Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 30

Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 30
Markaðsherferð fyrir kakó Nýsköpun Starfsmenn tæma poka af kakóbaunum í súkkulaðiverksmiðju í Abidjan á Fílabeinsströndinni. Ný markaðsherferð fyrir kakó á Fílabeinsströnd- inni hófst þann 1. október. Kaffi- og kakóráðið (CCC) tilkynnti nýverið um hækkun launa í kakóiðnaði. Nú fá bændur 10 prósentum meira fyrir hvert kíló af kakó eða um 1.100 CFA franka sem eru rétt rúmlega 200 krónur. Fréttablaðið/EPa Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í raun- inni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þró- uðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verð- hjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í pen- ingamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hlið- sjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verð- bólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veld- ur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa pen- ingamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggj- ast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunveru- legri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neyt- endur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólg- unni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabank- arnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæða- greiðslan í Bretlandi hræddi seðla- banka Englands til að losa um pen- ingastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upp- hafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað lof- orð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verð- hjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxt- un skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmið- um sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu sam- hengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðla- banki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verð- hjöðnunardrauginn aftur til lífsins. Verðhjöðnunargildran er að fjarlægjast hagkerfi heimsins Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Fyrir skömmu hitti ég gamlan starfs- félaga, sem er ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því að hann fór að rekja raunir systur sinnar við sölu fasteignar nýverið. Málið var komið í hnút og hver benti á annan. Þú ert lög- giltur fasteignasali, ekki rétt? spurði hann mig. Var ekki verið að breyta lögunum? Jú, mikið rétt, lögum um fasteignasala var breytt á liðnu ári og nú eiga löggiltir fasteignasalar að sjá um viðskiptin frá upphafi til enda. Í þessu dæmi höfðu nokkrir aðilar komið að sölunni, bæði fasteigna- salar og aðstoðarmenn þeirra. Þeir höfðu séð um að skoða fasteignina, taka við tilboðum og vera í sam- skiptum við kaupanda og seljanda fram að því að kaupin tókust með samþykki kauptilboðs. Eftir það fór málið í hendur annarra fasteignasala innan fasteignasölunnar sem falið var að sjá um frágang kaupsamnings og uppgjör kaupverðsins. Vandamálið var að þegar ágreiningur kom upp og kaupandinn hélt eftir greiðslu þá var það hlutverk þeirra sem ganga frá kaupsamningnum að reyna að leysa úr þeim ágreiningi. Þessir fast- eignasalar höfðu þó ekki skoðað né sýnt eignina eða verið í samskiptum við aðila um kaupin, fram að því að komið var að frágangi kaupsamnings og afsals. Eins og vandamálinu var lýst fyrir mér þá olli þessi staða því að þeir fasteignasalar sem falið var að gera upp viðskiptin gátu litla aðstoð eða ráðgjöf veitt um lausn deilunnar þar sem þeir höfðu t.d. ekki skoðað fast- eignina sjálfir og voru lítið inni í því ferli sem á undan hafði gengið. Lítil aðstoð hafði því fengist við að ná sátt um lausn málsins og deilan komin í ágreining fyrir dómstólum. Því miður er þessi saga ekkert eins- dæmi og út frá þessari raunasögu félaga míns má draga þann lærdóm að heppilegast sé að sölunni sé fylgt eftir af sama fasteignasalanum frá upphafi til enda. Hann eða hún er þá betur í stakk búinn til að grípa inn í ef vanda- mál koma upp og vinna að farsælli lausn þeirra. Reynsla fasteignasalans skiptir þar miklu máli, svo í upphafi skal endinn skoða. Hver selur eignina þína? Hin hliðin Sigríður Hrund Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali og MBA Fasteignakaup Eins og aðrir fæ ég hugmyndir á hverjum degi um allt milli himins og jarðar, eins og t.d. að endurraða í skápana í eldhúsinu eða hvernig best er að leysa úr ákveðnu verkefni. Einstaka sinn- um læðist „snilldarhugmynd“ að manni. Slíkar hugmyndir þarfn- ast mikillar áræðni og orku við að hrinda í framkvæmd og reyn- ist það yfirleitt erfiðasti hjallinn. Í tvö skipti hef ég bægt skyn- seminni frá til að elta þann draum að koma „snilldarhug- mynd“ í framkvæmd. Fyrra skiptið var árið 2000. Á meðan aðrir veltu fyrir sér hvern- ig tölvukerfi heimsins myndu bregðast við árþúsundaskiptum, sátum við fjögur heima í stofu að skrifa viðskiptaáætlun um hvernig við gætum breytt heim- inum með betri leitarvél fyrir íslenskan markað. Þá var ekkert sprotaumhverfi, viðskiptahraðl- ar eða Tækniþróunarsjóður en í staðinn bönkuðum við upp á hjá stórfyrirtæki í bænum og fengum fund með forstjóra sem stuttu síðar ákvað að kannski væri eitt- hvert vit í þessum ungmennum. Nokkrum mánuðum síðar sprakk netbólan og viðskipta- módelið okkar. Þrátt fyrir að upphafleg markmið næðust ekki þá komum við mörgum nýstár- legum verkefnum í framkvæmd. Eftir sátum við reynslunni ríkari og fórum hvert í sína áttina. Ég tók að mér að koma á fót þjón- ustuveri fyrir tölvuleikinn EVE Online sem þá var í þróun, þróa Sjónvarp og Ljósnet Símans svo eitthvað sé nefnt. Sextán árum síðar kallar „snilldarhugmynd“ aftur á mig og í þetta skipti er það félagi minn Pétur Orri Sæmundsen sem smitar mig af ólæknandi þörf fyrir að koma Vizido út í heiminn. Vizido, www.vizido. com, er app sem hjálpar les- blindum að muna og vinna með öðrum í kringum vídeó og myndir. Við trúum því að Vizido muni einnig nýtast öllum sem vilja einfalda og nýstárlega leið til að fanga eitthvað til að muna með snjallsímanum. Það eru ótrúlegar framfarir sem hafa orðið á sprotaum- hverfinu á þessum sextán árum. Með stuðningi við sprota með Tækniþróunarsjóði, viðskipta- hröðlum, Icelandic Startups, Samtökum sprotafyrirtækja og sprotafjárfestingarsjóðum hefur jarðvegurinn aldrei verið betri fyrir góðar hugmyndir. Hugvit er nefnilega óþrjótandi uppspretta sem vex og dafnar með hverju verkefninu. Framtíð barna okkar er björt ef við höldum áfram að gera hugviti hátt undir höfði og leyfum fleiri „snilldarhugmyndum“ að verða að veruleika. Snilldar- hugmyndin Erlendur Steinn Guðnason stofnandi Vizido og formaður Samtaka sprotafyrirtækja 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r10 markaðuriNN 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 6 -5 8 9 C 1 B 2 6 -5 7 6 0 1 B 2 6 -5 6 2 4 1 B 2 6 -5 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.