Fréttablaðið - 04.10.2016, Side 1

Fréttablaðið - 04.10.2016, Side 1
 Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að banna fóstureyðingar var mótmælt um allan heim í gær, meðal annars á Austurvelli. Konur í Póllandi mótmæltu með því að mæta ekki í vinnuna og sinna ekki heimilisverkum. Fyrirmynd mótmæla þeirra er fengin frá kvennafrídeginum á Íslandi árið 1975. Sjá síðu 10. Fréttablaðið/anton brink — M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 3 4 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Gísli Björnsson skrifar um réttinn til sjálfstæðs lífs. 13 sport Söguleg stiga­ söfnun Willums. 14 Menning Kúnst­ pásutónleikar Íslensku óperunn­ ar og dómar um leikhús og tónlist. 22 lÍfið Ice­ land fer á fjal­ irnar í Los Angeles. 26 plús 2 sérblöð l fólk l bÍlar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 stJórnMál Svindlað var í formanns­ kosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þing­ fulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu. Þetta fullyrðir Sveinn Hjörtur Guðfinns­ son, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Hann segir fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í dag og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild. Borgarfulltrúi segir fjármagnseigendur og flokkseig­ endafélagið hafa tekið völdin um helgina. „Það var þannig að skráðir þingfull­ trúar héðan úr Reykjavík voru ekki með kosningarétt þegar allt kom til alls. Ég veit um nokkra sem gátu þar af leiðandi ekki kosið í kosningunum þrátt fyrir að hafa skráð þá inn sem fulltrúa á sérstökum fundi félags­ ins fyrir flokksþingið,“ segir Sveinn Hjörtur. „Ég mun kanna hvernig í pottinn er búið og í kjölfarið kalla saman stjórn félagsins í Reykjavík.“ Spennustigið í Háskólabíói á sunnudeginum var mjög hátt og mátti sjá það á viðbrögðum þingfulltrúa og fundargesta að mikið væri í húfi. Að lokum hafði Sigurður Ingi Jóhanns­ son sigur í sögulegum formannsslag en hlaut aðeins rétt rúmlega 52 pró­ sent atkvæða. Því skipti hvert atkvæði miklu máli í formannskosningunum. Guðfinna Jóhanna Guðmunds­ dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar­ flokksins í Reykjavík, segir einnig aðeins hluta Framsóknarmanna hafa kosið á flokksþinginu um helgina. Hún segir Sigmund Davíð hafa lengi átt sér óvini innan flokksins. „Við vitum að ekki allir höfðu rétt á að kjósa. Ég fullyrði að Sig­ mundur hefði unnið í allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Guðfinna. Að auki vandar hún þeim ekki kveðj­ urnar sem höfðu sigur í formanns­ kosningunum. „Flokkseigendafé­ lagið og fjármagnsöflin tóku völdin í flokknum af grasrótinni.“ Sveinn Hjörtur segir erfitt verkefni að ná flokknum sem einni heild. „Þetta er sorglegt ef það hefur verið átt við kjörskrána. Ég veit um marga gamla og gegna Framsóknarmenn sem eru reiðir og hafa sagt sig úr flokknum í dag,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. – sa Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helg- ina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F 4 -D C 3 8 1 A F 4 -D A F C 1 A F 4 -D 9 C 0 1 A F 4 -D 8 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.