Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 32
Ég er orðin svo hneyksluð á meðferð ríkisins og annarra stofnana á framkomu þeirra gagnvart íbúum í Vestur-Skaftafells- sýslu, hvort sem stofnanirnar eru opinberar eða einkareknar, að ég get ekki þagað lengur. Á þetta við að mestu leyti um íbúa í Meðallandi og Landbroti. Eins og fram hefur komið í fréttum eru þessi svæði að þorna upp vegna stífluframkvæmda sem ráðist var í þegar síðasta Skaftárhlaup varð. Það sem liggur undir þessari framkvæmd er að lífríki alls svæðisins kemur til með að hrynja. Fiskistofnar í Gren- læk, Jónskvísl og öðrum veiðisvæð- um eru í stórhættu því það er búið að þurrka upp hrygningarstöðvar fisks- ins. Ef áframhald verður á þessum þurrkum kemur grunnvatn til með að hverfa sem gerir það að verkum að býli og bæir fá ekki það vatn sem þarf til að sinna bústofni og ræktun. Þegar þetta svæði þornar er bara eitt sem gerist: það verður uppblástur á landinu og það hreinlega fýkur burt. Þá er ekki langt í að fólk neyðist til að flytja búferlum hvort sem það vill eða ekki. Það er líka alveg greinilegt að tækniþróun 21. aldarinnar hefur því miður strandað á leið sinni að þessu svæði og enginn reynir að hjálpa til. Rafmagn á þessu svæði er mjög ótryggt. Ég veit til þess að síðastlið- inn vetur t.d. fór rafmagn mjög oft af þessu svæði. Stundum er rafmagnið að detta út og inn yfir daginn, sem fer mjög illa með öll rafmagnstæki. Tengdaforeldrar mínir búa á þessu svæði. Tengdamamma notar súr- efnisvél og veldur þetta henni gríðar- legum óþægindum. Rafmagnið fer oft af að nóttu til, þá þarf hún að fara á fætur og finna ljós til að geta tengt varasúrefniskútinn sinn svo að hún nái hreinlega andanum. Þriggja fasa rafmagn er ekki lagt til bænda nema þeir greiði fyrir það flýtigjald því það er ekki á dag- skrá hjá Rarik að leggja þriggja fasa rafmagn á þetta svæði nærri strax. Þetta heftir framfarir í t.d. mjólkur- framleiðslu því það er ekki hægt að stækka kúabúin og fá mjaltaþjóna. Núverandi kerfi er þannig að öll sveitin finnur fyrir því þegar mjalta- vélamótorar eru settir í gang, þá blikka ljós á öðrum bæjum því það er ekki nægt rafmagn til að keyra samfélagið allt í einu. Eins kemur þetta ástand í veg fyrir að bændur setji á stofn fyrirtæki því það er ekki til rafmagn fyrir þau. Þetta er eins og að fara ca. 20 til 30 ár aftur í tímann. Síðast en ekki síst eru það sjón- varpsútsendingar og nettenging, þarna eru truflanir í útsendingu fastir liðir en ekki undantekning. Hljóðið bjagast og myndin verður pixluð. Jafnvel dettur sjónvarpsút- sending út allt kvöldið. Nettengingin er eins dyntótt og þegar internetið var að koma fyrst fyrir tuttugu árum, stundum náðist tenging og stundum ekki. Miðað við þetta ástand er greini- legt að það á bara að leggja þetta svæði í eyði vísvitandi. Það er búið að senda skrifleg erindi til hinna ýmsu stofnana, fyrirtækja og þing- manna og ég vona bara að þeir sjái sóma sinn í að taka til höndum og bjarga þessu fallega og yndislega landsvæði áður en það fýkur burt og leggst í eyði. Íbúar í Vestur-Skaftafellssýslu sæta illri meðferð hjá ríkinu Jæja! Nú eru góðir 6 mánuðir liðnir síðan fjöldi leiðtoga heimsins skrifaði undir Lofts- lagssamkomulagið í París. Um- hverfis ráðherra Íslands var þar á meðal. Við undirritunina skuldbatt ríkis- stjórn Íslands sig til að vinna að því að ná markmiðum samkomulagsins. Fyrstu aðgerðir hennar eru þegar farnar að líta dagsins ljós en nýlega var auglýst verkefnið „rafbílar – átak í innviðum“ þar sem veitt verður styrkjum að upphæð allt að 201 milljón á næstu 3 árum. Styrkirnir geta hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnisins þannig að vonandi sjáum við yfir 400 milljóna króna uppbyggingu innviða fyrir raf- bíla á næstu 3 árum. Fleiri en ríkið hafa skuldbundið sig. 103 fyrirtæki skrifuðu undir svo- kallaða loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar. Stofnanir ríkisins, þessi 103 fyrirtæki og vonandi miklu fleiri, eru væntanlega þegar búin eða munu á næstunni setja fram og kynna markmið sín og aðgerðir. Mörg félaganna á lista FESTA eru með starfsemi á Akureyri og ríkið rekur fjölmargar stofnanir á Akur- eyri, eins og skóla, heilbrigðisstofn- anir, Vegagerðina og lögregluna. Öll þessi félög og stofnanir eru mikil- vægir þátttakendur í markmiðum Akureyrarbæjar um að verða kol- efnishlutlaust bæjarfélag á næstu árum Á undanförnum árum hefur bær- inn farið í fjölmörg verkefni sem færa hann nær markmiði sínu, svo sem frítt í strætó og framleiðslu á moltu og metani. En hver ættu að vera næstu skref hjá bæjarfélaginu? Eigum við að feta í fótspor t.d. San Francisco, sem hefur bannað frauðplastsumbúðir, eða Noregs og Hollands, sem stefna á að frá og með árinu 2025 verði bannað að flytja þangað inn bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti. Margir fleiri eru með alvöru aðgerðir í gangi, t.d. stefnir bandaríski sjóherinn á að búið verði að skipta 50% af notkun hans á jarðefnaeldsneyti út fyrir aðra orkugjafa árið 2020. Margar borgir í Evrópu ætla sér að banna alla bílaum- ferð í miðbæjum sínum. Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, steig þetta skref fyrir nokkrum árum og hefur það gjörbreytt borginni og lífinu í mið- bænum, sérstaklega hvað varðar hávaða og loftmengun. Borgin var m.a. vegna þessa valin „Green Capi- tal 2016“. Sumir eru líka löngu búnir að gera eitthvað, eins og smábærinn Modbury á Englandi sem bannaði notkun á plastpokum fyrir 10 árum síðan. Allir taki þátt Eins og okkur hefur tekist vel til hingað til, með mikilli þátttöku íbúa í flokkun á lífrænu sorpi og stórauk- inni notkun á strætó, þá gildir það sama nú að allir þurfa að koma með og taka þátt. Sérstaklega þurfa fyrir- tækin og aðilar eins og matvöru- verslanir, matvælaframleiðendur, veitingahús, rútufyrirtæki, bíla- leigur, hótel o.fl. að setja sér skýr markmið og skilgreina aðgerðir ef þetta á að verða að veruleika. Hvað ætla þau að gera fyrir árið 2020 og hvað fyrir 2025 og 2030? Það þarf engar dýrar og flóknar aðgerðir enda er nú þegar búið að fjárfesta í framleiðslueiningunum (Moltu, Orkey, Metan) og inn- viðunum (hleðslustöðvar, endur- vinnslustöðvar, græna trektin, græna karfan). Þetta er allt komið upp, nú er bara einföld og ódýr inn- leiðing eftir: l kaupa rafmagns- og/eða metan- bíla (þegar bílar eru endurnýjaðir) l bjóða starfsmönnum upp á samgöngustyrk eða aðgang að rafmagnshjóli l flokka allt lífrænt sorp og skila í moltu l hirða alla notaða matarolíu og fitu og skila í Orkey l flokka allan úrgang eins og plast, pappa og málma l kolefnisjafna flugferðir með skóg- rækt Engar uppfinningar, bara innleiðing! Þessi dægrin eru fluttar fregnir í fjölmiðlum af hækkun fast-eigna- og lóðargjalda í ýmsum sveitarfélögum. Þessi hækkun kemur misjafnlega við pyngju fólks, en ólög valda því að trúfélög greiða hvorki fasteignaskatta né lóðar- gjöld. Fasteignaskattur er lagður á í samræmi við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en þau eiga sér nokkra forvera sem rekja má allt til 1877, en fyrstu eiginleg lög um fasteignaskatt eru frá 1921 og hafa þau verið endurskoðuð all- nokkrum sinnum. Í lögunum frá 1921 og síðari lögum var völdum aðilum veitt undanþága frá greiðslu fasteignaskatts og lóðargjalda. Þar má nefna sjúkrahús, skóla, elli- heimili, íþróttahús, kirkjur o.fl. Undanþágunum fjölgaði nokkuð í gegnum tíðina, en í kjölfar skýrslu nefndar um undanþágur frá fast- eignaskatti (2001) voru samþykkt lög frá Alþingi (árið 2005) sem tóku fyrir flestar af þessum undanþágum. Þrennt var þó skilið eftir: kirkjur og musteri trúfélaga, safnahús sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana. Með þessum breytingum var ekki hróflað við undanþágu kirknanna, heldur var bætt í og bænahús og musteri annarra söfnuða einnig undanskilin. Rétt er að taka fram að eina skráða, veraldlega lífsskoð- unarfélagið á landinu, sem á rétt til að fá gjöldin niðurfelld, hafnar algerlega slíkri ívilnun þótt í boði sé og greiðir sín gjöldin með sóma. Í skýrslu nefndarinnar frá 2001 er að finna þennan kostulega rök- stuðning fyrir trúarundanþágunni: „Nefndin telur að umrædd undan- þága byggi á ríkri hefð og er því ekki lagt til að hún verði afnumin.“ Þessi orð eru einkar athyglisverð í því ljósi að ekki þótti nefndarmönnum, né Alþingi, vera komin hefð fyrir því að undanskilja t.a.m. sjúkrahús og skóla gjöldunum. Ríkisstofnunin þjóðkirkjan, sem almenningur kallar í dag- legu tali ríkiskirkjuna, ríður býsna feitum hesti frá þessari undanþágu. Almenningur er skyldaður til að greiða fasteigna- og lóðargjöld ár hvert á meðan ríkiskirkjan greiðir krónur 0 af sínum tilbeiðsluhúsum og lóðunum sem þau standa á. Lóðirnar fær kirkjan (og önnur trú- félög) einnig ókeypis og eru þær að jafnaði dýrustu og eftirsóttustu landspildurnar í hverju sveitarfé- lagi. Í Reykjavík einni varð borgin því af a.m.k. tæplega 73 milljónum króna á þessu ári. Aðrir söfnuðir fengu rúmlega 12 milljónir í styrk frá Reykvíkingum á sama hátt. Samtals eru þetta rétt um 85 millj- ónir sem Reykvíkingar greiða með trúfélögunum í formi niðurfell- ingar fasteigna- og lóðargjalda af tilbeiðsluhúsum þessara aðila. Til dæmis má nefna að ég greiði á þessu ári um 100 þúsund kr. í fasteigna- og lóðargjöld af hóflegu íbúðar- húsnæði á meðan t.d. af monthöll ríkiskirkjunnar efst á Skólavörðu- hæðinni er ekki greidd ein einasta króna! Samt hefur téð höll rakað til sín tugum milljóna árlega með því að selja lyftuferðir dýru verði upp í turnspíruna. Hefð er aum réttlæting fyrir for- réttindum trúfélaga, sérstaklega þegar borgarsjóður er rekinn með töluverðum halla. Í raun réttri eru Reykvíkingar að styrkja trúfélög um milljónatugi árlega með þessum hætti. Slíkt er óþolandi mismunun sem kjörnir borgarfulltrúar ættu að sjá sóma sinn í að fara fram á við löggjafann að verði breytt. Á meðan þeir bíða eftir að Alþingi bregðist við er þeim í lófa lagið að leggja niður Kirkjubyggingar- sjóð borgarinnar, en það er enn ein matarhola ríkiskirkjunnar sem ausið er úr milljónum ár hvert af skattfé borgarbúa. Það væri óskandi að ríkiskirkjan hefði til að bera það siðferðisþrek að leggja sinn skerf til samfélagsins með því að greiða sín gjöld ótilneydd, líkt og Sið- mennt gerir, en reyni ekki stöðugt að koma sér hjá því að deila kjörum með almenningi. Guð greiðir ekki fasteignaskatt Aðalbjörg Runólfsdóttir tengdadóttir úr Landbrotinu Guðmundur Guðmundsson líffræðingur og laganemi Guðmundur Haukur Sigurðarson framvæmdastjóri Vistorku ehf. Margar borgir í Evrópu ætla sér að banna alla bílaumferð í miðbæjum sínum. Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, steig þetta skref fyrir nokkrum árum og hefur það gjörbreytt borg- inni og lífinu í miðbænum, sérstaklega hvað varðar hávaða og loftmengun. Þegar þetta svæði þornar er bara eitt sem gerist: það verður uppblástur á landinu og það hreinlega fýkur burt. Þá er ekki langt í að fólk neyðist til að flytja búferlum hvort sem það vill eða ekki. 2 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R20 s k o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 2 0 -4 9 9 0 1 A 2 0 -4 8 5 4 1 A 2 0 -4 7 1 8 1 A 2 0 -4 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.