þrengja enn frekar að málfrelsi í landinu
innköllunarskylda ríkisins á kvóta hefst
á næsta ári. FréttabLaðið/EYÞÓr
Fjöldi fólks mótmælti í gær handtöku ritstjóra Cumhuriyet, sem er eitt fárra dag-
blaða stjórnarandstöðunnar sem enn er gefið út í tyrklandi. FréttabLaðið/EPa
2 . N ó v e m b e r 2 0 1 6 m i ð v i k U D A g U r4 f r é T T i r ∙ f r é T T A b l A ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
2
6
-3
A
F
C
1
B
2
6
-3
9
C
0
1
B
2
6
-3
8
8
4
1
B
2
6
-3
7
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K