Fréttablaðið - 04.10.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 04.10.2016, Síða 24
Skoda octavia vRS Finnur Thorlacius reynsluekur S koda Octavia hefur á undanförnum árum verið ein sölu- hæsta einstaka bíl- gerð hér á landi og var sú mest selda til að mynda í fyrra. Skoda Octavia er til í allmörgum út- færslum, sem langbakur og sed- an-bíll, með bensínvélum, dísil- vélum og bíll sem brennir met- ani og bensíni, sem upphækkuð Scout-útfærsla og í sportlegum kraftaútgáfum með stafina VRS. Sá nýjasti í þeirri flóru er knú- inn öflugri dísilvél og er kominn í sölu hjá Heklu. Þessi útgáfa Oc- tavia er allrar athygli verð, ekki síst fyrir samsetningu mikils afls en í leiðinni litla eyðslu. VRS-út- gáfur Octavia eru bæði lægri á vegi og meira fyrir augað en grunngerðirnar, en engu að síður er útlit bílsins fremur lágstemmt. Margar aðrar kraftaútgáfur vin- sælla fólksbíla skera sig meira frá grunngerðunum og eru með grimmara og sportlegra útliti en þessi bíll. Það er þó eitt af því sem er sjarmerandi við þennan bíl, hann er ekki að þykjast vera eitthvað sem hann er ekki, öllu heldur er hann úlfur í sauðar- gæru og það leiðist fæstum bíla- áhugamönnum. Mikið afl, lítil eyðsla og fullt af plássi Það er nefnilega alls ekki slæmt að fá í einum bíl 5 manna fjöl- skyldubíl með 590 lítra flutnings- rými sem er innan við 8 sekúndur í hundraðið og eyðir samt aðeins 4,7 lítrum á hverja 100 ekna kíló- metra. Þannig er Skoda Octavia VRS með 2,0 lítra dísilvél, en hún skilar 184 hestöflum gegnum frá- Einn sEm tikkar í öll boxin Skoda Octavia VRS er bíll sem sameinar svo margt, hann er sportbíll og í senn rúmgóður fjölskyldubíll sem rúmar ógn og býsn af farangri, en umfram allt mjög skemmtilegur akstursbíll. Skoda Octavia VRS. Skoda Octavia VRS er úlfur í sauðargæru. Gríðarmikið skottpláss. Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir 32” - 54” J E P PA D E K K BAJA CLAW STZ MTZDEEGANATZp3 ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur alltaf nálgast Fréttablaðið á þægilegan og fljótlegan hátt. Blaðið er einnig aðgengilegt í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum ... allt sem þú þarft bílar Fréttablaðið 6 4. október 2016 ÞRIÐJUDAGUR 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F 4 -E 6 1 8 1 A F 4 -E 4 D C 1 A F 4 -E 3 A 0 1 A F 4 -E 2 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.