Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 15
Starfsfólk þeirra deilda sem kenndar eru við velferð, félags-mál eða fjölskyldumál hefur umsjón með þeim skjólstæðingum sem illu heilli þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Því fylgir mikil ábyrgð. Til að fá framfærslu þarf að upp- fylla allskonar skilyrði sem ég ætla ekki tíunda hér, enda virðist það vera misjafnt eftir því hvaða sveitar- félag um ræðir. Ætla þó að geta þess að óstaðfestar sögur um þessi mál benda til að fólki sé jafnvel mis- munað eftir hverfum innan sama sveitarfélags. Nú veit ég um skjólstæðing sem fékk ekki framfærslu sem von var á núna um mánaðamótin júní-júlí. Ástæðan sem var gefin upp er að málinu var frestað. Engar frekar skýringar. Fundur er hjá viðkom- andi stofnun viku seinna. Þá verður málið tekið fyrir. Maður spyr sig hvort þetta séu geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna eða handónýtt kerfi. Nema hvort tveggja sé. Þetta er ótækt og niður- lægjandi. Að þurfa að bugta sig og beygja fyrir félagsráðgjafa í hverjum mánuði til að fá framfærslu til að lifa er auðmýkjandi en dugar ekki til. Málinu bara frestað. Og viðkom- andi upp á náð og miskunn vina og vandamanna kominn. Í 8. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð hjá þessu tiltekna sveitarfélagi segir: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis eða annarra vímuefna en bjóða aðstoð til að fara í áfengis/ vímuefnameðferð. Heimilt er að veita þessum aðilum ½ grunnfjár- hæð í sérstökum undantekninga- tilfellum.“ Já, takið eftir þessu: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsað- stoð sem eru í neyslu áfengis …“ Samkvæmt vef landlæknis drukku 46% karlmanna á aldrinum 51-60 ára áfengi vikulega eða oftar á árinu 2007. Sama ár drukku aðeins 6% kvenna á aldrinum 31-50 ára aldrei áfengi. Sambærilegar tölur fyrir karl- menn sem drekka aldrei eru u.þ.b. 5-8 %, misjafnt eftir aldri. Það þarf ekki að fara nánar í þessar tölur en þær gefa vel til kynna hversu fáránleg og opin þessi regla nr. 8 er. Hún gefur þeim sem sem á heldur fullkomið vald til að hafna mikl- um meirihluta þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Á grundvelli 8. reglu. Hún býður líka upp á geð- þóttaákvarðanir ráðgjafanna. 65. gr. Stjórnarskrárinnar hljóðar svona: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Og 76. greinin: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoð- ar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sam- bærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennr- ar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Ekki verður annað séð en að áðurnefnd regla 8 stangist á við stjórnarskrána auk þess að opna á geðþóttaákvarðanir sem jafnvel gætu byggst á fordómum og fáfræði félagsráðgjafa. Í þessu tiltekna máli fékk viðkom- andi einstaklingur borgað föstu- daginn 8. júlí og þá 1/3 eða samtals 98 þús. krónur. Sá sem þarf að þiggja félóbætur er oftast ekki á hápunktinum í lífi sínu. Það sækist enginn eftir því að lifa á því og þurfa auk þess að fara í gegnum þann hreinsunareld sem fólki er gert að ganga í gegnum. Það hlýtur að vera markmið félags- kerfisins að byggja upp en ekki rífa niður. En of oft gerir það þveröfugt, það brýtur niður sjálfsvirðinguna að þurfa að standa í þessum ósann- gjörnu viðskiptum til þess að hafa fyrir nauðþurftum. Eða ekki, því deila má um hvort upphæð sú sem í boði er dugi til framfærslu ein- staklings á mánuð. Dæmi það hver sem vill. Eða vera jafnvel hafnað af einhverjum óljósum ástæðum sem faldar eru á bak við reglu nr. 8. Margir eru of vanmáttugir til að sækja rétt sinn í flókið félagskerfið og verða því af þeirri aðstoð sem þeir hafa rétt til samkvæmt lögum. Kerfið er orðið að skrímsli sem lifir fyrir sjálft sig og starfsfólkið en ekki skjólstæðingana. Það er fremur sorglegt. Ég skora á sveitarfélög sem hafa reglur á borð við 8. reglu að fara í naflaskoðun og hreykja sér varlega af titlum einsog „fjölskyldubærinn“ eða hvað annað sem þeim dettur í hug að upphefja sig með. Vald félagsráðgjafans Haukur Hauksson verktaki Já, takið eftir þessu: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjár- hagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis …“ Það ríkir varhugavert ástand á alþjóðavettvangi. Lykilorðin flóttamannavandi, Brexit, Erdogan og Úkraína minna á sumt það sem bæst hefur við á öld hryðju- verka, sem gekk í garð með árásinni á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001. Þessar þaul- skipulögðu fjöldamorðsaðgerðir kostuðu 3.000 manns lífið. Heims- byggðin brást við og deildi sorg og vanmáttar kennd með Bandaríkja- mönnum. Svipaðir strengir voru snertir síðar við hryðjuverkaárás- irnar í London, París og Brussel. Fjöldi Íslendinga gjörþekkir þessar og aðrar borgir Evrópu og Banda- ríkjanna, að ekki sé minnst á Nice sem þúsundir Íslendinga höfðu notið að heimsækja í HM-keppn- inni í fótbolta. Íslendingar tengjast þjóðum Evrópu tilfinningaböndum en hryðjuverkamenn Íslamska rík- isins þekkja engin landamæri á því svæði vestrænnar samvinnu, sem við tilheyrum og á sín grunngildi í frelsi og lýðræði. Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlants- hafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðis- þjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðju- verkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið mann- dráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis. Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýr- landi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópu- löndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upp- lýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðju- verkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum ill- virkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólm- inn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndun- um sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lög- sögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopna- burði? Að sjálfsögðu á að vera sýni- leg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi! Við lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og vel- megun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB. Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæð- is um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar sögu- leg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valda- tíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með inn- rás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er. Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Banda- ríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshags- munamál að draga úr losun koltví- sýrings með niðurstöðum loftlagsráð- stefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum. Ísland skiptir þó öllu máli vand- meðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis. Nýjar ógnir Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15Þ R i ð J u D A G u R 2 . á G ú s T 2 0 1 6 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 2 0 -3 5 D 0 1 A 2 0 -3 4 9 4 1 A 2 0 -3 3 5 8 1 A 2 0 -3 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.