Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Eitt mesta úrval landsins af fiskréttum og ferskum fiski. Veitingastaðir Stóreldhús Mötuneyti hafid@hafid.is 554 7200 Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki Fangelsismál Nokkrir fangar á Íslandi hafa nýtt sér svokölluð fjöl- skylduleyfi en ný lög um fullnustu refsinga hafa að geyma nýmæli um slík leyfi. Áður gátu fangar einungis fengið dagsleyfi. Leyfið er allt að tveimur sólarhringum og geta þeir fangar, sem hafa fengið dagsleyfi samfellt í tvö ár og staðist skilyrði þeirra, nýtt sér það. Leyfin mega mest vera fjögur á ári og þurfa níutíu dagar að líða á milli þeirra. „Þetta er ágætt nýmæli og eitt af þeim nýju verkefnum sem fylgdu lögunum. Þessu er meðal annars ætlað að draga úr neikvæðum afleið- ingum langrar innilokunar. Það er nánast engin reynsla komin á þessi leyfi,“ segir Páll Winkel fangelsis- málastjóri. Þrátt fyrir það að leyfið heiti fjöl- skylduleyfi er ekki skylt að fanginn eigi fjölskyldu til að heimsækja. Að sögn Tryggva Ágústssonar, stað- gengils forstöðumanns á Litla- Hrauni, þarf fangi sem fær leyfið að upplýsa um það hvernig hann hyggst verja leyfinu, hvern hann hyggst heimsækja og hvar hann mun dvelja. „Við þurfum að samþykkja dag- skrána og þurfa fangar að bera skír- teini sem hefur að geyma upplýsing- ar um tilgang og skilyrði leyfisins,“ segir Tryggvi og bætir við að yfirleitt hafi dagsleyfi fanga gengið vel. Lítil reynsla sé komin á fjölskylduleyfin en þau hafi einnig gengið vel. „Hér hafa menn farið í dagsleyfi og verið staðnir að því að nýta þau í smygl á lyfjum eða fíkniefnum. En oftast gengur vel.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu, félags fanga, segir fyrirkomulagið gallað enda geti 99 prósent fanga aldrei nýtt leyfið. „Það að heimila fjölskylduleyfi er auð vitað frábært í sjálfu sér en þeir sem hlotið hafa allt að tólf ára dóm geta aldrei fengið fjölskyldu- leyfi. Ástæðan er sú að fangar fá ekki dagsleyfi fyrr en eftir tvö ár en til að fá dagsleyfi þurfa menn að hafa afplánað einn þriðja hluta dóms síns. Ef þú ert með minna en tólf ára dóm þýðir það að þú sért kominn í verndarúrræði þegar þú gætir byrjað að nýta leyfið,“ segir Guðmundur. Þá bendir Guðmundur á að í Noregi, þar sem endur komutíðni sé lág, séu sambærileg leyfi veitt miklu fyrr og oftar. Þar sé litið á leyfi frá fangelsi sem eitt mikilvægasta úrræðið í aðlögun fanga að sam- félaginu að nýju. Páll Winkel segir skilyrði fjöl- skylduleyfisins vera lögbundin og að fangelsisyfirvöld hafi ekki svigrúm til að breyta reglunum með neinum hætti. nadine@frettabladid.is Fangar mega fá fjölskylduleyfi Nýleg lög um fullnustu refsinga hafa að geyma nýmæli um svokallað fjölskylduleyfi fanga. Leyfið er allt að tveimur sólarhringum og á að draga úr neikvæðum afleiðingum innilokunar. Ströng skilyrði eru fyrir leyfinu. Á Kvíabryggju eru fangar sem fara í dags- eða fjölskylduleyfi oftast sóttir af fjölskyldu eða vinum. MYND/AFSTAÐA samFélag Fangar á Kvíabryggju héldu upp á verslunarmannahelg- ina með brekkusöng á sunnudags- kvöld. Allir 23 fangarnir tóku þátt í söngnum ásamt einum fangaverði. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir söngæfingar hafa staðið yfir einu sinni í viku í nokkurn tíma. Mikil stemning hafi verið í brekkusöng- num. Mögulega verði söngurinn að árlegum viðburði. – ngy Brekkusöngur á Kvíabryggju HagstoFan Síðustu tólf mánuði hefur nýskráningum einkahluta- félaga fjölgað um átján prósent í miðað við tólf mánuði þar á undan. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Nýskráningar einkahluta- félaga í júní 2016 voru 275. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum, fjölgar úr 279 í 413 eða um fjöru- tíu og átta prósent. Meðal annarra greina þar sem nýskráningum hefur fjölgað má nefna leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu þar sem nýskráningum fjölgaði úr 168 í 231. Mest hlutfallsleg fækkun nýskrán- inga síðustu 12 mánuði var í sér- fræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi, eða um sex prósent. – ngy Æ fleiri skráð einkahlutafélög Glatt í hjalla hjá föngum. MYND/AFSTAÐA orkumál Orkustofnun telur drög að skýrslu verkefnisstjórnar um þriðja áfanga verndar- og orku- nýtingaráætlunar stjórnvalda ekki fullnægjandi og þau setji ráðuneyti og Alþingi í erfiða stöðu um fram- haldið. Orkustofnun vill sjá miklu fleiri virkjanakosti setta í nýtingu. Telur Orkustofnun greiningarvinnu ófull- nægjandi, mat byggt á of þröngu sjónarhorni, skortur sé á samræmi í einkunnagjöf milli áfanga og niður- stöður flokkunar ekki nægilega rök- studdar. „Mikilvægt er að vinna við næsta áfanga verndar- og orkunýtingar- áætlunar byggi á traustari grunni en í þriðja áfanga og að allir virkj- unarkostir sem lagðir verða fram af Orkustofnun verði teknir til fag- legrar, alhliða skoðunar og að allar niðurstöður næstu verkefnisstjórn- ar verði ítarlegar og vel rökstuddar,“ segir í skýrslu stofnunarinnar. Allt frá því að rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauð- linda var sett á laggirnar af síðustu ríkisstjórn hafa mikil átök verið um hvaða staðir skuli nýttir til raforku- framleiðslu og hverjir skuli vernd- aðir.  Segir ennfremur í skýrslu Orku- stofnunar að verið sé að svipta heilu landshlutana möguleika til vistvænnar orkunýtingar. – sa Orkustofnun varar við því að möguleikar í nýtingu séu útilokaðir Urriðafoss í Þjórsá. FréTTAblAÐiÐ/VilhelM Þessu er meðal annars ætlað að draga úr neikvæðum afleið- ingum langrar innilokunar. Það er nánast engin reynsla komin á þessi leyfi. Páll Winkel fangelsismálastjóri Mikilvægt er að vinna við næsta áfanga verndar- og orku- nýtingaráætlunar byggi á traustari grunni en í þriðja áfanga og að allir virkjunar- kostir sem lagðir verða fram af Orkustofnun verði teknir til faglegrar, alhliða skoð- unar. Úr skýrslu Orkustofnunar um drög að skýrslu um verndar- og orkunýtingar- áætlun 2 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ r i Ð J u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a Ð i Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 0 -3 0 E 0 1 A 2 0 -2 F A 4 1 A 2 0 -2 E 6 8 1 A 2 0 -2 D 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.