Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 31
Ýmsir hafa tjáð sig á undan-förnum misserum um betrun og mikilvægi þess að hún sé innleidd í íslenskan rétt. Í undir- búningi við gerð nýrra laga um fulln- ustu refsinga gagnrýndi Afstaða harðlega að hugtakið betrun kæmi hvergi fyrir í frumvarpi innanríkis- ráðherra sem lagt var fyrir Alþingi. Niðurstaðan varð sú að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins bætti inn orðinu betrun á nokkrum stöðum í frumvarpinu, en það var ekki til- gangur athugasemdanna heldur sá að með nýju lögunum yrði innleidd betrunarstefna á Íslandi í stað við- varandi refsistefnu. Ég tel að nokkurs misskilnings hafi gætt um beitingu hugtaksins betrun. Betrun snýst um að gerð verði persónusniðin vistunaráætlun þar sem sérfræðingar meta einstak- linginn og veita honum viðeigandi meðferð; gera í upphafi afplánunar áætlun um hvernig einstaklingurinn nýtir tímann til að afla sér menntunar sem gerir honum kleift að verða nýtur þjóðfélagsþegn að afplánun lokinni. Þá skiptir miklu að styrkja stoðir fjöl- skyldunnar og gera einstaklingnum mögulegt að treysta samband sitt við fjölskyldu og vini. Með nýju lögunum var hins vegar ákvæði um gerð vist- unaráætlunar fjarlægt úr lögunum og þrengt að vina- og fjölskyldutengslum með ýmsum takmörkunum á heim- sóknum. Annar mikilvægur hluti af betrun er að vinna úr orsökum afbrotsins, meðal annars með því að reyna að sætta geranda og brotaþola. Það hefur sýnt sig að þrepaskipt fangelsisvist, þar sem dómþoli losnar í áföngum aftur út í samfélagið, skilar góðum árangri. Við höfum þrepin hér á Íslandi, en það skortir á sjálft inni- hald fangavistarinnar, þar sem dóm- þolum er veitt ábyrgð og þeir studdir til að taka ábyrgð í samræmi við þá vistunaráætlun sem gerð er í upphafi. Þrátt fyrir þrepaskiptinguna, þar sem er að finna lokuð fangelsi, opin fang- elsi, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, skortir alveg innihald vistunarinnar. Því verða fangelsin bara geymslur þar sem einstaklingarnir eru stefnulausir í afplánun og ekkert tekur við að þeim tíma liðnum. Skilar ótvíræðum árangri Rannsóknir, þekking, reynsla og menntun um betrun er til staðar – en í afskaplega litlum mæli á Íslandi. Þess vegna er eðlilegt að leita í þekk- ingu og reynslu erlendis, þar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að skipulagt betrunarferli skilar ótví- ræðum árangri. Í byrjun ársins kom Knut Storberget, fv. dómsmálaráð- herra Noregs til Íslands og hélt fram- sögu í Norræna húsinu um stefnu- mótun sem fram fór í tíð hans sem hefur verið kölluð „dómar með til- gang“ (straff som virker). Þegar Norðmenn fóru í stefnu- mótunarvinnuna könnuðu þeir fyrst hverjir það væru í raun og veru sem væru í fangelsunum. Þeir komust að því að fólk, sem býr við slæmar félags- legar aðstæður var það fólk sem kom aftur og aftur í fangelsi. Þegar það lá fyrir var farið að rýna í hvernig hægt væri að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir endurkomur, og tryggja far- sæla endurkomu út í samfélagið. Töluverð bið hafði verið eftir að komast í afplánun í Noregi og of margir voru að koma í fangelsi í mjög stuttan tíma, aðallega ungir menn. Endurkomutíðnin var of há og sama fólkið kom aftur og aftur til að afplána dóma. Sömu vanda- mál blasa við hér á landi. Lögð var áhersla á aukna menntun starfs- fólks, og hún færð á háskólastig þar sem áfram er unnið með rann- sóknir til að meta þau úrræði sem Hvað er betrun? þróuð eru, svo bæta megi þau til að ná settum tilgangi; að betrunar- úrræðin skili einstaklingunum betri út í samfélagið. Yfirklór Alþingis, þar sem orðinu betrun var bætt inn í frumvarpið á nokkrum stöðum, var þó engin stefnubreyting í ætt við þá sem varð í Noregi. Engin framtíðarstefnumörkun Engin framtíðarstefnumörkun hefur verið gerð af hálfu íslenskra stjórnvalda um hvernig þau hygg- ist minnka endurkomur í fang- elsin. Innanríkisráðherra sagði þó á Alþingi að endurkomutíðni á Íslandi væri allt of há. Áhugavert væri að vita hvað ráðherra telji að eigi að felast í betrun og hver henn- ar sýn er á innihald fangavistar – í hverju hún eigi að felast. Endurhæfing þýðir færri glæpir! Frelsissviptingin ein og sér er refs- ing, en því minni munur sem er á milli lífs innan og utan fangelsa, því auðveldari verða umskiptin frá fangelsi yfir í frelsi. Betrun snýst ekki um að fangar geti farið fyrr á rafrænt ökklaband eða losnað fyrr úr afplánun. Það snýst ekki um að fá lengri tíma í samfélagsþjónustu eða á áfanga- heimili. Þetta er misskilningur! Betrun snýst um að byggja upp einstaklinginn og gera hann hæfan til þess að takast á við lífið og verða virkur samfélagsþegn. Í því felst að fangavistin verður að hafa innihald og fangar verða að koma með eitt- hvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Og síðan verður að taka við eftirfylgni og stuðningur, þar sem stuðningurinn felst í aðstoð við aðlögun að samfélaginu auk þess að tryggt sé aðgengi að atvinnu og námi – að ógleymdu þaki yfir höf- uðið. Það er betrun! Betrun snýst um að byggja upp einstakl- inginn og gera hann hæfan til þess að takast á við lífið og verða virkur samfélagsþegn. Í því felst að fangavistin verður að hafa innihald og fangar verða að koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19Þ R i ð J u D A G u R 2 . á G ú s T 2 0 1 6 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 0 -4 E 8 0 1 A 2 0 -4 D 4 4 1 A 2 0 -4 C 0 8 1 A 2 0 -4 A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.