Fréttablaðið - 04.10.2016, Page 16
Þegar fólk svarar
spurningunni um
hvort það sé hamingju-
samt er það yfirleitt að
svara því hvort það sé
ánægt með líf sitt í heild-
ina. Það er erfitt að mæla
hamingjuna, því hún er
huglæg, einstaklings- og
aðstæðubundin.
Elín Ebba Ásmundsdóttir
Fólk er kynningarblað
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is,
s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351
Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439
| Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
lilja björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
elín ebba fjallar um hamingjuna á erindaröð bókasafns Kópavogs um sjálfsrækt í kvöld. Hún segir hamingjutilfinninguna vera
eins og fullnægingu. mynd/antOn brinK
Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðju-
þjálfi hjá Hlutverkasetri, mun
fjalla um hamingjuna í erindaröð
Bókasafns Kópavogs um sjálfs-
rækt klukkan átta í kvöld. Erind-
ið er annað af þremur í röðinni
en fyrsta erindið í þessari sjálfs-
ræktar-röð var frá Ingrid Kuhl-
man sem ræddi um listina að lifa
í núinu og þann 1. nóvember mun
Herdís Anna Friðfinnsdóttir flytja
erindið Markþjálfun, gæfuspor til
sjálfsræktar?
„Fólk kemur á bókasöfnin í
leit að ákveðinni lífsfyllingu og
er þessi erindaröð tilraun til að
útvíkka það út frá bókunum og
mæta þeirri þörf á fjölbreyttari
hátt. Sjálfsræktin er eitthvað sem
við höfum öll gott af að gera meira
af, þannig að það er ágætt að byrja
veturinn á því að styrkja hana að-
eins,“ segir Arndís Þórarinsdóttir,
deildarstjóri dægurmála á Bóka-
safni Kópavogs.
Elín Ebba segist ætla að tala
í kvöld um hvernig hamingjan
er skilgreind. „Þegar fólk svar-
ar spurningunni um hvort það sé
hamingjusamt þá er það yfirleitt
að svara því hvort það sé ánægt
með líf sitt í heildina. Það er erf-
itt að mæla hamingjuna, því hún
er huglæg, einstaklingsbundin og
aðstæðubundin. Það getur verið
hamingja fyrir einum að eiga þús-
und krónur en fyrir annan skiptir
þúsundkall engu máli. Hamingjan
er að minnsta kosti ekki það að líða
vel allan tímann, það er ekki ham-
ingja að vera ríkur, að vinna lottó-
vinning eða klára stúdentspróf.
Þetta fjarar allt saman út. Ham-
ingjan er svolítið eins og norður-
ljósin, þau koma og hverfa fljótt
aftur en á meðan á þeim stendur
eru þau æðisleg, hamingjutilfinn-
ingin er þannig,“ útskýrir hún.
Einstaklingurinn sjálfur, fjöl-
skylda og nánasta umhverfi hans
og allt samfélagið hefur áhrif á
hamingjuna, að sögn Elínar Ebbu.
„Við fæðumst með ákveðna eigin-
leika, og erum eins og blóm, sum
blóm eru harðger en önnur blóm
þola ekki minnsta vind. Það er
eins með manneskjuna. Við fæð-
umst ólík en það hefur úrslita-
áhrif í hvaða umhverfi við ölumst
upp. Foreldrar hafa mikið að segja,
hvort hlúð sé að blómunum á rétt-
an hátt, og samfélagið hefur líka
áhrif. Ef við búum í samfélagi þar
sem við fáum ekki öll jöfn tæki-
færi náum við ekki öll að blómstra.
Í lýðræðisríki veljum við okkur
fólk sem við trúum að geti haft
áhrif á þennan stóra jarðveg. Hver
og einn þarf að finna sína leið í átt
að hamingju, þó við séum öll blóm
þá erum við mismunandi tegundir
af blómum.“
Segja má að hamingjan sé
tímabundið ástand og dæmi um
það segir Elín Ebba vera mann-
eskju sem þráir að eignast börn.
„Hún fyllist hamingju við að eign-
ast barn en það er ekki víst að hún
verði hamingjusamari við að eiga
börn, þeim fylgir ábyrgð og þau
geta valdið áhyggjum. Það er eins
með maka, fólk þráir að eignast
maka en svo getur það snúist upp
í andhverfu sína,“ segir hún.
Í erindi kvöldsins ætlar Elín
Ebba líka að fjalla um muninn
á hamingju og lífsfyllingu. Hún
segir hamingjuna snúast um að
fullnægja þörfum sínum en að
lífsfyllingin skipti máli fyrir
okkur sem manneskjur. „Ham-
ingjutilfinningin er eins og full-
næging. Það er ekki eftirsóknar-
vert að vera með stanslausa full-
nægingu, þá fer hún að snúast
upp í andhverfu sína. Það er lífs-
fyllingin sem skiptir mestu máli.
Þeir sem finna fyrir lífshamingju
er fólkið sem gefur af sér, hefur
hugsjón eða vinnur fyrir ákveðinn
málstað. Það er eftirsóknarvert að
finna sína lífsfyllingu og vera sátt-
ur við sjálfan sig og umhverfi en
ekki endilega að vera hamingju-
samur nema einstöku sinnum, eins
og þegar maður sér norðurljósin.“
Sonur Elínar Ebbu, fiðluleikar-
inn H. Snorri Seljeseth, göfgar er-
indið í kvöld með hamingjutónum.
Allir eru velkomnir í Bókasafn
Kópavogs á meðan húsrúm leyfir
og er aðgangur ókeypis.
Hamingjan er eins
og norðurljósin
elín ebba Ásmundsdóttir líkir hamingjunni við norðurljós, þau eru
æðisleg á meðan á þeim stendur en þau fjara fljótt út. Hún heldur
erindi um hamingjuna á Bókasafni Kópavogs í kvöld.
KOMIÐ
Í VERSLANIR
Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna.
200 kr. af hverju bleiku glasi renna
til styrktar Bleiku slaufunni.
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Blómapottar Mikið úrval afblómapottum í
öl lum stærðum
og gerðum
Tilboð
Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40
Öll helstu tilþrifin og mörkin!
Skotheldur sportpakki sem þú færð bara í kvöldfréttum Stöðvar 2
4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A
1
7
-1
0
-2
0
1
6
0
9
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
F
4
-F
E
C
8
1
A
F
4
-F
D
8
C
1
A
F
4
-F
C
5
0
1
A
F
4
-F
B
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K