Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 46

Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Við Siggi höfum auðvitað þekkst í nokkur ár þar sem við erum í sama bransa, en þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum svona saman og það er virkilega gaman að vinna með honum. Siggi er frábær,“ segir meistara- kokkurinn Hrefna Sætran um annan meistarakokk, Sigga Hall, en svo skemmtilega vill til að þau Hrefna og Siggi skipa saman hlutverk dómara í nýjum mat- reiðsluskemmtiþáttum sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þættirnir nefnast Ísskápastríð og er stýrt af Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Guðmundi Benediktssyni, eða Gumma Ben, knattspyrnu- og íþrótta- fréttamanninum, sem vann sig meðal annars inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með ástríðu- þrungnum lýsingum sínum á leikjum á EM í Frakklandi í sumar. Eins og heyra má á Hrefnu er hún yfir sig ánægð með að fá tækifæri til að vinna með Sigga Hall í þessum nýju sjónvarpsþátt- um, enda hefur hún verið aðdá- andi hans frá unga aldri. „Þegar ég var lítil var ég rosalega hrifin af Sigga Hall eins og svo margir aðrir og tók alla sjónvarpsþættina hans upp á VHS-spólur og lá svo heima og horfði á þá endalaust. Ef ég var veik heima horfði ég sko ekki á neinar teiknimyndir held- ur matreiðsluþætti með Sigga Hall,“ segir Hrefna og hlær. Hún minnist ákveðins þáttar sem Siggi sá um í sjónvarpinu um jólaleytið þegar Hrefna var níu ára gömul, þá þegar orðin afar áhugasamur og metnaðarfullur kokkur þrátt fyrir ungan aldur. „Ég var svo uppnumin af þessum jólaþætti hans Sigga og uppskriftunum sem hann eldaði í honum að ég yfirtók eldhúsið heima hjá mér og bjó sjálf til alla réttina.“ Þau Hrefna og Siggi spjölluðu mikið saman um kokkabransann á meðan á upptökum á Ísskápa- stríði stóð, en sem dómarar þátt- arins sitja þau í bakherbergi með sjónvarpsskjá  og fylgjast með stjórnendunum Evu Laufeyju og Guðmundi fá til sín sinn gestinn hvort til að elda með forrétt, aðalrétt og eftirrétt undir tíma- pressu. „Það er bara gaman hjá þeim og þau heyra ekkert í okkur, en á meðan þau elda erum við á fullu að fylgjast með þeim elda og mynda okkur skoðanir,“ segir Hrefna og bætir aðspurð við að hún sé óhrædd við að bregða sér í hlutverk hins ofurgagnrýna dóm- ara. „Þegar málið snýst um mat vil ég að hlutirnir séu í lagi. En ég reyni líka að koma með upp- byggilega gagnrýni. Gummi Ben var til dæmis ekkert sérstaklega sleipur í eldhúsinu í byrjun en varð mun betri eftir því sem leið á upptökur á þáttunum. Hann var mjög duglegur og hlustaði vel á það sem við höfðum að segja.“ Hrefna er auðvitað enginn nýgræðingur í sjónvarpi, en hefur þó ekki sest í dómarasæti í slíkum þætti fyrr. „Hingað til hef ég verið ein að elda í mínum þáttum, bara ég og myndavélin, en nú er kom- inn annar dómari og þáttastjórn- endur og gestir í sal, sem gerir þetta allt mun stærra að umfangi og líka skemmtilegra. Sumir þætt- irnir eru í raun bara eitt risastórt hláturskast,“ segir Hrefna, sem keppti í ótal matreiðslukeppnum með íslenska kokkalandsliðinu á tíu ára tímabili og hefur líka dóm- araréttindi til að dæma í slíkum keppnum. Spurð hvort hún hafi fylgst með erlendum matreiðslu- keppnisþáttum í gegnum tíðina segist hún hafa gert töluvert af því þegar slíkir þættir fóru fyrst að njóta vinsælda fyrir mörgum árum, en geri lítið af því lengur. „Þegar þessar þáttaraðir eru farnar að teygja sig upp í tíu seríur eða meira er það orðið svo- lítið mikið af endurteknu efni. Svo eru líka flestir af þessum þáttum framleiddir í Bandaríkjunum og þar eru allir grátandi ef dómar- arnir eru harkalegir. Það er dálítið ofnotað og ekki skemmtilegt sjón- varpsefni að mínu mati,“ segir Hrefna Sætran að lokum. – kjg Dæmir með æskuhetjunni sinni Meistarakokkarnir Hrefna Sætran og Siggi Hall bregða sér í hlut- verk dómara í matreiðsluskemmtiþáttunum Ísskápastríð sem hefja göngu sína í kvöld. Hrefna hefur verið aðdáandi Sigga frá unga aldri. Hrefna Sætran segir það hafa verið frábært að vinna með Sigga Hall við þættina Ísskápastríð. FRÉTTABLAÐIÐ/EyÞÓR Það er bara gaman hjá Þeim og Þau heyra ekkert í okkur, en á meðan Þau elDa erum við á fullu að fylgjast með Þeim elDa og mynDa okkur skoðanir. ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum www.husgagnahollin.is 558 1100 Allir sófar á taxfree tilboði* * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. SÓFAR TAXFREE KIRUNA Þriggja sæta sófi. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 227 x 90 x 78 cm 80.637 kr. 99.990 kr. Bæklingurinn kemur með Póstinum í dag EASY Nettur og skemmtilegur tungusófi. Tunga getur verið bæði vinstra og hægra megin. Dökk- eða ljósgrátt áklæði. Stærð: 232 x 145 x 85 cm 145.153 kr. 179.990 kr. DEVON Horntungusvefnsófi. Geymsla undir tungu og í armi. Stærð: 244 x 225 x 82 cm 217.734 kr. 269.990 kr. 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r30 L í f I Ð ∙ f r É T T A b L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 6 -3 6 0 C 1 B 2 6 -3 4 D 0 1 B 2 6 -3 3 9 4 1 B 2 6 -3 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.