Fréttablaðið - 04.10.2016, Page 32

Fréttablaðið - 04.10.2016, Page 32
Rifið hvítkál getur vel komið í staðinn fyrir hrísgrjón. Gulrætur og nípur hafa lægri sykurstuðul en kartöflur. Það kemur mörgum á óvart hvað kúrbítspasta erí raun veru gott. Í stað spagettís má rífa kúr- bít í strimla. Skemmtileg- ast er að gera það með þar til gerðu járni eða mandól- íni sem sker kúrbítinn í lang- ar og mjóar ræmur. Hell- ið góðri ólífuolíu og sítrónu- safa yfir og bragðbætið með flögusalti. Berið fram eins og spagettí. Kúrbíturinn er bragðlítill en sýgur kjöt- og pastasósu vel í sig. Þeir sem þora að prófa fara jafnvel að taka hann fram yfir pasta. Í stað hrísgrjóna má rífa hvítkál smátt í matvinnslu- vél. Færið í pott og bætið ör- litlu vatni við. Það á ekki að fljóta yfir. Bara rétt botnfylli. Sjóðið vatnið niður og saltið eftir smekk. Gætið þess að hræra reglulega í pottinum. Berið fram eins og hrísgrjón. Hvítkálið sýgur hvers kyns sósu vel í sig og það er ljómandi gott að hella henni yfir alveg eins og ef um hefðbundin hrísgrjón væri að ræða. Það getur margt komið í staðinn fyrir kartöflur. Prófið til dæmis að skera gul- rætur og nípu eða steinseljurót í strimla og velta upp úr olíu, salti, timían, hun- angi, hvítlauk og smátt söxuðu chilli og baka í ofni eða steikja á pönnu. Kúrbítspasta HvítKál sem Hrísgrjón bragðgóðir staðgenglar Kartöflur, pasta og hrísgrjón er algengt meðlæti með kjöt- og fiskréttum. Það á það sameiginlegt að gefa góða fyllingu og sýgur vel í sig sósu og annað viðbit. Það er hins vegar kolvetnaríkt og hækkar blóðsykurinn nokkuð snögglega. Þeir sem aðhyllast lágkolvetnafæði reyna því að sneiða hjá því og finna annað í staðinn. eKKi meiri Kartöflur Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið í símanum eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er. Kartöflur, pasta og hrísgrjón er það meðlæti sem flestir borða með vel- flestum mat. Hefur þér dottið í hug að prófa eitthvað annað sem er jafnvel hollara og bragðmeira? 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r6 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F 5 -0 D 9 8 1 A F 5 -0 C 5 C 1 A F 5 -0 B 2 0 1 A F 5 -0 9 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.