Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 13

Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 13
Leiguheimili eru byggð á lögum um almennar íbúðir. leiguheimili.ils.is Dreymir þig um lægri leigu? Stígðu fyrsta skrefið og hjálpaðu okkur að meta þörfina fyrir fleiri Leiguheimili Leiguheimili er nýtt kerfi að danskri fyrir- mynd sem gerir meðaltekjufólki kleift að komast í 20–30% lægri langtímaleigu. Kíktu inn á leiguheimili.ils.is og skráðu þig á póstlistann. Við munum senda þér fréttir af framvindu verkefnisins. Segðu okkur í leiðinni hvar þú vilt búa og hversu marga fermetra þú þarft. Það þýðir ekkert að hringja í heilsugæsluna; ég fæ aldrei tíma hjá heimilislækninum mínum fyrr en eftir margar vikur.“ Svona yfirlýsing er kunnugleg hér á landi. Staðreyndin er sú að hér hefur stefnan í heilbrigðis- málum verið ómarkviss og hlut- verk heilsugæslunnar, sem og allra heil brigðis stofnana í landinu, illa skilgreind. Drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2022 eru hins vegar í far- vatninu eins og sjá má á vef vel- ferðarráðuneytisins. Í stefnunni koma m.a. fram markmið um að „allir eigi greiðan aðgang að sinni heilsugæslustöð og fái tíma hjá heimilislækni innan fimm daga ef þörf krefur“. Einnig kemur fram að „sérstaklega verði hugað að mennt- un og það gert eftirsóknarvert að leggja fyrir sig heimilislækningar, heilsugæsluhjúkrun og aðra við- bótarmenntun heilbrigðisstarfs- manna sem nýtist einkum innan heilsugæslunnar“. Sérnámsmenntun Við Háskólann á Akureyri (HA) er í boði sérnám í heilsugæslu- hjúkrun fyrir hjúkrunarfræðinga sem nú þegar starfa innan heilsu- gæslunnar. Námið, sem hleypt var af stokkunum árið 2015, er sam- vinnuverkefni HA, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og heilbrigðisráðuneytisins og varð að veruleika með þeirri ákvörðun núverandi heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að leggja til eins árs launaðar náms- stöður fyrir hjúkrunarfræðinga á sömu nótum og í sérnámi fyrir heimilislækna. Síðastliðið vor luku fimm hjúkrunarfræðingar frá HH sérnáminu. Í haust var brotið blað í þróun í heilsugæslu þegar hjúkrunarfræð- ingar af þremur heilbrigðisstofn- unum utan höfuðborgarsvæðisins voru meðal þeirra tíu sem hófu nám. Markmiðið með náminu er m.a. að sérnámshjúkrunarfræð- ingurinn styrkist í klínískri vinnu sinni innan heilsugæslunnar og sem sjálfstæður meðferðaraðili í þverfaglegu samstarfi og teymis- vinnu. Hjúkrunarfræðingarnir hafa val um að ljúka eins árs sérnámi eða halda áfram og ljúka meistara- gráðu í heilsugæsluhjúkrun. Teymisvinna framtíðin Í viðtali við Birgi Jakobsson land- lækni í Speglinum á Rás 1, 23. sept- ember síðastliðinn, kemur fram að heilsugæslulæknar séu álíka margir hér og annars staðar á Norðurlönd- unum. Jafnframt að biðin hér eftir tíma hjá heimilislækni sé lengri en þar. Landlæknir segist ekki hafa skýringu á reiðum höndum en spurning sé hvort við séum „að nota þá lækna sem við höfum á réttan hátt og aðrar heilbrigðis- stéttir innan heilsugæslunnar á réttan hátt“. Hann segir jafnframt að ef setja eigi meiri fjármuni í heilbrigðiskerfið án þess að marka skýra stefnu megi jafnvel lýsa því þannig að verið sé að „henda pen- ingum út í sjó“. Þó að skýring á stöðu mála í heilsugæslu Íslendinga í dag sé ekki ljós er augljóst að fram undan eru tækifæri. Á fáeinum stöðum á landinu er teymisvinna nýtt innan heilsugæslunnar en í drögum að heilbrigðisstefnu til 2022 er kveðið svo sterkt að orði að teymisvinna á að fara fram á milli heilbrigðis- stétta heilsugæslunnar. Teymis- vinnan byggist á því að tvær eða fleiri fagstéttir vinni saman að því að veita einstaklingunum sem þangað leita þjónustu. Starfstétt- irnar fullnýta þá sérfræðiþekkingu sína og koma sér saman um verka- skipti með verklagsreglum. Framtíðin mun því líta út nokk- urn veginn svona: Tími á heilsu- gæslustöð byrjar á því að einstakl- ingur hittir hjúkrunarfræðing sem er sérfræðingur í heilbrigðisráðgjöf og því að meta hvað teljast eðlileg frávik í heilsu. Hann metur heilsu- farsvandann, skoðar og skráir upp- lýsingarnar sem einstaklingurinn gefur sem og einkenni. Hann sér síðan um fyrstu greiningarpróf svo sem að mæla blóðþrýsting og þyngd, og taka hjartalínurit, blóð- prufur og sýklapróf við hálsbólgu. Ef hjúkrunarfræðingurinn metur sem svo að á ferðinni sé vandamál sem þarfnist sérfræðiþekkingar læknis fær einstaklingurinn tíma hjá lækni. Læknirinn nýtir sér- þekkingu sína og greinir sjúkdóma og ákveður meðferð. Ef um lang- vinna sjúkdóma er að ræða fer svo eftirlit með meðferð fram hjá t.d. hjúkrunarfræðingi, lyfjafræðingi, sjúkraþjálfara, sálfræðingi eða iðju- þjálfa. Teymið fundar reglulega og fer yfir það hvernig meðferð geng- ur. Sjúklingurinn þarf því ekki að hitta lækni nema meðferð bregðist, alvarlegir aukakvillar komi fram eða nýir sjúkdómar greinist. Við megum því horfa full bjartsýni á nýja tíma og aðgengi að heilsu- gæslu mun stórbatna. Heilsugæslan og sérnámshjúkrunarfræðingar Sigríður Sía Jónsdóttir lektor í heilsu- gæsluhjúkrun við Háskólann á Akureyri og doktorsnemi við Linnéuniversitetet í Kalmar / Växjö í Svíþjóð Í mér óx þjóðarstolt á 10 vikna sólóferðalagi mínu í sumar. Af áhuga fólksins sem ég kynnt- ist á ferðum mínum urðu mínar eigin rætur mér kærari. Á hverjum áfangastað var ég spurð um mitt heimaland, fólk vildi heyra hvað væri öðruvísi á minni litlu eyju. Af vana hóf ég máls á íslenskri nátt- úru, eins og flest allir Íslendingar er ég mjög stolt af henni. Hins vegar þegar leið á samræður og ég yfirfór landið sjálft og menninguna þá gat ég ekki sleppt því að tala um tungu- málið. Ég byrjaði þá að þýða nokkur orð úr ensku yfir á íslensku og voru við- brögðin framar væntingum. Meðal fjölda orðanna var ákveðin upp- götvun þegar ég tók orðið göngu- stígur. Bein þýðing göngustígs yfir á ensku er walktrail, en í ensku er notað orðið sidewalk, sem merkir á íslensku hliðarganga. Þarna sá ég hvað tungumálið mitt endurspegl- aði mína menningu. Ég gat ekki annað en séð að við setjum ekki fólk til hliðar eins og akandi sé í forgangi, heldur erum við gangandi í rétti í mínu samfélagi. Orðaforði okkar er skýr, lýsandi og gegn- sær, svo sannarlega endurspeglar tungumálið það sem við viljum segja. Fólkið varð vart við þetta af þeim fjölmörgu orðum sem ég tók úr íslensku og þau höfðu orð á því hvað íslenska væri fallegt og skýrt tungumál. Ísland er þekkt fyrir ósnortna náttúru og er tungumál okkar því ekki frábrugðið. En hér á landi liggur fyrir hörð barátta um okkar samfélag. Við erum stolt af aðlög- unarhæfileika okkar á sama tíma og það hræðir okkur. Með árunum hefur ferðamönnum fjölgað tölu- vert, þar sem stór hluti Íslendinga talar reiprennandi ensku gerir það okkur bæði þægilegri áfangastað og vinsælli fyrir vikið. Enskukunnátta okkar er fremri öðrum löndum og afskaplega mikilvæg samfélaginu. Það gerir okkur auðveldara að ná til breiðari markaðs út fyrir landa- mærin, eins og á samskiptamiðlum og fleiru svo fátt sé nefnt. Svolítið af enskuslettum kemur upp hjá yngri kynslóðum en á meðan erum við afskaplega fljót að finna íslensk nýyrði. Því meira sem við viljum laða að aðra menningarheima því oftar þurfum við að nýta okkur enskuna. Þetta er þvílíkt lúxusvandamál að við notum enskuna svona mikið í dag, en tilgangurinn er aðeins sá að ná til sem flestra. Ég tel það aðeins jákvæða þróun samfélags okkar, að við höldum áfram að aðlagast heiminum í heild, ferðumst og notum kunnáttu okkar frá öðrum menningarheimum til að gera okkar aðgengilegri. Við sem notum ensk- una, sjáum tækifærin með von um að það sé „flestum til góðs og gleði“. Það er ekki fyrr en í samanburði sem sönn fegurð sést að mínu mati. Persónulega þá hjálpar enskukunn- átta mín mér að sjá fegurð eigin móðurmáls. Okkar land og tunga er einstök svo stolt þess heldur áfram niður kynslóðir svo lengi sem við fáum að lifa með opinn huga eins og við höfum gert hingað til. Íslenska er sannkölluð list að læra, lesa og forréttindi að kunna. Íslenska Eygló Hlín Guðlaugsdóttir heimspekinemi í HÍ Persónulega þá hjálpar enskukunnátta mín mér að sjá fegurð eigin móðurmáls. s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 2 . n ó V e M B e R 2 0 1 6 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 6 -2 C 2 C 1 B 2 6 -2 A F 0 1 B 2 6 -2 9 B 4 1 B 2 6 -2 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.