Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 44
Femínistahreyfingin hefur breyst umtalsvert á seinustu árum. Í byrjun snerist baráttan meðal annars um kosningarétt en í dag snýst hún um svo miklu meira. Þrátt fyrir að vera langt komin frá því á seinustu öld er enn langt í land. Það er margt að gerast í jafnréttismálum kvenna þrátt fyrir að það sé langt í land. Margir hafa sínar eigin skoðanir um það hvernig femínistar eiga að berjast fyrir jafnrétti en sannleikurinn er sá að það er engin ein rétt leið. Þegar upp er staðið vilja konur geta hagað sér og gert það sem þær vilja, rétt eins og karlar hafa getað gert fram að þessu. Stjörnurnar í Hollywood geta haft mikil áhrif enda er hver og ein fræg kona með fjölmarga aðdá- endur. Það er því mikilvægt að þær konur sem hafa tækifæri til þess að koma skilaboðum sínum á fram- færi nýti það. Ýmsar stjörnur hafa vakið meiri athygli á málstaðnum en aðrar og hver á sinn hátt. Það er margt sem þarf að taka á og því frá- bært að fólk geti fundið sér málefni til þess að berjast fyrir. Konurnar sem eru nefndar í þessari grein eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu sem berjast fyrir jafnrétti kvenna. Nútíma femínistar Beyoncé Yfirlýsti femínistinn Beyoncé syngur mikið um jafnrétti kvenna og er óhrædd við að tala um þau á opinberum vettvangi. Textinn við lagið „Flawless“ innihélt ræðu Chimamanda Ngozi Adichie sem vakið hefur mikla athygli um allan heim en hún fjallar að mestu um staðalímyndir í samfélögum heims á hlut­ verkum kvenna og karla. Hún er einnig ötul baráttu­ kona fyrir réttindum svartra kvenna en hún telur þær vera þann hóp sem minnst tillit er tekið til í Bandaríkjunum. Kim Kardashian Margir halda því fram enn í dag að eina ástæðan fyrir því að Kim sé fræg og rík sé af því hún hafi verið í kyn­ lífsmyndbandi sem var lekið fyrir 13 árum. Hún hefur þó bent á að allt í kjölfarið á því hafi gert hana að því sem hún er í dag. Hún hefur verið með sína eigin raunveruleikaþætti, eigin verslun, snyrtivörulínur og tölvuleiki sem hafa rakað inn mörgum milljónum dollara seinustu árin. Hún hefur einnig gaman af því að klæða sig í kynæsandi föt og hefur verið mikið gagnrýnd fyrir það. Sem athafna­ kona sem hefur verið að gera það gott bæði í viðskipta­ heiminum og tískuheiminum segist hún enn finna fyrir því að hún sé ekki tekin alvarlega vegna þess hvernig hún klæðir sig. Það á ekki að skipta máli hvernig konur klæða sig því það segir ekkert til um hversu klárar þær eru. Amber Rose Amber Rose starfaði eitt sinn sem strippari en hún getur í dag titlað sig sem baráttukonu fyrir jafnrétti kvenna. Hún heldur uppi „Amber Rose Slut Walk“ göngunni í Los Angeles, sem er svipað upp sett og Druslugangan hér á landi. Hún hefur einnig gagnrýnt það í gríð og erg að menn eru álitnir aðalspaðarnir ef þeir sofa hjá mörgum konum en konur eru druslur ef þær sofa hjá eins mörgum mönnum og þær vilja. Hún hefur tekið upp hanskann fyrir fjölmargar stjörnur sem hafa verið mikið gagnrýndar í fjöl­ miðlum, eins og Kim Kardashian og Iggy Azalea, sem og verið ómyrk í máli í garð manna sem sakaðir hafa verið um nauðgun eins og Ian Connor og Bill Cosby. Hún gefur ekkert eftir og er ávallt samkvæm sjálfri sér. Að hennar mati mega konur klæða sig eins lítið og þær vilja en hún hefur oft verið gagnrýnd fyrir nákvæmlega það og þá sérstaklega eftir að hún eignaðist barn. Rihanna Söngkonan Rihanna klæðir sig nákvæmlega eins og hún vill og hagar sér að sama skapi eins og hún vill. Hún hikar ekki við að frelsa geirvörtuna þrátt fyrir að fjölmiðlar fjalli um það í hvert einasta skipti. Sjálf hefur hún sagt að hún hafi ekki hugmynd um af hverju fólki finnist brjóstin á henni svona merkileg þar sem helmingur mann­ fólksins sé með brjóst. Ferill Rihönnu hófst þegar hún var aðeins unglingur og þá var greinilegt að hún fylgdi straumnum í einu og öllu. Seinustu ár hefur hún þó tekið ferilinn í sínar hendur og farið sínar eigin leiðir. Þessar ruddu meðal annars brautina fyrir nútímafemínista: Malala Yousafzai Óumdeilanlega frægasti ungi femínisti heims. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur hún áorkað miklu í gegnum ævina, þá sérstaklega fyrir ungar stúlkur í heimalandi sínu, Pakistan, og rétt­ indi þeirra til náms. Hún byrjaði snemma að blogga um ástandið í heimabæ sínum og meðal annars gerði New York Times heimildarmynd um líf hennar. Árið 2012 var hún skotin þrisvar sinnum er hún steig upp í skóla­ rútuna sína. Hún lifði af og hefur síðan þá talað enn hærra um ástandið og hefur meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun fyrir vinnu sína. Hún hefur þrisvar sinnum verið á lista yfir 100 áhrifa­ mestu manneskjur heims hjá tímaritinu Time. Malala er frábær fyrirmynd sem mun láta mikið að sér kveða í framtíðinni og því er mikilvægt að fylgjast með henni. Emma Watson He for She verkefnið fór líklegast ekki fram hjá neinum en Emma Watson var talskona þess á vegum UN Women. Hún hefur látið vel í sér heyra um aukin réttindi kvenna og hefur haldið margar áhrifamiklar ræður sem fara hafa sem eldur um sinu á internetinu. Hún er ung leik­ kona sem margar ungur stúlkur líta upp til og því hefur hún gífurlega mikil áhrif. Madonna Oprah Coco Chanel Angelina Jolie Viola Davis Gina Davis Hillary Clinton 2 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R32 L í f I Ð ∙ f R É t t A B L A Ð I Ð Lífið 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 2 0 -3 F B 0 1 A 2 0 -3 E 7 4 1 A 2 0 -3 D 3 8 1 A 2 0 -3 B F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.